Skólablaðið - 01.11.1960, Side 15
47 -
E
INS og nemendum er kunnugt,
var samþykkt á síöasta skola-
fundi í fyrravetur tillaga um,
að hafist væri handa á bygg-
ingu Menntaskála, oj; skipuð
yrði nefnd til þess að undirbua og ann-
ast framkvæmdir í því máli.
Vegna undarlegra hugmynda og fárán-
legra sögusagna nokkurra manna hér í
skola, sem hafa það sér að skemmtan
að misskilja tilgang skálans, þykir okk-
ur tilhlýða að nemendur fái skýrslu um,
hvað gert hefur verið í sumar.
Strax er nefndin varð til, hofst hún
handa við útvegun á teikningu á skálan-
um. Jafnframt því var ákveðinn staður
fyrir hann, sem er vestan til í Hellis-
heiði í svokölluðum Hveradölum, sem
er mjög heppileg staðsetning fyrir skála
sem þennan. Þangað er oftast fært árið
um kring, auk þess sem ekki er langt
að fara frá Reykjavík.
í byrjun sumars var svo byrjað að
grafa fyrir skálanum. í upphafi var
ákveðið að ýta skyldi fengin til þess að
ryðja grunninn, en þegar til kom gerði
hún það mikið rask á jarðveginum í
nánd, að horfið var frá því ráði.
Að sjálfsögðu hlauzt nokkur töf af því,
vegna þess að við hraun er að fást,
þegar grafið er þarna.
T'eikningar þær, sem unnið var eft-
ir í sumar, voru fengnar hjá Húsameist-
ara ríkisins. Þær teikningar voru af
útlitfi — og flatarmynd skálans, en hinar
nákvæmu vinnuteikningar voru látnar
bíða., vegna þess að ekki var þörf fyrir
þær strax. Um miðjan ágúst, þegar
grunnurinn var svo að segja tilbúinn,
var ^rennslast fyrir um það, hvaða
srriilði við fengjum til þess að hafa yfir-
umsjón með því‘ að reisa grind skálans.
Við þessa samningsumleitan voru notað-
ar útlits- og flatarteikningar þær, er til
voru..
Þær ályktanir, sem smiðirnir gerðu,
voru þær, að það tæki tvo smiði ekki
minna en hálfan mánuð að reisa grind-
ina með hjálp þeirra nemenda, er kæmu
um helgar og á kvöldin. Síðan skildu
nemendur sjálfir klæða skálann með lítil-
legri aðstoð smiðanna. Kaup fyrir
smiðina var áætlað af þeim sjálfum 10-
20 þúsund kr. Alla burðarviði og inni-
klæðningu þyrfti að kaupa, en timbur
var þá nýhækkað um ekki minna en ca.
3°%.
Allt þetta var þó kleift, ef nýju
vandamáli hefði ekki skotið upp.
Af skilningsleysi og næstum andstöðu
við málefnið, dregur Inspector Scholae,
Þorsteinn Gylfason, til baka þá peninga,
sem okkur samkvæmt samþykkt skóla-
fundar var heimilt að nota.
Forsendur þær, sem hann byggir
stöðvun sína á, eru þær helztar :
a) Sumri sé að Ijúka, og skálinn stutt
á veg kominn.
b) Vinnuteikningar ekki gerðar.
c) Nákvæm fjárhagsáætlun ekki til.
d) ónóg þátttaka þeirra, sem skrifuðu
sig á listann.
e) Persónuleg rök hans sjálfs, en hann
sej;ir, að ekki sé tímabært að verja
storfé í fyrirtæki sem þetta.
Fyrst og fremst er það skoðun okk-
ar og þeirra, sem fróðir eru í skólalög-
um Menntaskólans, að inspector scholae
hafi ekki yald til þess að stöðva fram-
kvæmdir, sem samþykktar hafa verið á
Skólafundi, þó að hann kunni sjálfur að
vera persónulega á móti framkvæmdum.
a) Það var hér að framan skírt
frá því, hvað olli seinkun þeirri, sem
orsakaði síðan það, að ágizkuð áætlun
nefndarinnar, um smíðatíma skálans,
brást, þ. e.a.s. ýta var ekki notuð við
uppgröft á grunninum.
Frh. á bls. 62.