Magni - 29.05.1971, Blaðsíða 7

Magni - 29.05.1971, Blaðsíða 7
Lp.ugardagur 29. maí 1971 M A G N I - Samvinnuskólinn. Framhald af bls. 4 sendiráðsins fyrir hæfni í þýzku. Svava Kristbjörg Guðmunds- dóttir, Höfn í Hornafirði, hlaut samvinnustyttuna fyrir kunn- áttu í samvinnusögu. Þá af- henti Atli Freyr Guðmundsson, formaður Nemendasambands Samvinnuskólans félagsstytt- una, sem er verðlaunagripur fyrir vel unnin félagsstörf. Hlaut hana Kristján Mikkelsen frá Selfossi. Guðmundi Jónasi Kristjáns- syni frá Flateyri, sem braut- skráðist úr 2. bekk, voru veitt sérstök verðlaun fyrir frábæra hetjudáð, sem hann hefur unn- 'ð í námi og starfi. Hann hefur yfirunnið mikla líkamlega bækl un og risið svo hátt yfir meðal- mennskuna, að helzt minnir á lífssigur Helenar Keller, eins og skólastjóri komst að orði. Sigurborg Þórarinsdóttir, skóladúxinn, hlaut sérstök verð laun fyrir frábæran námsár- angur. Nemendur fyrri árganga Sam vinnuskólans fjölmenntu mjög á uppsögnina, allt frá þeim, er útskrifuðust fyrir 40 árum, til þeirra, er brautskráðust fyrir 10 árum. Lilja Ólafsdóttir mælti fyrir munn 10 ára nem- enda og afhenti skólanum mál- verk eftir Sverri Haraldsson. Fyrir hönd 20 ára nemenda mælti Ásgeir Jóhannesson, for- stjóri, og færði skólanum ágæta bókagjöf. Björn Jónsson, fram kvæmdastjóri tók til máls fyrir 25 ára nemendur og færði skól- anum peningagjöf í Minningar- sjóð Jónasar Jónssonar og Guð- rúnar Stefánsdóttur. Karl Sveinsson tók til máls fyrir 30 ára nemendur og afhenti pen- ingagjöf í Minningarsjóð Jón- asar. Loks ávarpaði Harry Frederiksen skólann fyrir 40 ára nemendur og færði honum Guðbrandarbiblíu. Nokkrir heimamanna héldu að venju stuttar ræður við skólauppsögnina, fyrir hönd 1. bekkinga Björgólfur Þórðarson frá Akureyri, fyrir 2.-bekkinga Borgþór Arngrímsson frá Hornafirði, og af hálfu kennara talaði Sigurður Hreiðar. Að lokum ávarpaði skóla- stjóri brautskráða nemendur og flutti þeim þakkir og árnaðar- óskir og ræddi síðan um ný mál vísindi og framlag þeirra til þess að varpa ljósi á skapandi þátt mennskrar tilveru, er birt ist í tungumálinu, táknum þess og dýpri merkingu. Nemendakór skólans söng tví vegis á samkomunni undir stjórn Guðjóns Pálssonar, söngstjóra í Borgarnesi. Guðmundur Sveinsson, skóla stjóri, átti fimmtugsafmæli 28. apríl, og þann dag minntust nemendur skólans afmælisins með sameiginlegu borðhaldi, þar sem þeir afhentu honum að gjöf útskorna og silfurslegna hvaltönn, en starfsmenn skól- ans fyrr og síðar, afhentu hon- um skrifborð að gjöf. Guðmund ur tók hins vegar á móti gestum í Bifröst 2. maí og fagnaði þar vinum sínum, sem sóttu hann heim fjölmennir. Bárust honum þá góðar gjafir og heillaóskir. AKRANES! Aknmpdnaarl SIERA-ísskápar Fpmnp Skrúðgarðafræið er komið. l1 BluUIi Snígla-, fífla- og arfaeyðir. frystikistur Plöntusalan er að byrja á NILFISK-ryksugur gamla staðnum að Vesturg. 97. Búsáhöld Mikið úrval af pottablómum, afskornum blónium og alls konar Gjafavörur. gjafavörum. Valfell Blómabúðin Sími 1150. Skólabraut 30. — Sími 1301. Blekkingahróp V/^ct-UnHincrar Framhald af bls. 1. V CbLiCllUlIlgcll 1 Aflakóngar ó Vesturlandi 1971 Á Vesturlandi mega teljast 5 höfuðverstöðvar. Þorpin fjög- ur á Snæfellsnesi og Akranes. Allar eiga þessar verstöðvar sína aflakónga. Oft eru þetta sömu mennirnir ár eftir ár og svo er nú á ýmsum stöðum. Þeir eru nú sem hér segir: akranes Þar var Sigurborgin hæst með 604 tonn. Skipstjóri á henni er Þórður Guðjónsson. Rifshöfn. Skarðsvík er þar hæsti bátur- inn og er enn á veiðum. Er ekki vitað, hvenær