Skólablaðið

Volume

Skólablaðið - 01.12.1957, Page 10

Skólablaðið - 01.12.1957, Page 10
ÞORSTEINN GYLFASON: - 42 - SVO WELTI l'ÖXAS 1. ÞEGAR Jonas var kominn til vits og þroska, gekk hann á fjall eitt til þess að hugsa um eðli lífsins og finna lausn á ráðgátu tilverunnar. Kom þá til hans mannfjöldi; þeir lutu honum í lotningu og sögðu : Meistari ! Vér dáum vizku þína. Kenn oss að yrkja. Og spekingurinn reis úr sæti sínu og ávarpaði fjöldann: 2. Vissulega eruð þér afbragð annarra manna. Þér eruð bornir til að vera höfuð lýðsins, leiðtogar hans og kennarar. í ljéðum yðar munuð þér boða kenn- ingar yðar og háleitar hugsjonir. Og sjá ! Lyðurinn mun falla fram og tilbiðja yður. Þér verðið spámenn og spekingar í augum hans. 3. r upphafi var ljoðform gert til að þóknast lýðnum. En hví skyldu ofurmenni víkja frá snilligáfu sinni ? Hví skyldu innborin skáld fjötra anda sinn í formi ? r fávizku sinni trúði lýðurinn, að það væri mestur skáldskapur, sem mest og glæsilegast hefði orðskrúðið. Og hann hrópaði í fögnuði, ef hann heyrði tvö orð, sem hljómuðu eins. Því ortu skáld fortíðarinnar undir fjölskrúðugum háttum með sem mestu og glæsilegustu rími og sem fegur stri hrynj - andi. Til að þóknast lýðnum. 4. En væri illa gert; næði rímið ekki að fullnægja kröfum lýðsins, þá gagn- rýndi hann skáldin. Burt með þá ! Þeir eru engin skáld. En þér eruð vissulega hafnir yfir alla gagnrýni. List yðar er göfugri en svo, að lýðurinn fái traðkað á henni. List yðar er þrungin æðri boðskap, sem á erindi til lýðsins. En látið yður ekki bregða, þó að þér fáið í fyrstu daufar undirtektir. List yðar er vissulega of fullkomin fyrir lýð- inn. Þér heyrðuð, að sagt var : Kastið eigi perlum fyrir svín. En ég segi við yður : Fagurt umhverfi skapar fagra siði. Þess vegna verðið þér spámenn lýðsins. 5. Svo kom að lokum, að boðskapur ljóðanna vék að öllu fyrir rími og hrynjandi og þau misstu áhrifamátt sinn, og skáldin urðu lýðnum einskis virði. Þer heyrðuð, að skáldið kvað : Þinn líkami er fagur sem laufguð björk. En sálin er ægileg eyðimörk. En ég kenni yður að yrkja á nýjan hiátt: Líkami þinn minnir ✓ a laufgaða björkina

x

Skólablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.