Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 01.12.1957, Blaðsíða 25

Skólablaðið - 01.12.1957, Blaðsíða 25
57 - herma eftir skáldskap annarra, og þegar þar við bætist, að þeir hafi lítið að segja og litla skáldskapargáfu, ef nota má það orð, verður ur hinn furðulegasti skapnað- ur. Þar sem aðrir hafa haft fyrir sið að sitja skáldfákinn, Pegasus, eins og bænd- ur jálka sína, sitja þeir öfugir, festa beizlinu í taglið og láta flestum illum lát- um, til þess að einhverjir veiti reið þeirra eftirtekt. En þetta gildir ekki um nær alla; margir haga reið sinni skyn- samlegar. Þeir taka það upp eftir fortíð- inni, sem þeir telja heppilegt, og auðga það með áhrifum af kynningu sinni við erlenda list, og geta tjáð reynslu sína og skoðanir óhindrað, þar sem þeir eru laus- ir við viðjar hljoðstafa og ríms. Þegar litið er á heildina, mun koma í ljos, að ljoðlist hafi aldrei risið eins hátt og nu; aldrei jafn margir menn, sem hafi sagt jafn mikið eins vel í eins einföldum ljóðum. í þessu sambandi má taka til samanburðar mann, sem býðst mikill arf- ur í veraldlegum gæðum. Nokkrir fyllast stolti og vilja sýna, að þeir geti komizt af án hjálpar annarra, og þiggja ekki arfinn. Aðrir þiggja arfinn, en hirða ekki um að ávaxta hann, og lifa a honum með- an hann endist. Enn aðrir þiggja arfinn og reyna eftir megni að ávaxta hann, og þeir virðast skynsamastir. Okkur ber að taka með þakklæti við arfinum, sem okk- ur veitist, en jafnframt tökum við á okk- ur þá kvöð að ávaxta hann, og það sem bezt. Hvað greinir ljóð frá óbundnu máli, er þau hafa ekki skipulega hljóðstafi og ekkert rím? Þannig spyrja margir, og þó skynja flestir mismuninn. Sálmarnir í Gamla Testamentinu eru óstuðlaðir, órímaðir, og hið sama er að segja um verk Forn-Rómverjanna, Horatíusar og Yirgilíusar og hneykslast þó enginn á því, þótt þau séu kölluð ljóð. 1 ljóðunum birtist reynsla höfundarins, og má segja, að ljóð séu fyrst og fremst verk tilfinninganna, en sundurlausar grein- ar séu afkvæmi skynseminnar, öðru frem- ur. í rauninni virðist þó ekki skipta miklu máli, hvert ritsmíð kallast saga eða ljóð, ef hun hefur það til að bera, sem fær dulda strengi í mannsálinni til að hljóma á ný og minna á tilveru sína. Vegna þess að rslendingar eru og hafa alltaf verið mjög fáir, verða ekki og hafa ekki orðið til bókmenntastefnur meðal þeirra, eins og meðal fjölmennra þjóða, þar sem þær verða til sem nauð- synlegt og eðlilegt mótvægi við kenndir, sem mega sín of mikils meðal mann- grúans. Vegna þess, að rsland er af- skekkt, hafa þessar hreyfingar þurft langan tíma til að berast þangað, og oft hafa þær verið orðnar dauðar í öðrum löndum, er þær hafa náð til ís- lands. Til fslands hafa flestar þeirra náð, og gætir erlendra áhrifa í íslenzk- um kveðskap allra tíma. Með bættri samgöngutækni og auknum samskiptum þjóða gætir þessarra áhrifa fyrr, og má næstum segja, að sömu straumar móti nu kveðskap fslendinga og annarra þjóða. Við hin erlendu áhrif hefur hann frjóvgast, hann hefur glæðzt að alþjóð- legum hugsjónum, listgildi og formfeg- urð. Hvað sem öðru líður, er heppileg- ast í ljóðagerð að taka tillit til þess, sem þjóðlegt er og samgróið þjóðar- sálinni, því að hið sama gildir um bók- menntir og annað, að engin framandi áhrif eru svo eftirsóknarverð, að vert sé að glata sjálfs sín eðli þeirra vegna. Og bezti kveðskapurinn er jafnframt þjóðlegur. V. Til hvers er að yrkja ljóð á öld gervitungla og fjarstýrðra flugskeyta ? Er ekki fremur fánýt iðja og urelt að hnoða saman orðum eða vera með heim- spekilegar bollaleggingar, er mannkynið dreymir stærri drauma en nokkru sinni fyrr, hefur smíðað stórvirkari vopn en nokkurn hefði rennt grun í og er langt á veg komið með að leggja undir vald sitt næstu hnetti ? Ljóðlistin hefur lif- að af allar framfarir mannkynsins í tæknilegum efnum og vaxið því meir ás- megin sem hennar hefur verið meiri þörf. Ennþá eru engin ellimörk sjáan- leg á henni, og er fjöldi manna, sem hirðir um ljóð, hvort sem þeir eru ljóðasmiðir sjálfir eða lesa ljóð aðeins, sér til andlegrar næringar. Ljóð eru ekki aðeins tómstundaiðja sérkennilegra manna, heldur eru þau tákn lifandi anda og tilfinningalífs, sem mönnum er gefið fram yfir önnur dýr. Ef mennirnir hætta einhverntíma að yrkja, verður það tákn glötunar mann-

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.