hún tekur upp net sín. Afli hennar nú er 1080 tonn og er því lang hæsti bátur inn á Vesturlandi. Skipstjóri er Sigurður Kristjónsson. Þá skal þess getið, að einn bátur í Rifi hefur stundað línuveiðar í all an vetur og aflað 520 tonn, sem er óvenjulega gott. Er það Sax- hamar. Skipstjóri Sævar Frið- þjófsson. Fjórhagsáœtlun Framhala af bls. 4 Fjárhagsáætlunin var sam þykkt með samhljóða atkvæð- urn eftir all miklar umræður. Sjálfstæðismenn báru fram til- iögu um að lækka útsvörin um hr- 1 milljón, en hækka áætl- hnina um jöfnunarsjóð um kr. 1- milljón. Meirihlutinn taldi það ekki fært, þar sem áætlun- 'n um jöfnunarsjóð er byggð framlag sjóðsins verði kr. a áætlun frá ráðuneytinu um 2 300 á íbúa. Tillaga þessi skipt lr ekki heldur neinu máli, þar sem vanhaldsprósenta útsvar- anna getur ekki verið 2-4 millj. eftir því hvernig útsvörin koma ut við álagningu. Hún á að vera 5% en ekki yfir 10%. ÓLAFSVIK. Lárus Sveinsson er þar hæst- ur með 717 tonn. Skipstjóri er Guðmundur Kristjónsson, en hann er bróðir skipstjórans á Skarðsvíkinni. GRUNDABFJÖKÐUR. Mestan afla þar hefur Siglu- nesið, 560 tonn. Skipstjóri Garðar Gunnarsson. Að undan- förnu hafa 3 bátar stundað rækjuveiðar og er afli þeirra þessi: Haraldur 60 tonn, Is lendingur 20 tonn og Margrét Helgadóttir 15 tonn. Eru þeir enn á veiðum og munu halda þeim áfram að öllu óbreyttu. STYKKISHÓLMUR. Þar var Þórsnesið hæst með 550 tonn. Skipstjóri Ó. Jóns- son. Rcekjuveiðin í Grundarfirði Eins og fram kemur á öðrum stað stunda 3 bátar rækjuveið- ar í Grundarfirði og hafa lagt á land um 100 tonn af rækju, sem unnin er í Fiskverkunarstöð Sófaníusar Cesilssonar og hjá Júlíusi Gestssyni. Hefur veiði þessi skapað mjög mikilsverða atvinnu í Grundarfirði. Megnið af henni er flutt út af sjávar- afurðadeild S.Í.S. Júlíus Gestsson hefur nýlega fest kaup á rækjupillunarvél frá Danmörku, sem tekin hef- ur verið í notkun. Virðist hun skila góðum afkötum og ágætri nýtingu. Benedikt Gröndal Vestlending- um sem öðrum landsmönnum, og fyrir það mun hann hljóta verðugan dóm Snæfellinga sem annarra. Hér framar er birt í ramma upphaf landhelgistillögu stjórn- arandstöðunnar á Alþingi, þar sem ljóst kemur fram, að kjarni hennar er útfærsla ,,til endi- marka landgrunnsins" og 50 míl urnar nefndar sem næsta skref. Af hverju láta menn eins og Benedikt Gröndal leiðast til slikra blekkinga í málflutningi, >ótt að þeim kreppi? Halda þeir, og treysta þeir því, að kjósendur séu ekki læsir á þingskjöl. Benedikt væri nær að rifja upp tillögu síns eigin flokks í utanríkisnefnd í vetur, en þar birtist stefna hans og flokks- ins ómenguð. Kjarni hennar er| sá, að unnið verði áfram eins og hingað til að því að afla viðurkenningar annarra þjóða á rétti Islands til yfirráða á landgrunninu. Sem sagt að halda áfram að gera ekki neitt eins og allan síðasta áratug. Nemenda tónleikar xB Tónlistarskólinn á Akra- nesi hélt nemendatónleika í Bíóliöllinni á Akranesi 8. maí sl. Hefur skólinn jafnan haldið slíka tónleika í lok starfsársins, en skólanum var að þessu sinni sagt upp I Akraneskirkju 12. maí sl. Nemendatónleikamir voru ákaflega fjölbreyttir og tóku um 75 börn þátt í þeim, en neinendur skólans á sl. vetri voru með lang flesta móti, eða alls 170. Þama var kór- söngur, lúðrasveit lék, fjöldi barna lék á píanó, fiðlu, blokk flautu og ýms önnur blásturs hlðfæri. Var þetta ýmist ein- leikur eða samleikur tveggja eða fleiri barna. Aldursmun- ur var mikill eða frá 6-15 ára. Var mjög ánægjulegt að sjá börnin koma fram og heyra kunnáttu þeirra, ekki sízt þeirra