Skólablaðið - 01.11.1960, Síða 20
52 -
beztu og þjoðlegustu skáldum, sem
aldrei hefur verið bendlað við "skrípis-
lega Ijóðagerð heimskra geðveikissjúkl-
inga". Á sumrum hefur þú stundað bú-
skap, sjósókn og hvalskurð. ÞÚ hefur
innbyrt rímur, ferskeytlur og aðra menn-
ingarframleiðslu dreifbýlisins í svo stór-
um skömmtum, að út úr flóir. Þín hug-
sjón er að yrkja eins og Eysteinn og
verða úti að lokum, en það er þjóðleg-
asti dauðdagi, sem um getur.
Þú hefur ort afmæliskvæði um
Frelsarann, sem var bannað í Skóla-
blaðinu af óþjóðlegum mönnum og mælt
með því a malfundum, að menn gengju
á fjórum fótum og kornabörnum sé gefið
brennivin a pelann.
Slíkur maður ert þú, Böðvar Guð-
mundsson, og svo leyfir þú þér að láta
út úr þér aðra eins hluti og að þú sért
meðalmenni og plebbi og hvaðeina.
Hvílík ósvífni. Hvílíkt lítillæti. Hvílíkur
munur að vera fæddur og uppalinn sjéní
og mikilmenni, skilgetinn sonur íslenzkr-
ar bændamenningar, einhverrar elztu og
virðulegustu menningar, sem til er í
heiminum.
II. Ég, þú og menningin
Um mig gegnir hins vegar allt öðru
máli. Ég er fæddur og að nokkru leyti
uppalinn á Sauðárkróki, litlu og skítugu
plassi, þar sem öll bændamenning er
löngu fyrir bí, og var því lítið um, að
ég fengi bændamenningarinnspýtingar í
bernsku. Löngu áður en ég innbyrti sög-
una um litlu gulu hænuna hafðir þú með-
tekið af vörum föður þíns margar af
skærustu perlum íslenzkrar ljóðagerðar.
Það er hins vegar tiltölulega stutt síðan
ég fékk nokkra nasasjón af tilveru ís-
lenzkrar. Ijóðagerðar.
Brátt komumst við báðir til nokkurs
þroska og fórum að öðlast ofurlítinn
skilning á þessum stora heimi okkar.
Og eins og við mátti búast voru við-
brögð okkar harla ólík, þar sem þú
varst þegar uppfullur af menningu;
kjarnmikílli, safaríkri og mergjaðri is-
lenzkri sveitamenningu, en ég að mestu
laus við allt, sem hægt er að kalla
kúltúr. Þegar svo hinn mikli heimur
í öllum sínum margbreytileik blasti við
okkur báðum, skildust leiðir okkar al-
gerlega.
Þú þekktir menninguna, jafnvel þó
ekki væri um nema takmarkaða menn-
ingu að ræða; ég var henni ókunnur.
ÞÚ lifðir þess vegna áfram sæll í þinni
trú og varst að mestu ósnortinn af hinni
nýju veröld, en ég hins vegar þóttist hafa
himin höndum tekið, og sökkti mér ákaf-
ur og af viljafestu niður í þau undirdjúp
menningarinnar, sem skyndilega opnuð-
ust mér.
Ég hafði ekkert til að byggja á,
enga arfleifð frá forfeðrum mínum.
Ég gekk því til móts við menninguna
einn og óstuddur, opinn fyrir hverju sem
var. Tvær ástæður eru fyrir því, að eg
tók ástfóstri við enskar bókmenntir.
í fyrsta lagi var ég um þetta leyti orð-
inn fær um að stauta mig fram úr bók-
um á þessari tungu, og annað var það,
að ég átti afar auðvelt með að komast
yfir enskar bækur.
Ég vona, Böðvar minn, að þessi fá-
tæklegu orð mín hafi veitt þér nokkra
skýringu á því, hverjar orsakir eru fyr-
ir ástandi mínu.
III. HVAÐ ER MEÐALMENNSKA
Eins og ég vona að þér sé þegar
orðið Ijóst af spjalli mínu um þig, hefur
þú misskilið ákaflega hrapallega, hvað
ég á við með meðalmennsku. Þú virð-
ist semsé halda, að ég álíti alla, sem
ekki hafa lesið sömu bækur og ég eða
þekkja ekki þessi stóru nöfn, sem eg ku
slá um mig með, algjöra plebeja og
meðalmenni. Þetta er ekki mín skoðun,
síður en svo.
Skilgreining mín á meðalmenni er
ákaflega einföld og kemst fyrir í einni
setningu : Meðalmenni er maður, sem
þjáist af svo mikilli andlegri fátækt, að
hann gerir sér ekki grein fyrir því, að
hann er andlega fátækur. Punktum og
basta.
Ég ætla nú að slá botninn í þetta
bréfkorn mitt, í þeirri einlægu von, að
það megi skýra nokkuð fyrir þér mín
sjónarmið og mínar skoðanir, og ef til
vill losa þig við meðalmennsku-komplex-
inn.
Megi guðirnir varðveita þig og
styrkja um aldur og ævi.
Reykjavík, 7. nóv. 1960.
Sverrir Hólmarsson.