Morgunblaðið - 28.12.2009, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 28.12.2009, Qupperneq 8
8 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 28. DESEMBER 2009 Eftir Önnu Sigríði Einarsdóttur annaei@mbl.is 16.160 MANNS voru á atvinnuleysis- skrá 23. desember sl. og telur Vinnu- málastofnun útlit fyrir að atvinnu- leysi í desember mælist 8,4% að jafnaði. Í nóvember mældist atvinnu- leysi 8% og hefur þróunin verið svip- uð það sem af er desember. Þótt atvinnuleysi hafi ekki náð sömu hæðum og í apríl er það mæld- ist 9,1% hefur það engu að síður farið vaxandi á haustmánuðum. Jafnt ASÍ sem Vinnumálastofnun gera ráð fyrir að atvinnulausum fjölgi enn frekar á næsta ári. Búast megi við að atvinnu- leysi fari yfir 10% á næstu mánuðum og að aukningin verði hraðari í janúar og febrúar en hún hefur verið undan- farið. Þar komi til samdráttur í versl- un eftir jólin, minna sé um að vera í ferðaþjónustu á þeim árstíma og um- svif í byggingariðnaði séu í lágmarki. Ekkert bendir þó til stórfelldrar upp- sagnahrinu á tímabilinu samkvæmt upplýsingum frá Karli Sigðurðssyni, sviðsstjóra vinnumálasviðs Vinnu- málastofnunar. Fáar hópuppsagnir eigi einnig að koma til framkvæmda næstu mánuði. Í fréttabréfi ASÍ frá því um miðjan mánuðinn eru þó leidd- ar líkur að því að hugsanlega sé at- vinnulífið nú að ganga inn í erfiðasta tímabil kreppunnar og spáir hagdeild sambandsins því að atvinnuástandið verði hvað verst á árunum 2010 og 2011. Verði hátt í 10.000 Atvinnuleysi hefur aukist meira á landsbyggðinni en á höfðuborgar- svæðinu síðustu vikur og segir Vinnu- málastofnun það í takt við hefð- bundna þróun. Ljóst þykir einnig að langtíma- atvinnulausum mun fjölga á komandi mánuðum. Í lok síðasta mánaðar höfðu 7.400 manns verið atvinnulaus- ir í sex mánuði eða lengur og höfðu um 2.500 af þeim hópi verið atvinnu- lausir í ár eða lengur. Verði ekki mik- ið um ráðningar úr röðum þeirra sem hafa verið á skrá í lengri tíma reikn- ast Vinnumálastofnun til að langtíma- atvinnulausir verði orðnir hátt í 10.000 undir vorið. Hátt í 5.000 manns kunna þá að hafa verið atvinnulausir í ár eða lengur. Staða fólks yfir 55 ára erfið Búast má við að hlutfall eldra fólks í hópi þeirra sem hafa verið atvinnu- lausir um lengri tíma fari vaxandi. Enda reynist eldra fólki, sem missir vinnuna, oft erfiðara að fá vinnu aftur en þeim sem yngri eru. Staða þessa aldurshóps hefur líka farið versnandi það sem af er hausti og tók raunar að versna þegar í ágúst, þótt atvinnu- leysi hafi almennt ekki tekið að aukast á ný eftir sumarið fyrr en í október. Nóvember er líka sá mánuður þar sem hvað mest atvinnuleysi mældist hjá fólki yfir 55 ára aldri, á meðan hæsta hlutfall atvinnuleysis á þessu ári mældist á tímabilinu mars til maí hjá öðrum aldurshópum. „Í byrjun hrunsins misstu þeir fyrst vinnuna sem höfðu minnstu ráðningarfestuna,“ segir Margrét Gunnarsdóttir, sérfræðingur hjá Vinnumálastofnun. Þetta eigi gjarnan við um yngra fólk, enda hafi þeir sem eldri eru oft unnið lengur á sama stað og séu með lengri uppsagnarfrest. „Þegar líður á fer eldra fólkið hins vegar líka að missa vinnuna og al- mennt reynist þessum hópi mun erf- iðara að fá vinnu aftur.