Morgunblaðið - 28.12.2009, Side 12

Morgunblaðið - 28.12.2009, Side 12
12 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 28. DESEMBER 2009 Eftir Helga Bjarnason helgi@mbl.is RÆKTUN á bláskel getur skilað 1.500 tonna framleiðslu á næstu árum og 6.000 tonnum eftir sex ár. Til að það megi verða þurfa ræktunarmenn að spýta í lófana. Bláskelin er eftir- sótt á Evrópumarkaði og þessi fram- leiðsla gæti skilað tveimur millj- örðum í útflutningstekjur á ári og skapað 175 störf við ræktun og full- vinnslu. Sautján fyrirtæki stunda bláskelja- rækt hér við land. Flest eru að stíga fyrstu skrefin, önnur eru tilbúin til að fara út í alvöru framleiðslu og eitt fyr- irtæki hefur lokið fullri fjármögnum og hafið útflutning. Fyrirtækin sautján sem mynda hagsmunasam- tökin Skelrækt eru með lirfusöfnun og ræktun um allt land, þó ekki við suðurströndina. Þau minnstu er með eina línu við lirfusöfnun en það stærsta með 3.500 ræktunarsokka fulla af skel í áframræktun. Enginn fóðurkostnaður Skelræktarmenn eru samtals með 175 línur í sjó og hver lína er 200 metra löng. Tveir kílómetrar af þræði til að safna lirfu eða ræktunarsokkum er á hverri línu, samtals 350 kílómetr- ar. Þessi aðstaða getur gefið af sér um 600 tonna framleiðslu á ári, að sögn Jóns Páls Baldvinssonar, ritara Skelræktar. Í stefnumótun í bláskeljarækt, sem Atvinnuþróunarfélag Vestfjarða hef- ur gert fyrir Skelrækt, kemur fram að verði rétt haldið á spilunum við uppbyggingu geti þessi atvinnugrein framleitt alls um 1.500 tonn á næstu þremur til fjórum árum. Þá er áætlað að árleg framleiðsla verði orðin 6.000 tonn árið 2015 og að það skapi allt að 175 ársverk í framleiðslu og full- vinnslu afurða. Árlegar útflutnings- tekjur verði þá tveir milljarðar kr. Þetta eru framtíðardraumarnir. En hversu raunhæfir eru þeir? „Guð- rún Þórarinsdóttir fór vísindalega yf- ir þetta þegar hún lauk meist- araritgerð sinni fyrir tólf árum. Niðurstöður hennar sýna að hægt er að safna kræklingi hér við land á einu ári og rækta hann í uppskerustærð á tveimur árum, alveg eins og í ná- grannalöndunum,“ segir Jón Páll. Hann vekur athygli á því að grund- vallarmunur sé á ræktun í sjó og eldi. Ekki þurfi að fóðra skelina og það dragi mjög úr rekstrarkostnaði. „Kræklingarækt hefur verið í hæg- fara þróun en er nú að komast á skrið. Lengst er þróunin komin hjá Norðurskel í Hrísey og við hinir njót- um góðs af því,“ segir hann. Norðurskel er eina fyrirtækið sem hefur komið sér upp aðstöðu til full- vinnslu í neytendaumbúðir og hafið útflutning á heilli, lifandi skel. Jón Páll segir að önnur fyrirtæki þurfi slíka aðstöðu þegar framleiðslan eykst og telur ekki ólíklegt að þau muni taka sig saman um vinnsluna. Þurfa að fjármagna sig Tiltölulega ódýrt er að koma upp kræklingarækt en til þess þarf nokkra þekkingu. Menn hafa þó gjarnan farið af stað í bjartsýni og rekið sig svo á. Kostnaðurinn reynist oft meiri en reiknað var með. Eigi að síður er kostnaður við að búa til hvert starf mun minni í kræklingarækt en í mörgu öðru, að sögn Jóns. „Þetta er nokkuð jöfn og örugg framleiðsla og ekki von á sömu áföllum og í fiskeldi,“ segir Jón Páll. Nú er komið að ákveðnum tíma- mótum hjá brautryðjendunum. Þeir eru búnir að fara í gegnum lirfusöfn- un