Skólablaðið

Volume

Skólablaðið - 01.05.1952, Page 19

Skólablaðið - 01.05.1952, Page 19
Uppgjör Nú er loks sú stund upprunnin, er Skólablaðið kveð- ur ykkur og þakkar fyrir veturinn og viðskiptin. Slíkt augnablik er viðkvæmt og blandið söknuði og trega, enda vænlegast að þakka strax öllum þeim, er lagt hafa blaðinu lið, meðan pennanum verður valdið fyrir grát- krampa. Engin nöfn munu þó nefnd, og verður hver og einn að gera upp við samvizku sína, hvort liann vill taka þakklætið til sín eða ekki og ráðlegg ég öllum þorra manna hið síðara. Fjandi margir hafa býsnazt yfir því, að blaðið væri lélegt og meira að segja mjög lélegt. Slíkt er að vísu engin nýlunda, því að þau 5 ár, sem ég ’hef dvalizt hér í skóla, hefur jafnan verið kvartað undan leiðindarollum, þurrki, leirburði og hvers kyns leysi, skorti, eklu og hörgli, sem Skólablað- ið byði lesendum sínum. Skiljanlega hryggir það menn sárlega, að blað, sem skrifað er af jafn andríkum mönnum og þeim sjálfum og félögum þeirra, skuli vera svo ómerkilegt sem raun ber vitni og fá með engu móti skilið, hversu slíkt megi verða. Er helzt að skilja á sumum þeirra, að þeir áliti ritstjórn sitja sveitta við að eyðileggja það efni, sem henni berst, og hún eigi sér ekki annað markmið hærra en reyna að velja sem leiðinlegast lestrarefni og hafna því, sem betra er. Sé nú gengið á vit þeirra manna, sem háværaslir eru í gagnrýni sinni, og þeir spurðir, hvað einkum megi bet- ur fara, eru þeir skjótir til svars og segja, að blaðið eigi að vera betra og skemmtilegra. En vér verðum að segja sjálfum oss til hróss, að hið sama hefur oftsinn- is flogið i huga vorn, en vér stöndum uppi hartnær ráðþrota, hvernig það skuli gert að veruleika. Enn spyrjum vér mennina, hvað þeim finnist helzt þurfa að gera til úrbóta, og þá svara þeir, að „það sé svo margt“ og blaðið eigi „bara að vera betra.“ Það væri oss mikill styrkur, ef þessir unnendur blaðsins færðu fram einhverjar raunhæfar bótatillög- ur í stað innantómra glamuryrða. En í þessu efni sem öðru koma háttvirtir skólafélagar fram sem hugsunar- laus pöpull, frékur, eigingjam, montinn og leiðin- legur. Berlegast kemur þetta í Ijós, þegar haldnir eru skólafundir. Lýðurinn æpir skólafund og frí, og þegar það er fengið, eru þessar 45 mínútur notaðar til þess að drollast niður á kaffihúsum eða rása eins og naut- peningur um götur miðbæjarins, með viðeigandi for- vitnishnusi, gauli og kálfalátum — enginn veit til hvers. Það kann að vera, að mál nemenda, þau er rædd eru á skólafundum, séu ekki sérlega mikilsverð, en þegar mönnum er gefið leyfi frá kennslu, til að sitja — eða standa — fund, finn'st mér þeim skammar nær að gera fundina fundi, en ekki líka vetrarguðsþjónustu upp í sveit, einkum þar sem ekki kallar annað brýnna en hið aulalega göturölt, jafnvel þótt einhverjum kunni að þykja það bera vott um skemmtilegt kæruleysi. Svo að aftur sé snúið að efninu, þá neitar því eng- inn, að sögur blaðsins og Ijóð eru yfirleitt hin óálit- legustu, enda ekki nema eðlilegt. Mikið af þeim eru frumsmíði, höfundar fæstir af gelgjuskeiði og það sem verra er, margir þeirra halda sig „séní“, álíta sig geta setzt við ritvélina og pikkað upp úr sér á svipstundu fullkomin ljóð eða smásögur, a.m.k. fullkomin til birtingar í því auma blaði, Skólablaðinu, og eru alltof miklir snillingar til að leggja sig niður við að lagfæra þessi verk sín eftir á. Sú tillaga hefur komið fram að gera blaðið fróðlegt með því, að mér skitet, að fá einhverja gamla presta eða álíka reynda menn og vísa til að skrifa í það. Guð sé oss næstur. Af slíku held ég menn geti hvarvetna fengið nægju sína, en Skólablaðið álít ég eigi að lang- mestu að vera skrifað af nemendum sjálfum og sem flestum þeirra, jafnvel þótt eitthvað verði á kostnað gæðanna, og raddir gagnrýnenda hækki. Annars er það reynsla mín, að eitt séu menn ávallt ánægðir með í blaðinu — sín eigin verk. Einn maður, sem þóttist mæla fyrir munn margra, hefur fundið að því, að óhóflega gætti kommúnista- SKÓLABLAÐIÐ 19

x

Skólablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.