Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 01.02.1955, Síða 11

Skólablaðið - 01.02.1955, Síða 11
- 11 JÓN HANNIBfM-SSONi inn ur sweinmhinngaefurýri” 17. þessa mánaðar var - að afstöðnum langvarandi og erfiðum fæðingarhríðum - borið í þetta vort synduga samfélag blaðskrípi nokk- urt. Voru þar að verki nokkrir ógæfusamir ung- lingar í þriðja bekk. Vegna þess, með hverj- um hætti útliti þess öllu og innræti var hátt- að, get ég ekki látið hjá líða að fara um það nokkrum hógværum orðum, þó að ekki sé nema satt, að lítt dugi orðaskak gegn slíku fyrirbæri sem þessu. Aðdragandi þessarar fæðingar var orðinn býsna langur, og voru aðstand- endur þegar farnir að guma af andlegu atgervi væntanlegs afkvæmis síns mörg- um mánuðum í forhönd og höfðu þannig í lítillæti sínu sama hátt á og brezka konungsfjölskyldan, er hún tilkynnti komu ríkiserfingjans í þennan heim með 9 mánaða fyrirvara! Voru ýmsir orðnir býsna langeygir eftir þessum merkisatburði, og var far- ið að kvisast, að afkvæmið hefði dáið af vannæringu í móðurkviði. En svo varð kraftaverkið, - afkvæmið kom -, en þótti ekki beysið og var því skírt skemmri skírn í snatri, svo að það gæti þó dáið drottni sínum á kristi- legan hátt. Hlaut það nafnið "Grallari", og mun það vel til fundið. Þegar menn svo virða fyrir sér ann- ars vegar hinn langa aðdraganda og hins vegar árangurinn, - ja, þá er ekki laust við, að maður verði aldeilis "krossbit", eins og kvenfólkið segir, - því að sannast að segja hefur enn þá enginn dirfzt að bjóða menntskælingum upp á svo ömurlega skrípamynd af blaði og snepill þessi er. Þetta þarf reyndar engan að undra, þegar tekið er tillit til aðstandenda blaðdruslu þessar- ar, því að þeir eru allir sem einn með illkynjaðan ofvöxt í sálinni og hafa sagt skilið við skynsemina, svo sem greini- lega kemur fram í skrifum þeirra. Þessi staðhæfing verður ekki betur heimfærð en með því að líta á mennina sjálfa, og þar sem fíflinu skal á foraðið etja, er þar fyrst að nefna: Magnús Jónsson, sem satt að segja mun vera flestum hvimleitt fyrirbrigði. A ritstjórnartign hans mun þó ekki eiga að líta svo sem hann sé fyrir þeim kumpánum, heldur mun hann ekki hafa þótt til annars hæfur, enda sannast mála, að hann er ekki annað en hand- bendi Ragnars Arnalds, sem er frum- kjarni fyrirtækisins. Ragnari hefur ver- ið gefinn ágætur og starfhæfur heili, en mök hans við úrkynjaða og andlausa klíku, sem virðist gædd ríkulegri til- hneigingu til sjálfsupphafningar ásamt ýmsum öðrum krankleika, hefur valdið notkunarleysi þessa ágæta tækis nú um alllangt skeið. Er þá röðin komin að sögulegustu persónunni í þessum skringilegu hers- ingu, og er þar auðvitað átt við Halldór Blöndal. Hver sálfræðingur, er fengi H. B. til rannsóknar, þættist án efa hafa himin höndum tekið, því að maðurinn er hinn furðulegasti samsetningur ólíkustu "karaktera", sem hann hefur viðað að sér úr öllum áttum og steypt saman í heilakerald sitt. En blanda þessi er lítt til uppbyggingar, en veldur öllu heldur ofsjónum og órum og líkist í því tilliti einna helzt "kokkteil"-blöndu.

x

Skólablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.