Skólablaðið

Volume

Skólablaðið - 01.02.1953, Page 16

Skólablaðið - 01.02.1953, Page 16
- 16 - safnaðarins sefur eða mókir, þó syngur ein og ein gönrul kona með söngflokknum og þurrk- ar sér um augun við og við. Yngra fólkið horfir í gaupnir sérs 1j ómandi af kæruleysi og áhugaleysi fyrir sjálfum sér og Sllu, sem er, og litur á klukkuna á fárra augnablika fresti. Það þráir það eitt að komast heim til að éta og þamba gosdrykkij, fá gjafir og hnýsast í gjafir annarra. Presturinn tekur að lesa jðlaguðspjallið. Þeir, sem vakandi voru, hnippa í hina sof- andi, og allir standa upp. - Gott ráð til að vekja fólk i kirkju. - Aðeins í Menntaskól- anum virðist það ekki duga til, annaðhvort veit það fólk ekki um sið þenna, ellegar það sefur fastar en annað-fólk. Um næstu jól mætti gjarna hafa einhvern góðan mann til að hleypa af byssu í messu vorri til þess að koma fólki á hreyfingu. Þessi fagra, en einfalda frásögn er á enda, og menn ganga aftur til náða. Ég bíð með ó- þreyju ræðu prestsj ef til vill fæ ég þar svör við þeim spurningum, sem brenna x hug mér. Og hún kemur. MI upphafi var orðið, og orðið var hjá Guði, og orðið var Guð**. Bg er ef til vill heimsk- ari en fólk almennt, en ég skil þetta ekki heldur. Þrátt fyrir það er þetta texti prestsins núna eins og i fyrra og þar áður. íteeðan kemur eftir langan sálm, sem nefndur er stólver3, og ég heyri í sífellu sungið um ein- hvern Gabriel. Annars finnst mér þetta helzt sungið, svo að presturinn hafi góðan tima til að setja upp viðeigandi svip og athuga fólkið, svo að hann geti sagt konunni sinni, þegar heim kemur, hverjir hafi setið hjá hverjum 1 kirkjunni. Presturinn talar um kærleika. Hann getur ekku um, hvers kærleiki það er eða til hversj kannski það sé kssrleiki mannanna hvers til annars. Hann sér líka alls kyns birtu og ljóma og talar um frið í heiminum, sen enginn sér nema hann. - Eg spyr og spyr, en fæ ekk- ert svar, utan hroturnar i sessunaut mínum. - Að lokum biður hann Guð að blessa ýmsa menn, eftir manngreinaráliti að sjálfsögðu, - byrj- ar á sér og kollegum sinum - þar nssst hinn nýkjörna forseta vorn. Hann barðist að visu með oddi og egg á móti kjöri hans og taldi á honum alla galla, en Guð má blessa hann fyrir þvi. Þá er það rikis3tjórnin og eftir langa tölu loks ”alla starfsmenn til lands og sjávarw. Amen. Ég verð vist að svara mér sjálf sem og áður. Fegursti sálmur, sem til er, er sunginn, en ég hef ekki rænu á að syngja með. Aftansöng er lokið. Kalt kvöldloftið mætir mér i kirkjudyrunum. Stjörnurnar tindra á heiðskírum kvöldhimn- inum og varpa ofbirtu i augu hinna nývökn- uðu kirkjugesta. Ég anda eins djúpt og ég get og geng hægt heim á leið. Þetta er fagurt aðfangadagskvöld, kyrrt og milt, og öldurótið í sál minni lægir heldur. fig fel aftur spurningar mínar i hugarfylgsnum mínum, ef til vill fæ ég þeim svarað um næstu jól. Endrum og eins munu þær stinga upp kollinum þangað til og brenna i sál minni sem áður. Hljómur klukknanna bergmálar i skiln- ingssnauðum huga mér. Ugla. BLEKSLETTUR. (Frh. af bls. lU) en að sjálfsðgðu fellur þessi hallelúja- jarmur prýðisvel i geð sraáborgurum og þeim, sem alls eru óvitandi um háttu vora. Vera kann, að með þessu eigi að varðveita virðingu skólans út á við, en þá er leitt, ef menn álita að hún glatist sé sannleikurinn sagður. Sannleikurinn um Menntaskólann og nemendur hans er hvorki betri né verri en annars staðar gerist. Skólinn er setinn af ungu fólki með ólik áhugamál, og sem yfirleitt hefur takmark- aða ánægju af náminu sjálfu. Þvi fellur misjafnlega vel hverju við annað, eftir þvi sem eigindir segja til um og um- gengnin mótast eðlilega af þvi. Við þetta er ekkert að athuga. Ef Mennt'skælingar vilja i einhverju vera öðrum fremri ættu þeir að byrja á þvi að láta af fyrrnefnd- um dánarminningastil i tali sinu við ó- kunna. - Grein Sigurðar Péturssonar er e.t.v. skömminni skemmtilegri, þvi að hann hefur þó skoðun, þótt flónsleg sé. Sigurður virðist þjást af ofsóknarbrjál- æði liku því, er hann vændi ölaf Jens eitt sinn um, og hafa heilt járntjald af kommúnistahatri fyrir augunum. Sér hann þá eldrauða og spriklandi i sérhverj- um krata og öðrum skúmaskotum og kennir þeim um allt það, er aflaga fer i félags- lifi. Sigurður veður hinn mesta reyk i þessu efni. Hér i skólanum eru án efa ekki nema örfáir kommúnistar, sem mega kallast verðir þess nafns og þora að við- urkenna það» Allir hinir, sem nefndir eru til, eru einungis óákveðnir vinstrx menn eða vesælir kratar, skithrasddir vi'ð skjót- ar breytingar og yfirleitt nokkrar aðkveð- andi framkvæmdir. - Þegar kemur út fyrir pólitíkina er Sigurður nákvæmlega jafn fá- kænn og leiðinlegur oghin.. Arni Björnsson.

x

Skólablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.