Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 01.11.1960, Blaðsíða 24

Skólablaðið - 01.11.1960, Blaðsíða 24
56 - strákur á ferG! Kvaeöi á borö við Moldin kallar og Systur mína eru ekki ort af neinum klaufa ! Kvæðin Fjárhussilmur, Hvítar gimbrar og Þér hrútar eru ekki meðfæri allra sauðamanna ! Engum getur hafa dulizt, að á Sól- stöfum er handbragð ósvikins skálds. Þar er unaði og erli sveitalífsins lýst í svo lifandi og litríkum myndum, að les- andinn hrífst af. Saga forfeðranna við strit og starf svífur fyrir hugarsjónir hans, hann finnur angan af lyngi og töðu milli línanna og gleðst víð l'ífsfögnuð og trú höfundarins á landi og þjoð. Höfundur er bersýnilega vormaður í orðsins fyllstu merkingu. Hann er líka blessunarlega laus við það hugarvíl og svartsýni, sem einkennt hefur byrjenda- bækur margra skálda og leikur á aðra og hugþekkari strengi. Bokin geymir að vísu ekki ýkja stór- brotinn skáldskap en eigi að síður margt athyglisvert. Má þar auk fyrrnefndra Ijoða nefna Sundmeyna, Ingigerði og Ást- in var aleiga þín, ljoð um ungar og girnilegar konur, Svona verða drengir menn, karlmannlegt ljóð um æskumanninn og söguljóðin fjögur í bókarlok. Síðast en ekki sízt vil eg geta Ijóðanna úr átt- högum höfundar, um Önundarfjörð, Kald- bak og Skrúð og greina af sama meiði, kvæðanna Ég get ekki sofið og í dalnum er sál mín. í tveimur þeim síðasttöldu kemur ást skáldsins til sveitarinnar og sveitalífsins glöggt í Ijós. Fyrra kvæð- ið , Ég get ekki sofið, er ort í Reykja- vík í maímánuði árið 1932. Þar segir frá dvöl höfundar í höfuðborginni að vor- lagi og hvernig hugur hans leitar heim í vorið og gróðurilminn í átthögunum. Síðasta erindið hljóðar svo : "Ég get ekki sofið. Ég hugsa svo heitt um heilnæma vormold og gróður. Gef bandingjann frjálsan. Hann braut ekki neitt. Lát barnið til móður. " í dalnum er sál mín er ort veturinn 19^6 og er af svipuðum toga. Þar segir skaldið meðal annars : "Her óx ég, hér lék ég, hér vinn ég og vann. Hér von mín á rætur og margt, sem ég ^nn. Þott dveldi ég fjarri, það drægi til sín. í dalnum er sál mín og hamingja mín." Það er þessi ást á heimahögum og gróðurmætti vors og moldar, sem er kjarni bókarinnar og verður lesandanum minnistæðust að loknum lestri. Því er ekki að leyna, að ærna galla er að finna á Sólstöfum. Yrkisefnið er allt- of rislágt og einhæft um of og víða slak- að á ströngustu kröfum listarinnar. Ljóð eins og Salat og Harðfiskur eiga til dæmis lítið erindi fyrir almenningssjón- ir. Þau eru vægast sagt ómerkilegur áróður fyrir salatáti og harðfiskshámi, en þó krydduð þægilegri kímni. Hæpið orðalag er þar, sem sagt er um mann nokkurn : "fullan barm af björtum vonum, bar hann fram í landsins þörf. " Eins virðist fráleitt að halda því fram, að einhver sé "með bros og koss yfir rjóðum vörum". Hörmulegt finnst mér að spilla ágætri mannlýsingu með þessum vísuorðum : "Hún var ung, hún var heit eins og óskráðar sögur." Ég kann heldur ekki að meta það spakmæli höfundar, sem hljóðar svo : "Geigvæn bið er grátleg öðru fremur. " Slíkar fullyrðingar eru greinilega út I hött, og í þeim er engin speki. Munn þær oftar eiga rætur sínar að rekja til örðugleika með rím en óskýrrar hugsunar, og sú mun raunin hér. Einnig virðist fara illa á að tala um "hlaupmikinn" hest og "fastlegan" and- litsdrátt, og segja, að oft sé "smátt um vinnuhlé". Þannig má benda á ýmislegt, sem bersýnilega mætti fara betur. En þar sem þessi atriði eru flest frem- ur smávægileg, rýra þau heildarsvipinn ekki tiltakanlega og hagga ekki þeim dómi, að Solstafir hljóta að teljast allgóð byrjandabók og boðskapur þeirra hollur og jákvæður. III. Margir hafa eflaust beðið næstu ljóðabókar skáldsins með eftirvæntingu. Þeir hafa áreiðanlega ekki orðið von- sviknir af Sólbráð, en svo nefndi Guð- mundur Ingi aðra bók sína.er út kom 1945. Sólbráð sýnir eðlilega framþróun frá Solstöfum og er að öllu leyti viða- meiri. Yrkisefnin eru fjölbreyttari, og

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.