og ræktun í smáum stíl og þurfa að taka næsta skref. „Menn hafa ver- ið að fjármagna uppbygginguna úr eigin vasa, lagt í þetta nokkrar millj- ónir. Nú eru þeir að velta framtíðinni fyrir sér, hvort þeir eigi að fá fjár- mögnun og láta fyrirtækið að miklu leyti frá sér eða halda áfram í baslinu og byggja þetta hægt og rólega upp. Til þess að útflutningur hefjist að ein- hverju marki þarf að fjármagna fleiri fyrirtæki til fulls,“ segir hann. Tekur Jón Páll fram að þótt menn gjarnan vildu hafi þeir ekki haft greiðan að- gang að fjármagni að undanförnu, ekki frekar en annar atvinnurekstur. Eftirsótt vara í Evrópu Nægur markaður er fyrir góða bláskel frá Íslandi og hefur lengi ver- ið. Af umhverfisástæðum hefur dreg- ið úr framleiðslu í Evrópu og mark- aðurinn hrópar á meiri framleiðslu. Heimsframleiðsla á kræklingi er um tvær milljónir tonna. Jón Páll segir að besti hluti markaðarins í Evrópu, sem íslenskir ræktendur horfi einkum til, sé áætlaður um 350 þúsund tonn. Hann taki við heilli, lif- andi bláskel frá Íslandi á góðu verði. Bláskel ræktuð fyrir milljarða Bláskeljarækt Feðgarnir Gylfi Rúnarsson og Sandri Freyr Gylfason eru í hópi bláskeljaræktenda.  Sautján fyrirtæki hér á landi með kræklingarækt á ýmsum stigum  Getur gefið af sér um 600 tonna framleiðslu á ári  Eitt fyrirtækjanna fullvinnur lifandi, heila skel og flytur til Evrópu Í HNOTSKURN »Bláskeljalirfum er safnað íjúlímánuði. Þær svífa um sjóinn og einhver hluti þeirra festist á línur skelræktar- manna. »Eftir ár í sjónum er smá-skelin sett í ræktunar- sokka sem hengdir eru á línur úti á sjó. »Bláskelin nær 45 til 65 mmlengd eftir um það bil 26 mánuði og þá er komið að upp- skeru. „Ræktunin er spennandi viðfangsefni fyrir líffræðing og ofboðslega góður matur sem ég kann að meta sem matgæðingur,“ segir Jón Páll Baldvinsson, líf- fræðingur og ritari Skelræktar. Hann á aðild að tveim- ur kræklingafyrirtækjum, í Hvalfirði og Breiðafirði. „Þetta er vistvæn framleiðsla sem útheimtir hvorki lyfjagjöf né kynbætur. Maður er að nýta dýrategund sem fyrirfinnst í náttúrunni og bæta við búsvæði hennar þannig að fleiri dýr komist á legg,“ segir Jón Páll þegar hann er spurður að því hvað veki áhuga hans við þessa framleiðslu. Spennandi fyrir líffræðing og matgæðing Jón Baldvinsson Gæði og gott vatn eru helstu ástæður þeirra vinsælda sem íslenski bjórinn nýtur hjá land- anum að mati Agnesar Sigurð- ardóttur, sem stofnaði Brugg- smiðjuna Árskógsströnd ásamt manni sínum Ólafi Þresti Ólafssyni. „Það eru fyrst og fremst gæðin og svo okkar gríðarlega góða vatn,“ segir Agnes. „Ann- ars held ég að í dag sé fólk líka meðvitað um að velja ís- lenskt,“ bætir hún við. Aukin sala hefur líka verið í bjórnum frá Bruggsmiðjunni eftir bankahrunið, þótt 0,3% sam- dráttur kunni að vera í heildar- bjórsölu fyrstu 11 mánuði þess árs. Framleiðslugeta Bruggsmiðj- unnar er 500.000 lítrar á ári, en fyrirtæki var „fyrsta litla brugghúsið“ hér á landi, eins og hún bendir á, og í upphafi var framleiðslugetan, árið 2006, 170.000 lítrar. „Það hreinlega rennur allt út núna,“ segir Agnes. „Rennur allt út“ FRÉTTASKÝRING Eftir Önnu Sigríði Einarsdóttur annaei@mbl.is VERULEGUR vöxtur hefur verið í framleiðslu á innlendum bjór und- anfarin