Skólablaðið - 01.11.1960, Síða 28
- 60 -
Þegar dagur þessi var loks á enda
og brottfarartími lestarinnar nálgaðist,
komu ný vandamál til sögunnar. Það fór
að safnast ískyggilega margt íólk á braut-
arpall A. Nu leizt okkur ekki á blikuna,
ef við kæmamst ekki í þessa lest og
yrðum að biða heilan sólarhring að auki,
vissum við hreint ek'ki hvað til bragðs
skyldi taka. Lestin kom ekki fyrr en
þrem mínutum fyrir brottfarart'íma, og
varð því æðisgengínn troðningur. Við
brutumst um í þvögunni og stóðum mun
ver að vígi en keppinautar ok'kar, því
að fæstir þeirra höfðu nokkurn farangur.
Nu flautaði lestin og við voram enn á
brautarpallinums, en með sameiginlegu
átaki og íerðatöskurnar að vopni, tókst
okkur að troðast inn í yíirfullan vagn.
Eitthvað á þriðja klukkutíma þurftum við
að standa þarna í troðningrmm, en úr
því för íólkinu að fæ'kka og nokkru síðar
fengum við sæti. Er til Warnemunde
kom ok lestin um borð í ferju, er flutti
hana. beinustu leið til Danmerkur, og um
hádegi vorum við komnir til Kaupmanna-
haf nar.
Við þekktum ekki enn samgöngukerfi
borgarinnar og gengum því um hana
þvera og endilanga í leit að náttstað.
Um kvöldið komum við á "Nelluna", en
þar var mjög margt rslendírxga, því að
um þessar mundir var Gullíoss staddur
í borginni. Við áttum nu í miklu stríði
með að venja okkur af því Ijóta orð-
bragði, er við höfðum tamið okkur, en
það hafðist þó að lokum.
Við dvöldum þrjá sólarhringa í Kaup-
mannahöfn og kynntum o'kkur þessa
merku borg af aieflí, en þó fór svo, að
um hádegi sunnudaginn 7. ágúst lagðiís-
lenzk flugvél af stað frá Kastrupflugvelli,
og hafði hún okkur innanborðs. Flugvél
þessi hafði viðkomu 'í Oslo á ferð sinni
til Rey'kjavíkur.
GUÐMUNDUR I. KR......... frh. af bls. 57.
Þessi orð Guðmundar Inga koma ekki á
óvart vegna þess, að
"hvaða mál, sem manninn reynir
metur eðli hans og greinir,
vitum vér, að hjartahreini^'
hljóta að vera settir efst. "
Reykjavík, í október!960.
Guðjón Albertsson.
B LEKSLETTUR, frh. af bls, 42.
sannindi eru mörgum torskilin. Sérhver
maður, sem vill öðlast þekkingu í ein-
hverri grein, verður fyrst að þreifa fyrir
sér, fálma í myrkrinu, áður en hann eyg-
ir ljósið. Hver og einn verður að strita í
sveita síns andlitis fyrir þroska sínum og
þekkingu. Sé reynt með kjafti og klóm að
kæfa viðleitni æskunnar til s jálf smenntunar,
eru reistar hindranir á þróunarbraut mann-
kynsins.
Óbrotgjarnasti minnisvarði horfinna
kynslóða er list þeirra. Yfirburðir manns -
ins yfir öðrum dýrum eru fólgnir í list-
sköpun hans. Andi listarinnar dvelur í
brjósti sérhvers manns, en það eru því
miður ekki allir, sem gera sér grein fyrir
því. Við skulum hugleiða, að gleggsta
táknið um hrörnun þjóðar er hnignun listar-
innar og ásælni þegnanna í glauminn og
glysið. Þegar dvergarnir varpa löngum
skuggum er sólsetur í nánd. Að nefna
viðleitni til listkynningar og sjálfsþroska
"snobb" er líkt og ausa vatni á þroska-
kyndil mannsandans.
Listafélagið rann í haust af stokkun-
um með bókmenntakynningu x íþöku. Það
var ánægjulegt kvöld og menntaskólanemum
Frh. á bls. 62.
SKÓLABLAÐIÐ
Geiið út í Menntaskólanum í Reykjavík
Ritstjóri :
Einar Már Jonsson 5. -B
Ritstjórn :
Guðjón Albertsson 6. -B
Garðar Gíslason 5. -B
Baldur Símonarson 5. -X
Gunnar Sigurðsson 5. -X
Ólafur Gíslason 4. -X
Björn Bjarnason 3. -E
Auglýsingastjóri :
Erna Ragnarsdóttir 5. -A
Ábyrgðarmaður :
Guðni Guðmunds son.kennari
Forsíðumynd dró Ólafur Gíslason
og á hún að tákna listkynningu.
Aðrar myndir dró Ingimundur
Sveinsson, en ritnefnd annaðist
skreytingar.