“ Því megi gera ráð fyrir að hlutfall þessa hóps eigi eftir að aukast meðal langtíma- atvinnulausra. Sé fólk síðan komið yfir sextugt reynist því mjög erfitt að komast aft- ur af atvinnuleysisskrá. Þetta segir Margrét vinnumiðlun Vinnumála- stofnunar staðfesta. Ýmis úrræði og virkniaðgerðir séu engu að síður í boði. „Síðan má ekki gleyma því að mun fleiri ráðningar eiga sér stað í gegnum tengslanet einstaklingsins en vegna auglýstra starfa.“ Talið að atvinnulausum fjölgi hraðar í janúar og febrúar  Tala langtímaatvinnulausra talin ná 10.000 á næsta ári  Erfitt getur verið að komast inn á vinnumarkaðinn á ný eftir sextugt Atvinnuleysi á Íslandi 24.000 20.000 16.000 12.000 8.000 4.000 0 Maí ‘09 Jún ‘09 Júl ‘09 Ágú ‘09 Sep ‘09 Okt ‘09 Nóv ‘09 Des ‘09 Jan ‘09 Feb ‘09 Mar ‘09 Apr ‘09 Maí ‘09 Jún ‘09 Júl ‘09 Lengur en eitt ár 9 mán. til eitt ár 6-9 mánuðir 3-6 mánuðir 0-3 mánuðir Lengd atvinnuleysis Atvinnuleysi eftir svæðum Höfuðb.sv. Vesturland Vestfirðir Norð. vestra Norð. eystra Austurland Suðurland Suðurnes 8,7 5,8 2,8 3,2 6,8 3,6 5,2 13 0% 5% 10% 15% Nóv. 2008 Nóv. 2009 *Atvinnuleysisspáin tekur ekki með í reikningin takmarkanir á bótarétti sem fylgt geta nýjum lagabreytingum. Morgunblaðið/Ómar Framkvæmdir Umsvif í bygging- ariðnaði eru nú í lágmarki. Mikil áhersla hefur verið lögð á vandamálin sem langtíma- atvinnuleysi yngra fólks skapar. Hætta er því á að eldra fólk í sömu sporum verði útundan. Þetta er mat Ingunnar Þorsteins- dóttur, hagfræðings hjá ASÍ. „Sagan hefur sýnt að þeim sem eru komnir yfir miðjan aldur hættir við að festast á atvinnu- leysisskrá,“ segir hún og kveður þetta oft hlutfallslega stóran hóp þeirra sem hafa verið atvinnu- lausir um lengri tíma. Eldra fólkið geti átt erfiðara með að fóta sig í nýjum störfum, þetta sé oft fólk sem hafi litla menntun og hafi verið í láglauna- störfum. Fordómar atvinnurek- enda hafi einnig sitt að segja. „Þetta er kynslóðin sem er alin upp við það að vinna sé dyggð og þegar slíkur einstaklingur lendir í því að vera sagt upp, jafnvel án nokkurrar ástæðu, er bú- ið að brjóta hann niður og því getur hann átt erfitt með að fóta sig á ný,“ segir Ingunn. Verðmæti sem glatast Mikilvægt sé að fólk leiti sér stuðnings, jafnvel þótt álag á vinnumiðlunum sé mikið um þessar mundir. Rati þessi hópur ekki inn á vinnumarkaðinn á ný glatist ákveðin verðmæti. „Það eru verðmæti sem felast í þekk- ingu þeirra og reynslu.“ Áhyggjuefni ef hópurinn verður útundan Eftir Hlyn Orra Stefánsson hlynurorri@mbl.is MEÐAL fjölmargra frumvarpa sem samþykkt voru rétt fyrir jól er frumvarp til laga um stuðning við nýsköpunarfyrirtæki. Lítið fór fyrir frumvarpinu, sem líklega stafar af því að ágæt sátt var milli ríkisstjórnar og stjórnar- andstöðu um málið. Lögunum má skipta í tvennt. Annars vegar geta nýsköpunarfyrirtæki sem hafa fengið staðfestingu Rannsóknarmiðstöðvar Íslands (Rannís) öðlast rétt til sérstaks frádráttar frá álögðum tekjuskatti. Nemur frádrátturinn 15% af útlögðum kostnaði vegna rannsóknar- og þróunarverkefna upp að 50 milljónum. Hins vegar geta einstaklingar og lögaðilar, sem festa kaup á nýju hlutafé í samþykktum nýsköpunarfyrirtækjum, dregið kaupverðið frá skattskyldum tekjum. Frádrátturinn getur aldrei orðið