Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 01.12.1957, Blaðsíða 23

Skólablaðið - 01.12.1957, Blaðsíða 23
55 - ar„ Hitt er, að í elztu norrænu kvæðun- um er málið svo gott og fegurð forms og hrynjanda svo mikil, að gera verður ráð fyrir langri þroun að baki, á svipaðan hátt og ógerlegt þykir að ætla, að kviður Homers séu frum-bókmenntaverk Grikkja. Hin fyrrnefndu, norrænu kvæði voru ort á tungu, sem er svo lík tungu nulif- andi Tslendinga, að þeir geta lesið þau erfiðislítið. Meðal frumbyggja Tslands eru allmargir Norðmenn, er komu þangað á síðari hluta 9.aldar. Þeir fluttu með sér teinung af hinum aldna stofni norrænnar ljóðlistar og gróðursettu hér. Vaxtarskil- yrðin reyndust hagstæð. Teinungurinn skaut rótum og hefur nú lifað í hinu nýja umhverfi í rum 1000 ár. Þar hefur hann þroskazt, og þrátt fyrir misjafnt árferði oft blómgazt og borið ríkulega ávöxtu. III. Athyglisvert er, hve sögu ljóðlistar á íslandi svipar til sögu þjóðarinnar. Á þjóðveldisöldinni blómgaðist ljóðagerð, en henni er farið að hnigna verulega, er landið kemst undir vald erlendra konunga um miðja 13. öld. f margar aldir á eftir hvílir höfgi yfir ljóðlistinni, eins og þjóð- lífinu í heild. Á síðari hluta 18. aldar, samfara vakningu þjóðarinnar, endurnýjast fyrst ljóðlistin. Á þusund árum hefur íslenzk ljóða- gerð breytzt mjög, og á það við jafnt um efni, form og málfar. Vert er að reyna að gera sér grein fyrir helztu atriðum þessarrar þróunar. Elztu íslenzku ljóðin voru ávallt kveð- in upphátt, og má því kalla þau kvæði, framar öðrum ljóðum. Þessum kvæðum má skipta í tvo flokka. Til annars flokks- ins heyra Eddukvæðin, sem eru safn fornra kvæða eftir ónafngreinda höfunda og eru helzt um goða- og hetjusagnir. Öll eru þau fögur, og nokkur þeirra flytja lífsreglur og góð heilræði, sem enn hafa gildi. Þau eru með einfalda bragarhætti og stinga að því leyti mjög í stuf við kvæði hins flokksins, sem meir fer fyrir, og í eru dróttkvæðin. Hrammtanga lætur hanga hrynvirgil mér tanga Höðr á hauki troðnum heiðis vingameiði. (dróttkvæði frá lO.öld.) Dróttkvæðin draga nafn sitt af því, að þannig eru þau kvæði, sem flutt voru við hirðir konunga. Efni þeirra er yfirleitt mjög lítilfjörlegt og einhæft, en formið er því íburðarmeira. í hverju vísuorði eru annaðhvort stuðlar eða höf- uðstafur, inni í vísuorðum hendingar, sem ríma saman, og þessi kvæði voru kveðin á skruðmiklu kenningamáli. Kvæðunum má líkja við málverk. Á striganum, sem strengdur er innan viða- mikillar og skrautlegrar umgjarðar, er aðeins ólöguleg litaklessa. t fyrstu dást menn að umgjörðinni, en það kemur að því, að menn fá leiða af því að horfa á hana og kasta myndinni burt, þar sem hun hefur ekkert annað sér til ágætis en skrautlega umgjörð, sem á þó aðeins að vera aukaatriði til þess gert, að aðal- atriðið fái betur notið sín. Snemma á 11. öld fer dróttkvæðum að hnigna. Kenningar renna í stein, og gerð kvæðanna líkist mest listiðnaði, þar sem hráefnið er oftast skjall um konunga og munirnir, loftkvæði um kon- unga, verða til á furðulega skömmum tíma, afar svipaðir hverjir öðrum. Um 1300 er þessi kveðskapargrein utdauð. Nokkur góð kvæði voru þó ort með dróttkvæðum hætti, í þeim eru margar frumlegar og vel gerðar kenningar, og mikil íþrótt hefur verið að yrkja þau, enda var iðulega talað um kveðskapar- íþrótt eða kveðskaparlist. Listrænt gildi dróttkvæðanna er mjög lítið, en þau hafa engu að síður gildi sem heimild fyrir goðfræði og sögu. Á 14. öld koma rímurnar til sögunn- ar, og eru þær fyrirferðarmestar í kveðskap Tslendinga margar næstu aldir. Rímur eru einnig kallaðar dansar, og munu rímurnar, eins og við höfum kynnst þeim, vera komnar af fornum frásögu- dönsum, sem voru þannig, að dansað var eftir rímum, líkt og enn er gert í Fær- eyjum. Á síðari tímum hafa rímurnar einungis verið kveðnar og þá fyrst og fremst á kvöldvökum í baðstofum sveita- bæja. Rímurnar eru söguljóð ; en efnið er fremur lítilsiglt og hefur mun meiri rækt verið lögð við formið, í þrengstu merkingu þess orðs. Hljóðstafi hafa rímurnar að sjálfsögðu, og mjög afbak- aðar kenningar eru í mörgum rímum,

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.