Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 01.12.1957, Síða 4

Skólablaðið - 01.12.1957, Síða 4
- 36 - helga, þá megnið þer að miðla öðrum af kærleiksríkum bróðurhug, því að svo tendrast ljós af ljósi sem líf af lífi. - Jesus kom til mannanna til að opinbera þeim óumræðilega elsku Föðurins, til að miðla þeim af Ijósi hans og náð, sem kallaði þá til Guðsríkis. Hann kveikti samuðar- og jafnrettiskennd, því að fyrir augliti Guðs eru allir jafnir. Hann hugg- aði hrelldar sálir, afmáði óvild og illan hug, hatur allt og spilling og kenndi mönnunum að sigrast á hinum illu öflum myrkursins, svo að göfgi hugans og ást á lífinu mættu veita þeim vernd gegn böli heimsins. Sólstafir kærleikans ljóma frá Betle- hems-völlum. Einnig her, norður á hjara heims, fá þeir notið sín, því að birta þeirra verður mikil í daglausri nótt skammdegisins. "Hvert fátækt hreysi höll nú er, " segir í sálminum, "því Guð er sjálfur gestur her. " Vér minnumst þess öll hversu glöð vér vorum í bernsku er jólin nálguðust. Barnshjartað fylltist eftirvænting og tím- inn leið sem ör skytist við margháttaðan undirbuning og ígrundan. Skammdegið hvarf á braut, með öllum sínum ógnum, kuldum og stríðum stormum. - En er blær jólanna var kominn yfir fátæklegt heimili þá glöddust allir og fannst þeir eiga sumar innra fyrir andann, þótt ytra herti frost og kyngdi snjó. Öll birtan og hinn sæluríki friður orkuðu mjög á börn- in og þessi ljósanna hátíð lifði í minn- ingunni alla ævi. Hið mikla geymir minningu. - En þótt unaðslegur sé sá ytri blær, sem menn skapa ser um jól, er samt ljufast að minnast birtunnar hið innra, þeirrar helgi og friðar, sem í hjartanu skín. - - En er kertaljós jólanna brenna ut á hinum þrettánda degi hátíðarinnar, sitjum vér eftir í skugga, en sól hins nýja árs þegar tekin að hækka á lofti og boða sumar og yl. Gleðileg jól. Águst M. Sigurðsson. r djupu myrkri \ y - óendanlegu - er uglur væla og ulfar góla, ópið berst til mín á hj álp. Bergmál þess ómar frá breiðum björgum. Úr öllum áttum það hvellur og skellur í tunglslausri nótt, rámt - örvæntingafullt; - myrkrið tekur undir n Ekki kann eg \ J öllum þeim röddum öllum þeim hrópum að sinna. Þess vegna sinni ég bara hrópi sjálfs mxn. Enda sá eini, sem því sinnir. Numi. EINAR MAGNÚSSQN í 4. - Y : "Og svo fáið þið frí á tveimur síð- ustu tímunum. " Siggi dux : "Hvers vegna ? " Einar : "Það á að minnast 150 ára af- mælis Jónasar Hallgrímssonar. " Siggi dux : "Og með hverju ? " Einar : "Með kjaftagangi auðvi'cað. "

x

Skólablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.