Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 01.05.1952, Síða 7

Skólablaðið - 01.05.1952, Síða 7
1 lynghrauni fvrir utan Rvík. stendur gamall kofi og hrörlegur, er einu sinni hefur verið notaður sem jarðeplageymsla. En eigendurnir virðasl hafa stein- gleymt honum, að minnsta kosti skeylir enginn um hann lengur. Þegar vegfarendur gjóta til hans augun- um, er sem þetta einmana kofahróf mitt á milli stoltra steina fari hjá sér af ungmeyjarlegri feimni. Einu gest- ir hanis eru stormur og regn. Svona hefur hann stað- ið í mörg ár, tómur og að hruni kominn. Árin liðu til- breytingarlaust, þangað til í haust, að dálítið óvænt gerðist. Fólks sem átti daglega leði framhjá, tók eftir því, að einhver hafði setzt að í kofanum. Þetta var gamall maður, gráhærður og lotinn í herðum. Á dag- inn sást hann dytta að kofanum, negla hlera fyrir gluggana, troða upp í stærstu götin og búa kofann sem bezt undir kulda og hamfarir vetrarins. Nokkr- u,m sinnum í viku sáu menn hann staulast í áttina til bæjarins með poka og mjólkurflösku undir hend- inni. Brátt hætti fólk að veita þessu athygli, og gamli maðurinn varð eine sjálfsagt fyrribrigði og kofinn. Svo var það dag nokkurn sköminu eftir jól, að gamli maðurinn sat inni í kofanum og ornaði sér við olíu- vél. Stormhviður skóku kofann, og regnið var einkar lagið að smjúga gegnum rifur, sem stormurinn hjó því. Það var eins og skaparinn væri að leggja til atlögu við þetta óþarfa mannvirki, sem skyggði á alríki náttúr- unnar. Kofinn var búinn að standa þarna nógu lengi. Annað veifið dró Kári sig í hlé, og maður gat freist- ast til þess að halda, að óveðriu væri slotað. En þetta var einungis stundarblekking eins og flestar bjartsýn- isvonir. Innan skamms var hann skollinn á aftur, enn ástríðufyllri og ofsafegnari. Inni í kofanum sat gamli maðurinn á tómum ávaxta- kassa og neri bláar skorpnar lúkurnar. Hann var í gömlum og rifnum jakkafötum. í daufum bjarma olíu- vélarinnar sást hrukkótt og grátt andlit hans. Hann var toginleitur og kinnfiskasoginn. Augun voru rauð og varir blóðiausar. Þunnt hár lá ógreitt fram á Iágt enni. Ot úr skorpinni húð stóðu langir skráir skeggbroddar eins og gisinn skógur. Þó hann hefði ckkert u))]> í sér, jóðlaði hann i sífellu, svo að kjálkarnir gengu upp og niður. Það hljóta allir að þekkja þennan svip. Eða munið þið ekki eftir gömlum manni, sem höktir allan guðslangan daginn um vegina umhverfis bæinn, lýtur niður við og við og tekur eitthvað upp? Og ef til vill liafið þið fleygt tómum flöskum út í skurðina meðfram vegunum, þegar þið hafið ekið þar um í fjörugum fé- lagsskap, og stuðlað þannig að því að halda Hftórunni í gömlum manni, guð launi ykkur. í kofanum var óvisllegt og fátt um lífsþægindi: bekkur með rósóttri ábreiðu, kistill sem innihélt allar hans veraldlegu eign og loks nokkrir kassar, sem báru volt um ujjprunan- legan tilgang kofans, auk olíuvélarinnar. Regndropar seitluðu látlaust gegnum götin, sem gamli maðurinn hafði af veikum mætti reynt að troða í um haustið. Moldargólfið hafði umbreytzt í forarleðju, og gamli maðurinn var tekinn að blotna, þó að hann reyndi að halda sig, þar sem minnst rigndi inn. Hann var hungr- aður og eirðarlaus, því hann hafði ekki bragðað mat nú í hart nær tvo daga; nú var hann að hugsa um, að arka af stað í bæinn og reyna að ná sér í matarögn. Jónki hlaut að vera heima — annars var óvíst. að hann ætti mat fremur en hann sjálfur. En Jónki hlaut þó alltaf að eiga smálögg. Gaml i maðurinn reis á fætur og staulaðist fram að dyrunum. Hann opnaði varlega og gægðist út. Storm- sveipur flaug á hann, lamdi hann með rigningunni, smeygði sér síðan fram hjá honum og slökkti á olíu- vélinni. Gamli maðurinn flýtti sér að skella hurðinni aftur. Þetta er meiri stormbeljandinn, eilífur storm- beljandi; það er engum fært út í þetta ólukkans veð- SKÓLABLAÐIÐ 7

x

Skólablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.