Skólablaðið

Årgang

Skólablaðið - 01.11.1960, Side 27

Skólablaðið - 01.11.1960, Side 27
- 59 - er landslagið sérkennilega fallegt. Eftir 8 daga dvöl við Balaton í goðu yfir- læti yfirgáfum við þennan stórfenglega stað og tókum okkur á hendur fjögurra tíma ferð í lest til Budapest. Fyrsta daginn í höfuðborginni var helli- rigning.og fórum við því í bíó og gerð- um sitthvað fleira innandyra. Yið skoðuðum Safn fagurra lista, en það er stórt og veglegt.og hefur verið eytt miklum fjármunum í uppbyggingu þess eftir stríðið. Einnig skoðuðum við þjóðminjasafn og þjóðlegt listasafn, en Ungverjar hafa átt marga stórfenglega listamenn, t. d. á sviði málaralistar. Eitt sinn fórum við í ferðalag norð- ur að landamærum Tekkóslóvakíu, þar sem Doná ákvarðar landamærin. Á bakka árinnar stendur borgin Estergom, en hún var eitt sinn höfuðborg Ungverjalands. Við eyddum hluta úr degi í að skoða borgina, en hún er allmerkileg. Þar er listasafn, ævaforn kastali og mjög stór kirkja í rómönskum stíl. Að lokum stig- um við um borð í fljótaskipið Petöfi ( Petöfi var skáld á nítjándu öld ), og hófum ógleymanlega siglinjju niður ána til Búdapest. Á einum stað a leið þessari rennur Dóná í nokkurs konar gljúfri, og hefur komið til tals að reisa þar orku- ver, en vafasamt er að úr þeim fram- kvæmdum verði vegna flóðahættu, sem af því mundi stafa. Við Balatonvatnið höfðum við dvalið með nemendum og kennurum frá mennta- skóla einum í Búdapest, er nefnist Eötvös Gimnazium og væri ekki úr vegi að lýsa honum svolítið. Skólahúsið er gamalt og virðulegt, og stendur í mið- hluta borgarinnar. Þó virtust mér kennslutæki og húsgögn á alveg jafn hörmulegu stigi og í M. R. í skólanum eru um 1000 nemendur, og er honum skipt niður í stærðfræði- og máladeild á mjög líkan hátt og hér. Álíka margir nemendur eru í hvorri deild og hefur það ekki breytzt á undanförnum árum. Skólinn er 4 vetur, og sumarleyfi er aðeins í júlí og ágúst. Nemendur koma í skólann 15 ára, og taka stúdentspróf 18 ára. Námsgreinar skólans eru : Ungversk malfræði og saga, mannkyns- saga, rússneska, stærðfræði, eðlisfræði, stjörnufræði, efnafræði, landafræði, líf- fræði, sálfræði, rökfræði, listasaga, latína ( þýzka, enska eða franska ), söng- ur og leikfimi. í efnafræði er námsefnið talsvert meira en hér, listasaga er að- eins í máladeild. í máladeild verða nem- endur að taka latínu, en mega velja eitt af hinum þremur málunum ( þýzku, ensku og frönsku ). í stærðfræðideild mega nemendur velja einhver tvö af þessum fjórum málum. Einkunnagjafir eru frá núll og upp í fimm, en aðeins eru notað- ar heilu tölurnar. Daglegt líf nemenda virðist vera með nokkuð svipuðu sniði og hér, t. d. hafa þeir sinn "Skalla", sem er kaffihús og ber nafn, er nálgast mjög að vera "Rassi". Þeir fara í kvikmyndahús og á dansleiki. Eitt er þó talsvert frábrugð- ið, því sem við eigum að venjast, en það er hversu mjög íþróttir eru í háveg- um hafðar. Semdæmi má nefna, að litið > er á þá, sem valdir eru til Olympíuleik- anna, sem nokkurs konar þjóðhetjur. Nú fór að líða að því, að við hugs- uðum til heimferðar, og komumst við þá í kynni við þá hvumleiðu stofnun, er 'nefnist útlendingaeftirlit. Starfsmenn stofnunar þessarar virtust hafa mikla ánægju af sjálfsævisögum, og urðum við nokkrum sinnum að skrifa hana í stórum dráttum. Við kvöddum nú vini og kunningja í Búdapest og framundan var langt ferða- lag í lest. Ferðin gekk næstum því sam- kvæmt áætlun, og um kvöldið komum við til Prag. Þar urðum við alveg óvænt að skipta um vagn, og lentum nú í klefa með þremur dularfullum náungum, sem við giskuðum á að væru frá Búlgaríu. Náungar þessir voru í svo góðu skapi, að við gátum ekkert sofið um nóttina, og loks í Dresden fóru þeir úr, en þá var kominn morgunn. Til Berlínar komum við um klukkan hálf átta og fór þá lest þessi ekki lengra. Við fórum nú að at- huga með áframhald ferðarinnar, og komumst þá að þeirri leiðinlegu niður- stöðu, að lestin legði ekki af stað fyrr en klukkan ellefu um kvöldið. Þetta kom sér mjög illa, því að við áttum í sam- einingu aðeins fáein mörk, og var ekki árennilegt að eyða deginum þarna. Járnbrautarstöð þessi er í úthverfi borg- arinnar og þorðum við aldrei að fara lengra en svo, að við sæjum til stöðvar- innar. Nú var samþykkt, að eyða skyldi aleigunni í bjór, en lengst af sátum við dottandi einhvers staðar á bekk.

x

Skólablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.