Skólablaðið

Ukioqatigiit

Skólablaðið - 01.12.1957, Qupperneq 18

Skólablaðið - 01.12.1957, Qupperneq 18
50 HIÐ langþráða félagsheimili nemenda éti í íþöku er nu að komast upp. Vegna þess hve nemendur skolans vita almennt lítið um framkvæmdir þarna og fyrir komulag hi:is væntanlega félagsheimilis, gerði "Skola’laðið" ut tvo fréttamenn til þess að leita upplýsinga hjá félagsheim - ilisnefnd. Komumst við á fund nefndar - innar og spurðum nokkurra spurninga. Varð formaður nefndarinnar, Auðélfur Gunnarsson, aðallega fyrir svörum. Birtist hér viðtalið eða hluti þess, því að sleppa þurfti mörgu vegna rumleysis, sem ætla mætti að pið hefðuð áhuga á. "Segið okkur fyrst frá aðdraganda þessa máls. " "Ævisaga þessa máls er su, að seint í fyrravetur höfðum við pata af því, að Menntamálaráðherra og fyrrv. rektor Pálmi heitinn Hannesson hefðu verið að tala um að gera breytingar á fþöku. Við vissum nu ekki, í hvaða formi þær væru hugsaðar, en ákváðum að spyrjast fyrir um þetta og leita okkur upplýsinga. Varð það ur, að kosnir voru fulltruar úr hverri bekkjardeild 5.-bekkjar. Su nefnd fór síðan á fund núverandi rektors, Kristins Ármannssonar. Sagði hann, að þetta hefði við rök að styðjast og benti okkur á, að við skyldum ganga á fund Menntamálaráðherra. Síðan fór ég til Menntamálaráðherra og spurði hann að þessu. Sagðist hann þá skyldu hjálpa okkur í þessu máli og kvaðst fús til þess að leggja til, að fé yrði veitt í þetta, og sagði, að við skyldum gera okkur ljóst, hvað við vildum í þessu máli. Næsta skref var það, að kosin var nefnd hér í skólanum með fulltrúum allra bekkja skólans, og hefur sú nefnd starfað síðan. Eftir þetta kom hér Menntamálaráð - herra ásamt Húsameistara ríkisins og fleiri ágætum mönnum. Var síðan farið út í Tþöku ásamt rektor og Einari Magn- ússyni. Mætti ég þar fyrir hönd þessar- ar nefndar og lagði fram ófullkominn tillöguuppdrátt af loftinu, er nefndin hafði orðið sammála um. Voru athugað- ir möguleikar á því, hvað hægt væri að gera. Urðu menn samrrála um að æski- legt væri, að húsið yrði gert reglulega vistlegt félagsheimili. Var öllum ljóst, að þá þyrfti að gera gagngerar breyting- ar á húsinu. Sveini Kjarval húsgagna- arkitekt var síðan falið að gera upp- drætti að baðstofunni. " "Hverjar eru þessar breytingar aðal- lega ? " "fþökuloftinu hefur verið breytt í setu- og lestrarstofu fyrir nemendur. Hefur loftið rýmkast og allt verið þiljað innan með sandblásnum viði. Verður þar allt í baðstofustíl og ákaflega skemmti- legt. Herberginu inn af, þar sem áður var plötusafnið, hefur nú verið breytt í bókaherbergi í sama stíl og baðstofan. Er ætlunin að flytja fþökusafnið þar upp eða mikinn hluta þess.þær bækur, sem mest verða í umferð. Þarna uppi verða sæti fyrir um 80 manns. Þar geta menn komið saman og rabbað um daginn og veginn í stað þess að fara upp á " 11". Svo verður hægt að spila þarna og tefla, líta í bók og hlusta á tónlist. Niðri í salnum verður nokkurs kon- ar "restauration". Veggurinn á milli salarins og innsta fþökuherbergisins verður brotinn niður. Þarna á að útbúa eldhús, þar sem hægt verður að hita kaffi og hafa á boðstólum sælgæti og öl. Verður þetta afgreitt við barborð, sem á að liggja í boga fyrir utan þennan. krók. Fyrirkomulagið verður þannig,, að nemendur geti sem mest afgreitt sig sjálfir, tekið sér bakka eins og á kjör- bar. Líklega verður fengin einhver full-

x

Skólablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.