Skólablaðið - 01.12.1957, Qupperneq 22
SIGURÐUR H. STEFÁNSSON:
54
I.
í þessari ritgerð mun ég aðallega
ræða um ljoðagerð Tslendinga.
Ástæðurnar til þess, að ég nefni hana :
Um ljóð, en ekki : Um ljóðagerð Tslend-
inga, eru einkum tvær. Önnur er su, að
ég treysti því, að su tru mín eigi við
rök að styðjast, að helztu atriði í sam-
bandi við íslenzka ljóðagerð eigi við ljóða-
gerð yfirleitt-, á svipaðan hátt og Tslands-
sagan er nánast spegilmynd Veraldarsög-
unnar. Hin er sú, að mig brestur þekk-
ingu til þess að rita heimsljóðagerðar -
sögu.
Þetta verður aðeins lauslegt yfirlit
íslenzkrar ljóðagerðar og stutt hugleiðing
um eðli og gildi skáldskapar, en þessu
efni verða aldrei full skil gerð.
II.
Hvað eru þá ljóð? Því er ekki auð-
svarað. Við skulum velja einhverja þrjá
menn af handahófi, og spyrja þá þessarar
spurningar. Líklegt er, að einn þeirra
mundi segja : "Ljóð ! það er óskiljanleg
þvæla, sem hálfgeggjaðir menn setja sam-
an, til þess að vekja á sér athygli".
Annar: "Ljóð eru saklaus og orðin til fyr-
ir þörf manna til þess að tjá sig öðrum
mönnum". Og hinn þriðji : "Ljóð eru
verk vits og tilfinningar, og hinn skap-
andi máttur þeirra er andi Guðs, sem í
þeim speglast". Nokkur sannleikur felst
í öllum þessum svörum, og öll munu þau,
hvert um sig, eiga við eitt eða fleiri ljóð.
Eins og ljóðin eru hvert öðru frá-
brugðin, svo eru og ljóðasmiðirnir ólíkir,
þó að nokkuð sé þeim sameiginlegt.
Grísku menntagyðjurnar sungu um það,
sem er, var og verða mun, en Forn-Grikk-
ir truðu því, að skáldskapargáfa væri að
þakka guðlegum innblástri. Sumir yrkja
einkum um það, sem er. Oft eru ljóð
þeirra þrungin ádeilu og mjög óvægin,
en tilgangur þeirra með því að rífa nið-
ur er oftast sá, að hægt sé að byggja
annað og betra í staðinn. Aðrir gera
sér að yrkisefni það, sem var. Þeir
sveipa fortíðina oft í óraunverulegri feg-
urðarhulu, svo að hún verði hvatning í
nutíð. Oft eru gljálýsingar á fortíðinni
dulbuin ádeila á samtíðina. Enn aðrir
yrkja um það, sem verða mun. Ljóð
þeirra lýsa hugsjónum þeirra; hvernig
þeir óska sér heiminn og hvernig þeim
finnst hann ætti að vera. Einnig þau eru
ort til hvatningar samtíð skáldsins.
Sumir sækja yrkisefni sitt til nátturunn-
ar ; aðrir í hugarheima sína eða greip-
ar sögunnar. Um marga má segja, líkt
og sagt hefur verið um Jónas Hallgríms-
son: "En því meiri sem harmur hans
varð, því fegurri urðu kvæði hans", -
er skurnin hefur verið sorfin burt, kem-
ur kjarninn betur í ljós. Aðrir yrkja
bezt, er þeir eru glaðir og allt leikur í
lyndi.
Allar greinar eiga sér rætur, - ræt-
ur ljóðlistarinnar liggja djupt. Talið er,
að líf sérhverrar þjóðar komi fyrst fram
í söngvum og nokkurs konar þulum, og
víst er, að elztu heimildir um andlegt
líf á Norðurlöndum eru ljóð. Frá því
um 800 e.Kr. eru elztu sagnir um Norð-
urlönd. Þá voru þar kvæði kveðin, og
eru ýmis Eddukvæða og kvæði Braga
gamla Boddasonar meðal hinna elztu
þeirra, en þau munu hafa verið ort í
Noregi á f.hl. 9.aldar. Sennilegt er þó,
að ljóðagerð á Norðurlöndum sé eldri,
og er einkum tvennt, sem styður það.
Annað er, að varðveitzt hefur kveðs’kap-
ur frænda Norðurlandabua, Engilsaxói,
frá því um 700 e. Kr. ( Bjólf skviða ), en
ósennilegt er, að Norðurlandabuar hafi
verið frændum sínum verulegir eftirbát-