Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 01.11.1960, Blaðsíða 25

Skólablaðið - 01.11.1960, Blaðsíða 25
- 57 - aðalsmerki skáldsins auSsærri. Kvæði á borð við DÓttur okkar, Sárustu minn- inguna, Hlátur, Jarðargull og Língresi, svo fátt eitt sé nefnt, eru engir van- skapningar. Ógleymanlegt er Ijóðið Bróðir minn. Það er ort andvökunótt í aprílmánuði 1943. Um þær mundir ríktu ógnir nazis- mans I Noregi. Skáldinu verður hugsað til hinnar norsku frændþjóðar og harmar örlög hennar. En skáldið trúir jafn- framt á sigur rettlætisins og veit, að sú stund mun renna upp, er Noregur losnar undan oki nazismans. í kyrrð andvökunnar kveður skáldið: "Hugsaðu ekki, bróðir minn, að hjarta mitt só rótt, horfi á kúgun þína dauft og sljótt. Ekki skaltu halda ég hvílist vel 'í nótt, hvíli og sofi þessa aprílnótt, þína dauðadöpru kvalanótt. " Ég hygg, að þetta kvæði endurspegli ekki aðeins hug skáldsins heldur allrar þjóðarinnar á hinum uggvænlegu ófriðar- tímum. Mannaminni og tækifærisljóð skipa meira rúm í Solbráð en Sólstöfum. Þar eru nokkur vel boðleg kvæði um sveit- unga skáldsins og sýslunga, til dæmis Séra Sigtryggur, Björn á Núpi og Ríma um Kristján í Hjarðardal. Ljóðið Séra Sigtryggur má óefað telja merkast og samboðið hinum sérstæða kennimanni. Einna eftirtektarverðustu Ijóðin í Sólbráð eru líklega Séra Jon á Bægisá og Sighvatur Borgfirðingur. Þau virðast bæði prýðisvel ort, málið þróttmikið og auðugt og svipmót skáldsins og fræði- mannsins furðu skýr. Úr Joni á Bægisá eru þessi erindi : "Bjartur er enn um Bægisá bjarminn af sera Jóni. Hús voru þröng Oj* þökin lág, það var svo títt a Fróni. Kynlega dýrð úr kytru sá klerkurinn heimagróni. Málið á tungu litríkt lá, listin var gerð að þjóni. Tungunnar bar hann blóm og stál, blíður þeim helgu dómum. Alþýðumanns og Eddu sál ómuðu í sömu hljómum. Honum var Klopstocks kviða þjál, kveðin með Ijúflingsómum. Fléttaði hann í Miltons mál mikið af fslands blómum. " Séra Jón á Bægisá og þau Ijóð, er næst því standa að listátökum á máli og myndum, taka af öll tvímæli um hæfi- leika Guðmundar Inga til góðra afreka. IV. Það er þó ekki fyrr en með Sóldögg, þriðju og síðustu bók skáldsins, er út kom 1958, að Guðmundi Inga verður tafar- laust skipað í fremstu röð núlifandi Ijóð- skálda vorra. Sóldögg er tvímælalaust fullnaðarsigur skáldsins og efnd þeirra fyrirheita, sem gefin voru með Sólstöfum. Sóldögg var talin ein bezta Ijóðábók árs- ins 1958 af dómbærum mönnum og þótti að vonum sæta verulegum tíðindum. Þar er hvert Ijóðið öðru læsilegra. Skáldinu virðist aldrei hafa verið léttara um að yrkja. Ljóðin eru einföld og auð- skilin en jafnframt vel gerð. Vandbent er á tilgerð eða mælgi. Ljóðin í Sóldögg eru mjög margvís- leg að efni og vandgert upp á milli þeirra. Ég get þó ekki stillt mig um að benda á sveitalífsljóðin f fjárhúsi, Þegar hllðin fer að gróa og Hinn hvíta fögnuð, sem öll eru af því tagi, er Guðmundur Ingi getur einn gert. Björgunarmaður er mjög skemmtilegt kvæði og nýjung í Ijóðagerð höfundar. Á Kirkjubæjar- klaustri og Vestur-fsafjarðarsýsla eru haglega gerð og mikilúðleg að öllum bún- ingi. Sóldögg, Ég sá þig roðna og Hrafnaklukka minna mjög á Língresi og önnur þokkafull smáljoð úr fyrri bókum höfundar. Þannig mætti telja flestum kvæðunum eitthvað til ágætis. Ég mun þó ekki hætta á það, en láta mönnum eftir þá ánægju að kynna sér efni Sól- daggar af sjálfsdáðum. Grunntónn Soldaggar er hinn sami og fyrri bóka Guðmundar Inga : ást til alls, sem lifir. Hið jákvæða og heilbrigða viðhorf höfundarins til lífsins og tilver- unnar kemur glöggt í Ijós í Ijóði því, sem prentað er fremst í Sóldögg og nefnist yfirlit. Þar segir skáldið : "Batt ég við karla og konur kynni, sem styrkjast enn. Hvar sem ég gekk til húsa hitti ég góða menn. Mér hefur mannheimur verið mildur og ríkur í senn. " Frh. á bls. 60.

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.