Skólablaðið - 01.05.1952, Side 18
Sá, sem berst fyrir frelsi og velferð Islands, verður
fyrst og fremst að beina vopnum sínum að íslenzkum
myrkraöflum, íslenzkri ómenningu og íslenzku aftur-
haldi.
BLEIKIR AKRAR, EN SLEGIN TÚN.
Ekki má þó skella skollaeyrum við hinni gífurlegu
hættu, er stafar af dvöl amörrískra dáta í landi voru.
Böl er til þess að vita, að fjöldi af íslenzkum stelpum
leggst til fylgilags við lýð þennan, fæða honum börn
og veita westrænu blóði inn í íslenzkan kynstofn. Það
er vissulega fásinna að ætla að koma kvenfólki í
skilning um hugtök eins og þjóðerni, hugsjónir og
menningu, það væri hið sama og að tala við Stúd-
enta um heimspeki og lis-tir. Þær sjá eingöngu að
gæar þessir eru sædari, broshýrari og örari á tog-
leður en mörlandar, og þess vegna ekkert sjálfsagð-
ara en að fara með þeim i geim og jasspartí suð-
ur í Keflavík. Með því að gefa hinu erlenda herliði
tækifæri til að fífla vanþroska stelpur hér á landi, eru
landsráðamenn að drýgja glæp, sem seint mun kleift
að fyrirgefa. Enn sárar er þó til þess að vita, að
íslenzkir íþróttamenn, sem löngum hafa verið sakaðir
um þjóðernisgorgeir, hætta að syngja „öxar við ána“
en fara að leika sér við kana suður með sjó í körfu-
ati. Hvað eruð þið nú búnir að gera við Gunnar kall-
inn á Hlíðarenda, sem hljóp hæð sína í öllum her-
klæðum og snéri aftur? Requiescat in pace?
OG HEL UNDIR DAUÐADÓMNUM STYNUR ...
Ýmsum kann að virðast svart framundan, ef hann
litast um meðal fólks þess, er nefnt hefur verið
„broddur íslenzkrar æsku“ og eru verðandi embættis-
menn og andlegir leiðtogar þjóðarinnar. Islenzk æ'ska
getur þulið upp nöfn velflestra to])pfígúra í heimi, en
hefur <þó ekki hugmynd um, hvað er að gerast í þjóð-
félaginu, grunar kannski að kínamenn og rússar vilji
Lroða illsakar við sig og kommúnistar séu skítakaraktér-
ar og strákar, sem hafi gaman af að rífa niður kristi-
legar hugsjónir. Það er illt í efni, ef það er slíkt fólk
sem stendur á þessum tímamótum og á að velja um
hlutskipti Islands. Ef til vill á maður eftir að lifa það,
að sjá í kringum sig eintóm hálfemörísk edjót, tuggu-
gúmþanin svínggæ og sjarmur, og heyra emjað alls-
staðar við jazzglamur „jibbý, ballý, hoo jibbý!“
Euersharp.
18 SKÓLABLAÐIÐ
UNDU SVO GLAÐIR VIÐ SITT..............
Menntaskólanemendur eru hugsjónalaus grev, hverra
sjóndeildarhryngur samanstendur af illa fengnum
einkunnum, brennivíni og fánýtum skólaembættum.
Ekkert er gert til að glæða siðferðis og þjóðarvitund
þessara unglinga, þeim er eru fengnar í hendur leiðin-
Iegar skruddur um mál, sem engum koma við nema sem
ómissandi aukaatriði einsog inálið á kvæðum Jóns
Helgasonar, en höfuðatriði lífsins, „alefling andans og
athöfn þörf“ er vandlega falið fyrir þeiin af menn-
ingarlausum bröskurum, sem stjórna menningarmáluni
þjóðarinnar af eigingirni, sérvizku og amríkanadýrk-
un. Ekkert er gert til að rífa þessa vesalinga upp úr
meðalmennsku, einkunnasýki og heimskulegu monti.
Slíkt er uppeldi embættismannastéttarinnar íslenzku.
Og því er ekki von á góðu, þegar út í „lífið“ kemur.
Sama sagan endurtekur sig. Einkunnir verða að em-
bættum, saklaus prófsvindill að mútum, klíkuskap og
svartamarkaðsbraski. Meðalmennskan ríkir yfir öllu.
Hver maður gerir ekki annað en 'það sem af honum
er krafizt embættisins vegna, oftast minna. Engum
dettur í hug að hugsa upp á sitt eindæmi og fram-
kvæma á eigin spýtur. Þeim er „sett ákveðið fyrir“ af
yfirboðurum og skili þeir því á réttum tíma, mega þeir
eiga frí það sem eftir er. Síðan fengu menn sér brenni-
\nn og spiluðu póker.
Narcissus.
Kvöldbæn smælingjanna
Úréttur er auðvalds móðir,
amma þess var grimmd og vél.
Kúgun er þess kœrsti bróðir,
Kölska föðurinn ég tel.
Fals og lygi ríkjum rúSa.
rangsleitnin þess œðsta dyggð.
Fantar Ijúga að lýðnum lirjdða,
lengi dafna svik og brigð.
Stýrir girndin geði manna,
gagnar ekki kœrleiksþel.
Skúrkar þegnum bjargir banna,
boða klerkar vitrum hel.
Narcissus Dæmonqe.