yngstu. Aldrei er að vita, hvar hæfileikar snillingsins kunna að leyn- ast. Lúðrasveitin vakti mikla athygli og varð að endurtaka mörg lög. I heild vom nemendatón- leikamir hinir ánægjuiegustu og báru vitni um fjölbreytt og mikið starf, sem fer fram í Tónlistarskóla Akraness, sem í vetur hefur verið skipt í 5 deildir, eftir tónlistagrein- um. Við skólann starfa 8 8 kennarar, auk skólastjór- ans, Hauks Guðlaugssonar. Fjölbreytt úrval af gluggat j aldaef num, þykkum og þunnum, breidd 1,20 — 1,30 — 1,50 og 1,70 Stórisefni með blúndu eða blýþræði, breidd ,90 — 1,20 — 1,45 — 1,50 — 1,75 — 2,00 — 2,50 m. Gjörið svo vel að líta inn. Hannyrðabúðin sf. Kirkjubraut 6. Simi 1350. Handavinnusynmg Laugardaginn 8. maí — sem var einn fegursti dagur vorsins og er þá mikið sagt — hélt bamaskólinn á Akra- nesi sýningu á handavinnu nemenda, ennfremur teikn- ingum og vinnubókum. Marg- ar stofur skólans voru prýdd- ar með hinum fjölbreyttustu verkefnum og ennfremur gangar á báðum hæðum. Handavinnan var að vanda mjög fjölbreytt. Eftir stúik- umar flosuð teppi — bæði á gólf og veggi — klukkustreng ir, koddaver og margvísleg- ur saumaskapur annar. Eft- ir piltana liillur, kökubakk- ar, sleifar, borðlampar og margir smá hlutir. Almennt sýndi handavinnan mikla f jöl breytni og gott handbragð hinna mörgu ungu nemenda. Teikningar skólans vora mjög umfangsmiklar. Þetta er þriðji veturinn, sem teikni kennari skólans — Hjálmar Þorsteinsson — lætur nokk- ur börn vinna saman að stór um myndum gerðum á maskínupappír með olíukrít. Myndir þessar vöktu mikla athygli í fyrra og fengu 1 og 2. verðlaun hjá Tómstunda þætti bama hjá ríkisútvarp- inu, auk margra annarra viðurkenninga, eins og áður hefur verið sagt frá. Margar hiiðstæðar myndir hafa verið gerðar í vetur og auk þess venjulegar teikningar gerðar með vatnslitum og krítarlit- um. Þá var sýnt mikið safn vinnubóka úr öllum bekkjum skólans, sem bám vott um hugkvæmni, snyrtimennsku og handlagni nemendanna. Sýningin var fjölsótt að vanda, enda eðlilegt að for- eldrar vilji kynna sér þann þátt í störfum skólans, sem skýrt kemur fram í sýningu þessari. Skemmti- Samkomur Framsóknarmenn munu halda tvær samkomur um helgina eftir hvítasunnu. Hin fyrri verður í Dalabúð í Búð- ardal laugardaginn 5. júní en hin síðari í Logalandi sunnudaginn 6. júní. Á sam- komunum verður dansleikur, og þjóðlagatríó skemmtir. Dvalarheimilið Fullur undirbúningur er nú hafinn að byggingu dvalar- heimilis fyrir aldraða á Akræ- nesi. Á bæjarstjómarfundi 5. febr. sl. var kjörin 7 manna undirbúnings- og byggingar- nefnd. Kosnir voru í nefnd- ina: Björn H. Björnsson, Bragi Níelsson, Jóhannes Ingibjartsson, Kristján Krist jánsson, Sigríkur Sigríksson, Jónína Bjarnadóttir eftir til nefningu Kvenfélags Akra- ness og Árni Ingvarsson eftir tilnefningu. samtaka. sjó- manna á Akranesi. Nefndin hefur þegar haldið nokkra fundi og skoðað ýms dvaiarheimili, t.d. í Reykja- vík, Hveragerði og Borgar- nesi. Það er gert ráð fyrir því, að hún gangi frá frum- tillögum sínum um stærð og fyrirkomulag í næsta mán- uði. Eftir það ætti vinna við teikningar að geta hafizt. Fyrir máli þessu er mjög almennur áhugi á Akranesi og einnig hafa hrepparnir í Borgarfjarðarsýslu — sunn- an Skarðsheiðar — látið það koma fram, að þeir vilji vera aðilar að framkvæmd þess- ari og er ekki annað vitað en því verði vel tekið, enda um mjög samfellda byggð að ræða.

x

Magni

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Magni
https://timarit.is/publication/789

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.