Skólablaðið - 01.05.1952, Qupperneq 11
Qui Bono?
NÁtTÚRUFRÆÐI 1 IV. Y.
Jóh.: Nefndu annan merkan demant.
Örn: Koh-I-Noor.
Jóh.: Hvernig skrifað?
Örn: Það er með 2 strikum.
SAGA 1 5. X.
Pétur Pálmason: „Ef maður erfir fyrirtæki eftir
föður sinn, þarf maður þá að horga erfðaska'tt?“
Gústaf Arnar stud. art: „Er nú Pétur farinn að
hugsa um rektorsembættið?“
ENSKA í 5. BEKK C.
Sig. Pét. þýðir: The earth sprang up beside ne ....
Jörðin hoppaði upp við hliðina á mér.
IÐINN VIÐ SITT.
Olio Jensa þýðir úr Shakespeare: We vvould not die
in that mans company that fears his fellowship to die
with us.
Við viljum ekki deyja á sama vettvangi og þessi
maður. sem skortir félagsþroska til að deyja með oss.
JÁTNING.
Ingvar Kj., 5. y. þýðir: Komm’ her zu mir, Geselle,
hier find’st du deine Ruh!
Komdu hingað til mín, kunningi, hér finnur þú róna!
ÞÚ SÉR FLÍSINA ...
Jón Thór Haraldsson heyrði Volter Antonsson í há-
værri deilu. „Helvíti er hann skemmtilega skrækur
þessi,“ varð Jóni þá að orði.
Nærstaddir voru Rúnar Hjartarson og Þóroddur
Oddsson — og hlógu báðir hátt.
FRÓÐLEIKSFÝSN.
Fvrir prófið í íslendcum stíl gekk Arnljótur Björns-
um allt og spurði, hvort klósett væri með z.
PYROMANI.
Stundum koma brandarar í póstkassa Skólablaðs-
ins. Eitt sinn, er ritstjóri blaðsins kom að honum,
stóð innihald hans — kassans — í björtu báli, en
hópur eldsdýrkara stóð æpandi í kring. Ritstjóri benti
grátandi inn í logana og mælti: „Hér farast brandar-
ar, sem hvergi fást í öllum heimi“. Síðan tók hann
að grennslast um upptök eldsins og sagði þá Ingvi
Matthías, að ritstjóri Kyndils, Sig. Guðmundsson
hefði stunkið Kyndli í kassann. Rannsókn hefur farið
fram, en ekkert sannast, enda er lang fyrirhafnar-
minnst að hætta því og kenna bara helvítis kommún-
istunum um brunann.
FJÁRMÁLAVIT + ELDINGA.
Sig Þór. í 4. B. „. . . .brennur árlega mikiil fjöldi
sveitabæja á Norðurlöndum, þegar eldingu lýstur
niður — einkum ef þeir eru vel vátryggðir.1"
ALLT ER HIRT ...
Þórh. Vilm. í 5. B: Einar Kvaran skrifaði eitt sinn
hatramma ádeilu á Menntaskólann ....
Óreglujens: Skyldi nokkursstaðar vera hægl að ná
í þá grein?
FRANSKA 1 5. C.
Sigríður Magg tekur Hauk upp í frönsku. í textan-
um er setningin: „Mrs. Meloney est un des étres, de
plus en plus nombreux .... Haukur er maður kurteis
og vildi frekar fá 0 en þýða þennan dónaskap. Hörður
Villhj. tekur þá við og snarar því á íslenzku: „Frú
Meloney er ein af þeim verum, sem fjölgar á hverjum
degi.“
SÆLIR ERU ÞEIR, SEM EKKI SjA ...
Stúlka utan af landi skrifaði vinkonu sinni hér i
skólanum og spurði, hvort ekki væri ævintýralegt að
vera í sama skóla og Jökull Jakobsson.
SKÓLABLAÐIÐ 1]