hærri en 300.000 krónur hjá ein- staklingum og 15 milljónir hjá lögaðilum. Fyrirtæki þarf að uppfylla ýmis skilyrði til að hljóta staðfestingu Rannís sem nýsköp- unarfyrirtæki. Til að öðlast rétt til skattafrá- dráttar þarf fyrirtæki m.a. að verja a.m.k. 5 milljónum til rannsókna og þróunar næsta árið. Mikilvægar skilgreiningar Mikið veltur því á hvort fyrirtæki eru álitin stunda rannsóknir og þróunarvinnu. Rann- sóknir eru samkvæmt lögunum tilraunir eða fræðileg vinna innt af hendi til að afla undir- stöðuþekkingar, en þróun er skilin sem kerf- isbundin vinna sem byggist á fyrirliggjandi þekkingu og miðar að því að framleiða ný efni, vörur og tæki. Til að fjárfesting í fyrirtæki veiti kaupanda skattaafslátt þarf fyrirtækið einnig að uppfylla ýmis skilyrði, svo sem að það hafi undanfarið varið a.m.k. 1,5% af rekstrarkostnaði til rann- sókna og þróunar. Einnig þarf upplýsingagjöf þess til fjárfesta að vera tryggð. Bæði Alþýðusamband Íslands og Samtök iðnaðarins hafa fagnað lögunum og telja þau mikilvæg til að stuðla að nýsköpun í landinu. Andri Heiðar Kristinsson framkvæmda- stjóri nýsköpunar- og frumkvöðlasetursins Innovit, segir mikilvægt skref hafa verið tekið í þessum efnum. Hins vegar telur hann nokkra galla vera á lögunum. Hækka þarf hámarkið Til dæmis þyrftu áðurnefndar hámarks- fjárhæðir, sem einstaklingar og fyrirtæki geta vegna fjárfestingar í nýsköpunarfyrirtækjum dregið frá skattskyldum tekjum, að vera hærri til að um sé að ræða raunverulega hvatningu. Þá er það galli á lögunum að þau leyfa ekki skattafrádrátt vegna kaupa í sjóðum sem fjár- festa í nýsköpunarfyrirtækjum, segir Andri. Hann bendir á að fjárfesting í gegnum sjóði dreifi áhættu fjárfesta og geti auk þess komið í veg fyrir að fyrirtækin sitji uppi með marga smáhluthafa með tilheyrandi flækjum. Í meirihlutaáliti efnahags- og skattanefndar segir að fallið hafi verið frá því að skattaafslátt- urinn nái til fjárfestingar í sjóðum sökum þess að skattaeftirlitið væri ekki undir það búið. Loks telur Andri að skilgreiningar hefðu mátt vera skýrari í lögunum, enda velti það hvort fyrirtæki teljist stunda rannsóknir, þró- un og nýsköpun að talsverðu leyti á huglægu mati starfsmanna Rannís. Æskilegt hefði verið að skilgreiningarnar væru nægilega skýrar til að t.d. löggiltir endurskoðendur gætu metið hvort fyrirtæki ætti rétt á stuðningnum.  Skattaívilnunum ætlað að hvetja til rannsókna og þróunar  Stuðningurinn gæti numið 1.300 til 1.600 milljónum á ári  Innovit telur að leyfa ætti fjárfestingar í gegnum sjóði og hækka hámarkið Samstaða um nýsköpunarlög Almenn ánægja er með nýsamþykkt ný- sköpunarlög. Lögin kveða á um skattaaf- slátt til handa nýsköpunarfyrirtækjum og þeim sem fjárfesta í slíkum fyrirtækjum, og er markmið laganna að hvetja til rann- sóknar- og þróunarstarfs í landinu. Í HNOTSKURN » Nýsköpunarfyrirtæki og þeir semfjáfesta í slíkum fyrirtæki fá sam- kvæmt lögunum skattaívilnanir. » Kostnaður hins opinbera vegnaþessa gæti samkvæmt athugasemd- um við frumvarpið numið 1.300 til 1.600 milljónum árlega. » Nái lögin tilætluðum árangri munuþó á móti koma nýjar skatttekjur vegna aukinna umsvifa í nýsköpun.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.