Skólablaðið - 01.12.1957, Síða 7
- 39 -
UH DIKT EFTIR 'ObEKKTAN HÖFUND.
NYLEGA hefur boriö fyrir augu mín
ljoð eftir oþekktan höfund, og er það
svohljóðandi :
Lína hefur lipran fót
lausan við vatnssýkio
Hún hefur líka sín liðamot
liðkuð með smjörlíkio
Tungan í henni er töluvert þung
sem telgd væri úr platínuo
Þegar telpan vill tæla einhvern lung
talar hún latínu.
Ef að hún væri svo ástúðleg mér
á eftir eg sagt gæti "veni
vidi og vici"s hve indælt það er,
ég undir eins teldi mig geni.
Þetta kvæði er ort af meira andríki,
en nú tíðkast meðal ljóðskáldas og auð-
kennist af gamaldags sveitarómantík í
Chippendale-stíl, sem er þó þrunginn óró
og hraða tæknialdar og vélamenningar.
Kvæðið er gætt unaðslegri hrynjandi og
jafnri stígandi, sem nær yfirskilvitlegri
hæð andríkisins í háspenntri ástarvímu,
er dregur að lokum kvæðisins. Kvæðið
er leikur höfundar með andstæður, sem
hann dregur upp af hárfínum skilningi
og næmleik, svo að hvergi skeikar.
Honum tekst að gæða kvæðið lífi með
blæbrigðaríkri túlkun andstæðra mynda,
sem hann dregur upp með örfáum, ein-
földum dráttum, og stillir upp hvorri
gegn annarri, og lesandinn skynjar, sem
myndir á tjaldi, er líða fyrir hugskots-
sjónir hans hver af annarri í leiftursýn.
Áhrif kvæðisins heyra einna helzt undir
hughrif; höfða fremur til ímyndunarafls
en skilnings.
Höfundur hefur auðsjáanlega lagt mikla
alúð og vandvirkni í fágun kvæðisins og
hlotið ríkulegan ávöxt erfiðis síns.
Kvæðið er sterkt að byggingu, form
fellur að efni, svo að hvergi sér á mis-
fellu og hinar andstæðu myndir skapa
innri óró og spennu, sem nær hápunkti
í endirinn eins og áður er lýst. Þetta er
eitt rismesta kvæði, sem hér hefur sezt
um áratugi og hefur höfundur með því
tekið sæti innst á skáldabekk.
Fyrsta erindið einkennist af sócial-
j raunsæi. Erindið bregður upp mynd af
| nútíma stúlku, sem hefur gert sér ljósa
j grein fyrir gildi líkamsræktar og ber
i því smjörlíki á liðamót sín. En orðið
smjörlíki sýnir, að hún býr á öld gervi-
j efnanna og leiðir hugann að skarkala
vélamenningarinnar. Hendingin "hefur
lipran fót" fær okkur til að hugsa þrjár
j kynslóðir aftur í tímann, þegar hesturinn
var eina farartæki landsmanna ( sbr.
"Litla Jörp með lipran fót" ), og bregð-
ur upp tveimur andhverfum myndum :
Annars vegar af ömmu stúlkunnar, sem
varð að bogra yfir skít og skarni frá
því að hún fór að standa upprétt, og
varð að hossast á hesti hvert, sem hún
fór, og mátti ekki einu sinni ríða klof-
vega ; hins vegar af smjörlíkisstúlkunni,
sem er örugg x fasi og bein í baki,
stundar langskólanám og getur án nokk-
urrar hneykslunar brett pilsin upp á
mið lær og hoppað inn í bílinn, glöð og
áhyggjulaus. í erindinu sjáum við þannig
svipleiftur af hinni geysiöru þróun síð-
ustu ára, auk þess, sem það sýnir, að
þrátt fyrir allt, sem aðskilur þessar
tvær kynslóðir, eiga þær þó sameiginleg-
ar rætur í aldagömlum og fast mótuð-
um menningarverðmætum þjóðarinnar og
hjálpar þar til, að fyrsta hendingin er
sótt í gamla hestavísu og varpar þjóð-
legum blæ yfir erindið.
Miðerindið sýnir, með rímorðunum
platínu - latínu, samhengi menningar-
innar í tvö þúsund ár, allt frá latínu-
fræðslu miðaldanna til platínuuppgötvun-
ar efnishyggju- og efnafræðialdarinnar.
"Tungan ...... þung" minnir hins vegar
á Sonatorrek Egils "Mjök erum tregt/