Skólablaðið - 01.12.1957, Page 3
ENN höldum vér heilög jél, enn fögnum vér komu Frelsarans til mannanna,
hins sanna ljóss, sem upplýsir hvern mann. En sjálfur sagði hann : Ég er ljós
heimsins, hver, sem fylgir mér mun eigi ganga í villu myrkursins, heldur hafa ljós
líf sins.
Enn heyrast ómar englaraddanna, sem forðum boðuðu fagnaðarerindi Guðs
um gjörvallan hinn kristna heim: Yður er í dag frelsari fæddur. Vér sjáum fyrir
oss sveinbarn vafið reifum og liggjandi í jötu, vér eygjum ljós í niðamyrkrum næt-
ur svörtum. Þetta lífsins ljós var gjöf Föðurins til mannanna. Vér lofsyngjum hann
fyrir þesisa frelsisins lind, sem hann gaf oss í fornöld á jörðu. - Mennina hefir
langað til að gleðja hverjir aðra með gjöfum á fæðingarhátíð Frelsarans. Minnizt
þess að slíkar gjafir eru einskis virði, nema hin sanna gjöf kærleikans. - Verði
sála yðar gagntekin gleði yfir þessari náðarsól, sem forðum rann upp í Landinu