ár. Brugghús á borð við Bruggsmiðjuna á Árskógsströnd, Ölvisholt og Mjöð hafa aukið umtals- vert bjórúrvalið sem fyrir var hjá stóru framleiðendunum Ölgerðinni og Vífilfelli. Frá 2004 hefur sala á bjór aukist um 4,3-8,1% á ári samkvæmt upplýs- ingum frá ÁTVR, þó árið í ár virðist geta orðið undantekning þar á – a.m.k. var sala á bjór 0,3% minni á tímabilinu janúar til nóvember en árið á undan. Heildarsamdráttur í sölu áfengis á tímabilinu var hins vegar 1,8%. Árið 2008 voru 20.381.000 lítrar af áfengi seldir hér á landi. Þar af voru lítrarnir af bjór 15.889.000 talsins, sem svarar til 78% af heildarsölu áfengis í landinu. Það prósentuhlut- fall hefur haldist nokkuð stöðugt frá 2004 og er því ekki hægt að álykta annað en að bjórframleiðendur veðji á réttan hest. Þegar úrval þess bjórs sem hér er á markaði er skoðað sést að hlutfall íslenska bjórsins er 30-40% vörunúm- era. Hver eining hefur sitt númer, sama tegund seld á flösku og í tveim- ur dósastærðum hefur þannig þrjú númer. Íslensku vörunúmerin sl. ár hafa að jafnaði verið 40-50 og bendir óformleg könnun á vefsíðu ÁTVR til þess að að baki þeim númerum séu 30 alíslenskar tegundir, og er jólabjór- inn vissulega hluti af þeim. Raunar er bjór frá Carlsberg og Tuborg einnig flokkaður sem íslenskur og bætast þá við þrjár tegundir. Meðvitaðir um að velja íslenskt Séu magntölur skoðaðar sést að þó íslensku vörunúmerin séu innan við helmingur heildarfjölda er salan mun meiri. Árið 2008 voru 68% af seldum bjór íslensk og hefur hlutfall inn- lendra framleiðenda á markaðnum vaxið jafnt og þétt frá 1998 er það var 52%. Raunar hefur hlutfallið ekki far- ið niður fyrir 50% frá því að bjórinn var leyfður ef frá eru talin árin 1990 og 1991 er það var 44% og 46%. Þess ber þó að geta að í sölutölum ÁTVR var bjór skilgreindur íslenskur ef hann var átappaður hér á landi, en að sögn Einars S. Einarssonar, fram- kvæmdastjóra sölu- og fram- kvæmdasviðs ÁTVR, virðist bjór ekki lengur vera fluttur inn til átöppunar. Þó tölur um hlutfall íslenskrar bjórsölu liggi ekki fyrir fyrir árið 2009 má telja nokkuð líklegt að hlutur innlendra framleiðanda á markað- inum hafi vaxið enn frekar. Júlíus Steinarsson, vínráðgjafi í Heiðrúnu, telur slíkt a.m.k. ekki ólíklegt. „Mað- ur hefur það á tilfinningunni, þó ég hafi svo sem ekkert mælanlegt í höndunum, að flestir reyni að velja jafn mikið íslenskt og hægt er,“ segir hann. Fólk hafi orð á því við inn- kaupin. „Það sama á við um fyrirtæki og stofnanir, þegar þau kaupa inn fyrir veislur eru þau líka gjarnan með íslenskt á boðstólum.“ Landinn reynir að velja íslenskt Sala á innlendum bjór hefur vax- ið jafnt og þétt sl. 11 ár og eru nú tæp 70% af þeim bjór sem seld- ur er hér á landi íslensk. Sala á bjór Ár Heilarsala Breyting í % Bjór, Breyting í % Hlutfall áfengis, þús. lítra bjórs af þús. lítra heildarsölu 2004 15.944 12.345 77,4% 2005 17.245 8,2% 13.340 8,1% 77,4% 2006 18.464 7,1% 14.409 8,0% 78,0% 2007 19.555 5,9% 15.227 5,7% 77,9% 2008 20.381 4,2% 15.889 4,3% 78,0% Sala á innlendum og erlendum bjór 80% 70% 60% 50% 40% 30% 20% 10% 0% 1997 1998 1999 2000 2001 2002 2003 2004 2005 2006 2007 2008 68% 32% 53% Innlendur bjór Erlendur bjór 47%

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.