Skólablaðið - 01.11.1960, Síða 22
54 -
pokann; hann var búinn að ákveða sig,
ja, vissulega, - eða var það annars
ekki ? Var hann nú kannski að gera
eitthvert bannsett glappaskotið ; var ver-
ið að hafa hann að ginningarfífli ?
Hann hætti sem snöggvast að láta
peningana í pokann, leit á svartklædda
manninn, draugalega, sem stóð andspáen-
is honum. Var þetta einhver galgopi ?
Var þetta í raun og veru rán ? Var
maðurinn, sem stóð við dyrnar, í raun
og veru með D. D. T. sprengju ?
Hann leit til dyranna enn einu sinni;
þarna stóð sá svartklæddi og hélt á poka
í annarri hendinni.
Aðalbjörn Aðalsteinsson fann augna-
ráð hans hvíla á sér, stingandi, drepandi.
Jú, þetta var í raun og veru rán, tví-
mælalaust rán.
Svartklæddi maðurinn, draugalegi,
andspænis honum hamraði fingrunum
óþolinmóðlega í borðröndina.
Aðalbirni Aðalsteinssyni rann kalt
vatn á milli skinns og hörunds ; hvílíkir
glæpamenn, stórglæpamenn, já og snill-
ingar, hvílíkir snillingar, hugmyndaauðg-
in, skipulagningin. Hann brosti út í ann-
að munnvikið og hélt áfram að selflytja
peningana úr skúffunni í pokann.
Bankaránslýsingarnar í sorpritunum
komust ekki í hálfkvist við það, sem var
að gerast á þessari stundu. Og hann,
hann var aðalpersónan, allt snerist um
hann, hann Aðalbjörn Aðalsteinsson.
Peningaskúffa Aðal'bankans var senn
tóm, pokinn fylltist með hraða í öðru
veldi, tútnaði út, peningar, allt snerist
um peninga ; svona var lífið: eittæðis-
gengið kapphlaup um peninga, peningar
voru lífið.
Skúffan var orðin tóm.
Aðalbjörn Aðalsteinsson ýtti pokan-
um frá sér. Sá svartklæddi hallaði sér
yfir glerið og hvíslaði hásri, drafandi
röddu : "Mundu það, lagsi, að ef þú
heldur þér ekki á mottunni, þá ertu
dauðans matur. Skilurðu það ? "
Aðalbjörn Aðalsteinsson skildi það,
auðvitað skildi hann það, hann kinkaði
kolli, brosti innan í sér. Leiðin til
framans lá framundan ; á morgun myndi
hvert einasta mannsbarn á Sauðárkróki
kannast við nafn Aðalbjarnar Aðalsteins-
sonar, aðalgjaldkera Aðalbankans, sem
með frábæru snarræði og fífldjarf^i
hetjulund kom í veg fyrir það á 11.
stundu, að Aðalbankinn hlyti sömu örlög
d r a u m u r i n n
S bak við rykfallinn leyndardóm \
\ f ortxðarinnar l
\ liggur dálítill draumur t
C hann kemur i hug mér /
( og vekur mér angurværrar bliðu )
/ ég man ekki lengur hvernig hann var )
/ eða hverjar voru rætur hans S
/ en hann var þarna einhvern tíma \
) - sterkur, ákafur, heitur - (
) og fyllti gráan tómleika tímabilsins (
) sætri angan /
/ nú eru raddir hans löngu hljóðnaðar /
/ spor hans orpin sandi hversdagsleikans(
/ sem smátt og smátt huldi fegurð hans (
\ nær mér skynja ég vonbrigði, sorgir, (
) tár i
( en einnig það er horfið )
/ inn í fjölda hvítra, auðra daga \
/ og skiptir ekki máli lengur. (
\ ih* f
og sjóskvísan sáluga í Tjörninni.
Svartklæddi maðurinn hrifsaði til
sín pokann, hendurnar óstyrkar, látæði
fumkennt. Svo sprangaði hann til dyr-
anna öldungis eins og heiðarlegur við-
skiptavinur í svörtum frakka og með
lútandi hattbarð. Hann leit ekki við,
gekk ákveðnum skrefum til dyranna,
staldraði andartak við hjá kollega sínum.
Svo gengu þeir út, tveir menn í
svörtum frökkum og með lútandi hatt-
börð, stigu upp í ^ljáfægða fólksbifreið
og voru a brottu aður en fiskur hafði
dregið andann.
Aðalbjörn Aðalsteinsson starðifjar-
rænum augum á pappírspokann í and-
dyrinu; "andskotans refurinn", tuldraði
hann, "ekki gat hann nú einu sinni stað-
ið við orð sín," - og á þessu sama and-
artaki hjúpaðist dýrðarmynd væntanlegr-
ar frægðar þoku napurs raunveruleikans.
Klukkan á veggnum andspænis sló
fjögur ^þung högg.
Þá var sem fjörutíu og sjö volta
spennu væri hleypt í gegnum mænuna a
Aðalbirni Aðalsteins syni ; andlit hans
tók á sig mynd hinnar fullkomnu skelf-
ingar. Hann hrópaði eins hátt og radd-
böndin leyfðu: "Varið ykkur, - helvít-
is þrjótarnir hafa stolið úr ban'kanum
Frh. á bls. 62.