Skólablaðið - 01.05.1952, Blaðsíða 17
Blekslettur
ÍSLENZK MENNING A KJAFTASTÓLUM.
Nú loks undir vor sá stjórn framtíðarinnar, að minna
mátti ekki gagn gera og boðaði menn til fundar um
íslenzka menningu. Komum vér þar inn, er Þorvarð-
ur Helgason talaði fyrir daufum evrum og benli stæl-
gæjum á hina alvarlegu hættu, er oss er búin.
Næst stóð upp Sigurður nokkur, fortíðar forseti
framtíðarinnar, og sáum vér ei betur en bann liafi
mislesið umræðuefni, því að hann talaði ekki um ann-
að en efni, sem hann skildi auðsjáanlega ekkert í, svo
sem samdrátt auðsins, mótvirðíssjóð, eining andstæðn-
anna, Benjamín og Kóreyju. Ræða hans náði hámarki,
er Sigurður hrópaði upp, að hann myndi segja sann-
leikann, einhverntíma áður en hann hrökklaðist úr
skóla. Var gerður góður rómur að því af sönnum Is-
lendingum, en nokkrir bættu við, að það væri nú ekki
seinna vænna. Þá komu tveir spekingslegir menn ofan
af þekju og mæltu orð. Annar kvað sig standa i mik-
illi þakkarskuld við mann, Sám nokkurn frænda, er
hafði sent sín kókhraustu soldát hingað upp, til að
passa landsmenn gegn kóreyjumönnum og rússum.
Sagði hann, að vér ættum nú um tvo kosti að velja:
annaðhvort gefa könum Grímsey eða rússum ísland.
Hinn spekingurinn taldi hámark íslenzkrar menningar
vera emörríska kynhvöt og timburblaðið Hvöt.
Tóku menn nú að ókyrrast ....
ILLA ER KOMIÐ ÍSLENDING.
Ekki getum vér neitað því, að vér gengum út all-
miklu fróðari um íslenzka menningu en inn, ef skoða
má fund þennan sem spegilmynd af íslenzkri nútíma-
menningu. Menn gera að gamni sínu meðan Islending-
ar eru að drukkna í spýju þeirri, er Mörríka þeysir yf-
ir heiminn. íhlendingar virðast halda, að það sé aðeins
af góðsemi gert, að Sámur fyllir vasa vora af fé, send-
ir gæja hingað til landsins, stjórnar viðskiptum vor-
um og sölsar smám saman undir sig völd í landinu.
Menn kappræða í alvöru um bindindismál, kvenfólk,
sportárangra, setningafræði, fornar lygisögur, meðan
Sámur karlinn gleypir fjallkonuna með húð og hári.
Fólk fer með það í flimtingum, að hópur af íslenzk-
um ungpíum eru leiddar á villigölur af gæjum frels-
isins, siðferðisvitund þeirra og þjóðerniskennd brot-
in, líf þeirra lagt í rústir. Hvar er nú sá mórall og sú
föðurlandsást, sem íslenzk borgarastétt gerði fvrrum
að grundvelli þjóðfélags síns?
Skal núverandi kynslóð verða vitni að því, að styrkt-
arviðir kapitalismans hrynja að fullu? Bíðum ekki
dauðans inni í hinni grautfúnu höll, leitum útgöngu og
reisum nýja, byggjum hana á friði, bræðralagi og
samvinnu.
ECRASEZ L’ INFAME!
Nú dugir ekki Islendingum, að fljóta sofandi að
feigðarósi, því að líf þjóðarinnar er í veði. N j má ekki
slokkna í þeim kyndli, er liðnar kynslóðir hafa borið
funandi fram til vor, þeim kyndli, er haldið hefur lífi
í þjóðinni fram til þessa. Ef vér blásum ekki í glæð-
urnar, svo að vér getum rétt hann logandi til barna
vorra, erum vér svikarar við íslenzka menningu, svik-
arar við börn framtíðarinnar. Hér dugir ekki að standa
og hrópa: ísland fyrir Islendinga, því að meinið ligg-
urur djúpt í þjóðfélaginu sjálfu. Það er hvorki af ill-
mennsku né fávizku valdahafanna, að hættan vofir
yfir, heldur af eðli auðvaldsþjóðfélagsins. Framleiðsl-
an er ekki knúin af þörfum landsmanna, heldur af
fjárgræðgi iðjuhölda. Atvinnuvegirnir eru ekki grund-
vallaðir á samvinnu þjóðarinnar, heldur samkeppni
einstaklinga og stríði milli stétta. Þess vegna eru til
jafn skringileg hugtök og offramleiðsla, kreppa, at-
vinnuleysi. Þess vegna eiga sér stað jafn ótrúlegir hlut-
ir og það, að íslenzk forráðastétt afhendir heimsveldi
fósturjörð sína, til að geta kúgað alþýðuna undir
handarjaðri þess. Þess vegna er sá, sem rís hér upp og
segist vera Islendingur og ekkert meira, að gera sig að
fífli, því að „íslendingur11 er tómt hugtak, þegar þjóð-
félagið logar í stéttabaráttu.
SKÓLABLAÐIÐ 17