Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 01.12.1957, Blaðsíða 14

Skólablaðið - 01.12.1957, Blaðsíða 14
46 - ERLINGUR BERTELSSON, 6. bekk B. HAFIÐ þið nokkurn tíma tekið eftir því, að ætíð, þá er hvað mestar róstur eru í 6.-B, situr lágvaxinn maður við fremsta borð, hallar undir flatt og horfir með vanþóknun á atferli bekkjarbræðra sinna? Ef hann sér, að kladdinn er far- inn að fljuga um stofuna, þá stekkur hann upp, höndlar kladdann og hrópar ef til vill eitthvað á þessa leið: "Ja, mér er sko alveg sama, hvernig þið látið. Það er ekki í mínum verkahring að kenna ullarpólitíkusi frá Möðruvöllum eða homine Husavícense (sic!) mannasiði. . . " Þessum ræðum lýkur venjulega með því, að einhver sendir bláa flugfélagstösku í höfuð þessa siðferðispostula, svo að hann hrökklast ut ur stofunni með miklum for- mælingum og hefur yfir langa tölu um lágt menningarstig bekkjarbræðra sinna. Ef þið hafið ekki virt þennan mann fyrir ykkur, þá skuluð þið gera það sem fyrst, því að hér er vafalaust um að ræða langmerkasta fyrirbæri í manns- mynd, sem komið hefur inn fyrir dyr þessa skóla. Nafn þessa fyrirbæris er Erlingur Bertelsson. Erlingur er fæddur í Vesturbænum einhvern tíma fyrr á ár- um, og var þess beðið með óþreyju. Er fæðingin stóð yfir greip um sig mikil gleði meðal fólks, svo að börnin hlupu ut á götu og veifuðu rauðum fánum, en engl- ar himinsins sungu um lífsins óvissan tilgang. Litlar fara sögur aJ uppeldi Erlings. Var hann snemma settur til mennta og óx skjótt að vexti og kröftum, enda fékk hann góð tækifæri til þjálfunar í slags- málum, er Jóhann Briem kenndi honum teikninpju í Gagnfræðask. Vesturbæjar. Skal nu manninum lýst að nokkru. Erlingur Bertelsson er með lægri mönnum, en samsvarar sér vel. Hárið er dökkleitt, smábylgjótt og skrýft að framan í turn mikinn, sem stundum hallast. Verður manni því ósjálfrátt hugsað til reginturns þess, er var í Rómi suður og skalf við bölbrestum rosabullna Napóleons. Enni er laglegt og augu svo fögur, að þeim, sem í horfa, mun eigi þykja örgrannt um, að nokkurt vit kunni að leynast á bak við. Eigi eru augun þó einfær um að ferja Erling inn í menntadýrðina, heldur notast þau við gleraugu - svo og 7-8 kennara. Nef er frítt og varir holdmiklar og sérdeilis kyssilegar, en vér látum þó stulkunum handan við ganginn - og þó sérstaklega einni - eftir að dæma um það. Eigi hefur Erlingur lagt stund á aflraunir, síðan hann kljáðist við Jóhann Briem, en þó má hann kallast snar og fylginn sér, svo sem bezt sést í leikfimitím- um, en þar fer hann slíkum hamförum, að átök hans og snarræði minna helzt á bardaga Johannesar við músina. En nóg um það. Eitt er það, sem Erlingur hefur fram yfir flesta aðra, en það er mælskusnilli mikil, er hann sjálfur nefnir elókventiam, að hætti lærðra manna. Birtist hún eink- um í frímínútum, svo og í tímum hjá ýmsum kennurum, sem Erlingur finnur, að standa skör lægra en hann. Matti oft heyra skemmtileg orðaskipti þeirra Guðna Guðmundssonar í frönskutímum í fyrra, og nú virðist Erlingur vera á góðri leið með að stinga Gunnari Nor- land í vasann. Hefur hann beinlínis full- / yrt við Gunnar, að það sé eiginlega hann ( þ.e. Erlingur ), sem sjái um andlega ^ uppfræðing nemenda í 6.-B, og virtist Gunnar samþykkja það með mjög há- værri gleði. Aðallega eru það þó mað- urinn frá Möðruvöllum og Vilhjál.mur Baldursbrá, sem verða fyrir orðaflaumi Erlings, en honum má líkja við elfina Slíður, þar sem árflaumurinn ryðstfram

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.