Ísfirðingur - 21.09.1949, Síða 2

Ísfirðingur - 21.09.1949, Síða 2
2 ISFIRÐINGUR Krukkspár og kosníngafleipur. Hvaða flokkur hefir helzt skilyrði til fylgisaukningar ? Hver vann aukakosninguna 1947? I hvert skipti og alþingis- kosningar standa fyi’ir dyrum, taka hinir og þessir ritgemsar sér fyrir hendur að segja fyr- ir um úrslit kosninganna. Fara þeir þá jafnan með staðlausar fullyrðingar, ef tak- ast mætti að lokka auðtrúa menn til fylgis við flokk sinn. Þeir treysta því, að þótt mál- staðurinn sé fráleitur þá muni ýmsir kjósa að halla sér að þeini flokki, sem möguleika hafi til meirihlutavalds. — Sumar fullyrðingarnar eru þó svo fráleitar, að þær tæla vart hinn óupplýstasta kj ósanda. Svo er til dæmis skrummælgi Sj álfstæðismanna um vaxandi fylgi flokksins, og jafnvel full- yrðingar sumra kosningasnata þeirra um að vonir standi til að flokkurinn nái meirihluta- í komandi þingkosningum! Ef þetta stæði til, mætti rnáske spyrja, hversvegna hug- ir kjósenda hefðu hneigst svo óðfluga í þessa átt á örskömm- um tírna? Væri það fyrir viturlega fjár málastjórn? röggsemi fjár- málaráðherra ? eða ágæta stjórn innflutnings- og verzl- unarmálanna? Það er nefnilega óstjórnin á þessuin málum, sem nú þjáir þjóðina mest, og allir eru sam- mála um að fordæma. Sjálf- stæðisflokkurinn fer með fjár- málastjóruina, og á ábyrgð þess flokks er afgreiðsla fjár- laganna, svo féleg sem hún er _ rúmum fimm mánuðum eft- ir að fjárlagaárið byrjaði. Það út af fyrir sig er algert eins- dæmi, og tíðkast ekki í neinu öðru þingræðislandi veraldar- innar. Slikt hefir heldur ekki skeð á íslandi fyrr en Sjálf- stæðisflokkurinn tók að sér for ystu fjármálanna. — Formað- ur f j árveitingarnefndar er líka af sama sauðahúsi, svo ekki þarf ihaldið að kvarta yfir því, að samræmið skorti þar! Ihaldið hefir líka bæði for- mann fjárhagsráðs og for- mann viðskiptanefndar, þótt „pinu litli flokkurinn“, sem Mogginn kallar, leggi tíl við- skiþfamálaráðherrann. Hér skal ekki farið inn á hina hraklegu meðferð þess- ara einna mest varðandi mála, en aðeins bent á þessa stað- reynd: Hittist yfirleitt nokkur sá maður, að hann ekki for- dæmi meðferð fjármálanna og framkvæmd verzlunar- og við- skiptamálanna ? Þegar skyggnst er um fylgis- aukningu eða atkvæðarýrnun landsmálaflokka milli al- mennra kosninga, er venju- lega spurt um hverjir hafi unnið í aukakosningum, sem oft eru háðar, ein eða fleiri á kjörtímabilinu. Að þessu sinni hefir kosning farið fram í einu kjördæmi. Það var kosið i Vestur-Skafta- fellssýslu í júlí 1947. Gísli Sveinsson lét af þingmennsku. Allt að ráðum innstu klíku í- haldsins, er vildi losna við Gísla Sveinsson af Alþingi, en troða þar inn Jóni Kjartans- syni, sem þeir vildu lika marg- ir losna við frá Morgunblað- inu. Hvernig fór svo þessi ltosn- ing. Henni lauk þannig, að f ramb j óðandi F ramsóknar- flokksins, Jón hóndi Gíslason sigraði. — Hann féklc nú 115 atkvæðum fleira, en Framsókn arframbjóðandinn, sem þó er stórvel metinn og að allra dómi ágætur maður, við kosn- ingarnar árið áður. Sjálfstæð- isframbj óðandinn, Jón Kjart- ansson, hlaut nú 40 atkvæðum minna en fyrirrennari hans.