Skólablaðið

Årgang

Skólablaðið - 01.11.1960, Side 18

Skólablaðið - 01.11.1960, Side 18
- 50 - Hafnarfirði, 25/10 1960 EILL og sæll Sverrir minn. Hjartans þakkir fyrir kveQjuna, I sem við meðalmennirnir fengum J frá þér í síðasta blaði, það gladdi mig sannarlega, að þú skyldir muna eftir okkur. Að vísu veldur það mér dálitlum hjartslætti að ávarpa þig, ekki hvað sízt af því að ég geng út frá því sem staðreynd, að þú sért gení, en þar eð ég veit þig hjartagoðan og lítil- látan mun ég reyna að bera mig til við að tína upp úr mínum hversdagslega harnsekk, nokkra þá hluti, sem gætu fært þig til, þar serii þú situr í forsælu þinnar fullvizku á sjonarhóli hins mikla. En snúum okkur að efninu og látum sem fyrst linna. Hefur þú, kæri vinur, nokkurn tíma hugleitt hvernig þú ert í heiminn kominn? Hvernig stendur á því að þú, sem reifabarn, varst ekki hafður til sýnis fyrir lýðinn, svo að hann gæti vegsamað þig og sagt: Sjá, hann er Mes sías ? Ég ætla mér þá dul, að svara þessu fyrir þig, m. a. sökum þess, að ég veit að þú tekur ekkert mark á mér. Meðalmennskan er upphaf okkar allra, því þeir heilögu menn, er sátu í einingu og krossfestu holdið, gátu ekki af sér veraldleg afkvæmi. Værir þú þannig til kominn, værir þú Messías. Reifabarn varst þú ekki hafður til sýnis ( þú ert að mínum dómi prýðilega alinn úpp ) sökum hógværðar og skynsemi, sem eru tvær höfuðsyndir meðalmennskunnar. Sannleikurinn er sá, aQ þú varst mjög hversdagslegt barn, ef til vill dálítið þrjózkari og skynsamari en mörg önnur, en sem sagt, í meðallagi. Gení varðst þú ekki fyrr en þú fórst að dást að skrípislegri ljóðagerð heimskra og geð- veikissjúklinga. Þá var eðlisgreindin ekki meiri en svo, að þér fannst enda- leysan góð, þá var þín djúphyggja ekki dýpri en það, að þú fórst að kafa í sama forarpyttinn, með þeim árangri, að þú getur nú án blygðunar kastað skít í uppruna þinn. Þannig blindaðistu, og þú hélst áfram að blindast, löngu eftir að þú varst hættur að sjá aðra en sjálfan þig. Þú vissir, að á brezkri grund búa margir lordar. Þessvegna lagðirðu stund á enska tungu fremur öðrum. Þar kom að þú fórst að geta stafað þig fram úr lesmálinu á myndasögum, síðan kom að því, að þú fórst að lesa bækur á þessu aðalsmannamáli,og einhvernveg- inn höguðu atvikin því svo til, að þú varðst víðleginn í enskum fræðum. Þá skeði það, að þú settir upp dæmi, sem skildi þig að fullu frá meðalmennsk- unni: Lesi ég eina bók enska á dag, eru það 365 á ári, á tveimur árum eru það 730, og ljúgi ég til um 270, eru það 1000. Síðan lastu þig frá meðalmennsk- unni. Nú er það vissulega fögur iðja að lesa bækur, og sá sem les margar bæk- ur og skilur þeirra boðskap, er á góðri leið uppfyrir meðalmennskuna. En þú hélst að það væri nóg að lesa. Að vísu er það satt, að sá, er kann skil á mörgum nöfnum, er einhvers vís- ari, en þegar þú ert að slá um þig í hópi okkar meðalmenna með nöfnum, sem þú að vísu þekkir, en við höfum aldrei heyrt, þá verður mér oft ónota- lega við, stundum geng ég þá afsíðis og græt dálítið. Ef til vill er það af öfund, en sjálfur held ég að það sé af því, að ég viröi þig sem mér meiri mann og þykir vænt um þig, enda hefurðu verið lítillátur og góður mér, stundum talað við mig. Þegar þú fórst að ganga á tveimur fótum, þá var göngulag þitt líkt og ann- ars ungviðis, falmkennt í fyrstu, en síð- an öruggara. Þá vissir þú ekk;i, að til var geníalt göngulag. Síðan kynntistu'.

x

Skólablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.