Skólablaðið

Årgang

Skólablaðið - 01.05.1952, Side 14

Skólablaðið - 01.05.1952, Side 14
NÆTURREIÐ ÍSLENZKU ÞJÓÐARINNAR Svellin duna; dunar undir — Dauðra manna fylking líður — í fölu skini flaka undir — flokkur líður yfir grundir — dauðinn bíður — býður góðar stundir. Napurt gerist nœturkulið nötrar undan járnum þilja mennskum allt er mönnum hulið megin illra vœtta dulið; vofur hyljast — vofuljóð er þulið. Dauðra manna svipir sveipa seiðmagni um ferðamanninn beiginn inn í brjóstið greypa bleikum jóum dynlaust hleypa steypa myrkri — myrkri í sálu steypa. Slögin hraðar, hraðar duna hleypt er yfir glœra ísa óttinn tendrar œgifuna ákaft hófaslögin duna svellin lýsa — svellin undir duna. Tvísýn verða á töfrabjörtum tunglskinsnóttum manna rökin váleg gerist veikum hjörtum — veraldar þótt glysi skörtum — bana vökin — vök yfir hylnum svörtum. (Birt í óleyfi höfundar) 14 SKÓLABLAÐIÐ

x

Skólablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.