Skólablaðið - 01.12.1957, Side 21
53 -
tekinn til meðferðar kostnaðarreikningur
í verzlunum og iðnfyrirtækjum og ýmis
vandamál og mikilvæg atriði í sambandi
við ársuppgjör og rekstrareftirlit.
Fyrirlestrar í lögfræði eru haldnir
3 st. í viku 3ja hvert ár. Farið er yfir
almenna lögfræði, kafla ur kröfurétti og
skiptarétti og einnig lögfræðileg atriði
varðandi víxla og tékka. Allt er þetta
næsta nauðsynlegur froðleikur fyrir þá,
sem starfa í viðskiptalífinu.
fslenzk haglýsing er kennd 3 st. í
viku 3ja hvert ár. Er þar farið yfir bók-
ina "Þjóðarbuskapur íslendinga" eftir ólaf
Björnsson. Þess má geta, ef einhverjir
kynnu að hafa flett bók þessari og orðið
felmtri slegnir vegna hinna löngu talna-
dálka, sem hun hefur að geyma, að eigi
er ætlast til, að menn kunni skil á nema
nokkrum helztu tölunum, þ. e.a.s. þeim
tölum, sem telja verður nauðsynlegt og
sjálfsagt, að maður, sem skreytir sig
með titlinum : viðskiptafræðingur, hafi
jafnan á takteinum.
Tölfræði og viðskiptareikningur eru
námsgreinar, sem margir hafa látið sér
vaxa í augum og hafa reyndar verið sum-
um nokkuð örðugur hjalli. En það á við
hér eins og svo víða annars staðar, að
viljinn dregur hálft hlass. - Þær eru
kenndar 2 1/2 st. í viku sitt árið hvor.
Loks ber svo að nefna kennslu í
ensku og enskum bréfaskriftum, sem fram
fer 2 st. í viku 3 ár samfleytt. Er þar
farið yfir 3 bækur um ensk verzlunarbréf,
samtals um 450 bl. , mjög aðgengilegar
og handhægar fyrir alla þá, er við þessa
iðju fást. Ætlast er jafnframt til, að
nemendur semji um 20 verzlunarbréf á
ensku hvert ár og skili þeim til leiðrétt-
ingar.
Auk þess er nu hefur verið nefnt,
verða stúdentar að hafa lokið prófi í for-
spjallsvísindum og vélritun, áður en þeir
ganga undir kandidatspróf.
Próf eru bæði munnleg og skrifleg,
og eins og áður hefur verið vikið að, er
unnt að vera búinn að ljúka prófi í sérgr.
rekstrarhagfræði, bókfærslu, reiknings-
haldi, lögfræði, íslenzkri haglýsingu, töl-
fræði, viðskiptareikningi og enskum bréfa-
skriftum, þegar að kandidatsprófi kemur.
Auk þess að ganga undir próf í þeim
greinum, sem þá eru eftir, verða hinir
SKÓLABLAÐIÐ
Gefið út af menntaskólanum í Reykjavík
Ritstjóri:
Jónas Kristjánsson, 5. - X
Ritnefnd :
Sólveig Einarsdóttir, 5. - A
Sigurður Gizurarson, 5.- X
Sigurjón Jóhannsson, 5. - X
Ómar Ragnarsson, 4. - Y
Auglýsingastjórar :
Eiður Guðnason, 5. - B
Gunnsteinn Gunnarsson, 5.-B
Ábyrgðarmaður :
Einar Magnússon, kennari
Forsíðumyndin er eftir Sigurjón Johanns-
son og táknar væntanlegt félagsheim. nem.
Allar myndir í blaðinu teiknaði Sigurjón
Jóhannss. Skreytingar annaðist ritnefnd.
Nokkrar leiðar villur komust inn í síð-
asta skólablað aðallega vegna reynsluleys-
is ritnefndar í starfi. T for spjallinu,þar sem
talað er um "átgáfu blaðsins", var alls ekki
átt við matarlyst þess,heldur "útgáfu".
Sólveig fór ekki í "áralanga" ferð til Kína
eins og hermt er,heldur "óralanga". t
embættismannatalinu misritaðist nafn
Ragnhildar Óskarsdóttur, 4.-X, í jólagleði-
nefnd. Ennfremur hörmum við, að frú Jó-
hanna Kristjónsdóttir, í stjórn bindindis-
félagsins, skuli vera kölluð "Jónsína".
Eru þetta hin herfilegustu mistök, og mun-
um við reyna að hindra, að slíkt endurtaki
sig óhóflega oft. Einnig voru í blaðinu
nokkrar aðrar villur, en þær raska ekki
merkingu að ráði.
væntanlegu kandidatar að semja alllanga
ritgerð um efni, sem þeim er úthlutað
hverjum og einum og skila til kandi-
datsprófs. Þá er einnig ætlast til þess,
að stúdentar semji tvö erindi, annað í
þjóðhagfræði hitt í rekstrarhagfræði, og
flytji sjálfir á síðasta vetri að viðstödd-
um nemendum og kennurum.
Þess má að lokum geta, að atvinnu-
horfur hafa undanfarið verið sæmilega
góðar fyrir þá, sem lokið hafa prófi í
þessum fræðum, þótt hætt sé við, að
þær aðstæður breytist, eftir því sem
fjölgar í stéttinni.
Einar Haukur Kristjánsson stud.oecon.