— Hafði þó verið reynt eftir föng- um að hlaða undir frámbjóð- andann með því að gera hann að sýslumanni héraðsins, og flytja hann austur fyrir kosn- ingarnar. Hér var hið hrörnandi fylgi íhaldsins, óánægja með gerðir þess, og óttinn við að efla völd þess, sem úrslitunum réði. — Um horfur i hönd farandi kosningum er þetta að segja í stórum dráttum, eftir beztu heimildum. I Suður-Múlasýslu eru nokkrar horfur taldar á því, að framsóknarmenn fái báða þingmennina kjörna. — Lúðvík Jósepssyni tókst að sarga upp svo miklu fylgi í seinustu kosningum, að hann flaut inn sem 2. þingmaður k j ördæmisins. Miklar líkur eru taldar fyrir því, að fylgi Lúðvíks hafi gengið til muna saman, svo hann nái þar ekki kosningu. Um Sj álfstæðisflokk inn er ekki að tala þar. Listi flokksins fékk einungis 505 at- kvæði, en Framsólcnarflokkur- inn 1296. Fylgi Sjálfstæðisfl. hefir enn rýrnað, svo að fram- bjóðandi hans er vonlaus um þingsæti. I Norður-Múlasýslu þykjast sj álfstæðismenn hafa veitt nokkurs konar gullfisk, þar sem þeir kræktu í Árna Eylands, sem gengið hefir und- arlega illa að tolla í stöðum og við sömu störf, undanfarið. — Sagt er þó að Norðmýlingar brosi að framboði Árna, en aðr ir hálf vorkenni honum frum- hlaupið. Kunnugir telja fram- boð hans sízt sigurvænlegra en Sveins á Egilsstöðum, sem íall- ið hefir þar við rýrnandi fylgi undanfarið. Þingeyj asýslurnar eru að allra áliti óbreyttar, að öðru en því að Jónas Jónsson hefur nú séð sitt óvænna, og leggst fyrir, sjálfsagt að fullu og öllu, en Framsóknannenn í Suður- Þingeyj asýslu standa óskiptir. Akureyri er af kunnugum tal- in óviss. — Fyrverandi þing- maður, sem dæmdur hefir ver- ið til afsláttar, lit'ði mikið á persónufylgi sínu. — Einn aí aðsúgsmestu fiokksmönnum Sjálfstæðsfl. í hænum, Svavar Guðmundsson, hankast j óri, hefir sagt skilið við flokkinn, og er af því uppnám og bræðsla í íhaldsherbúðunum. Vitað er, að baráttan stendur milli dr. Kristins, frambjóð- anda framsóknar og sjálfstæð ismannsins. öllum fregnum ber líka sam- an um, að í Eyjafirði muni kj örfylgi framsóknannanna aukast til stón’a muna, svo ýmsir telja vafasamt að Stef- áni í Fagraskógi fljóti inn af sj álfstæðislistanum. Skagaf j arðarsýsla er máske ekki mikið breytt, en funda- höld í sumar og samkomur á vegum sjálfstæðismanna bentn í þá átt að fylgi þeirra hefði rýrnað til muna. Kunnugum ber líka saman um að framsóknarmenn bæti drjúgum við sig atkvæðum í Austur-Húnavatnssýslu, hvað sem úrslitum kann að líða. I Vestur-Húnavatnssýslu mun Hannes Jónsson fyrv. alþm. ekki fara fram nú, en Hannes var talinn þar utan flokka síð- ast, og lagði kapp á að næla atkv. frá Skúla Guðmundssyni. Við þetta mun aðstaða Skúla styrkj ast enn hetur, svo víst er talið að megin þorri þeirra 99 atkv. er Hannes fékk síðast, falli nú á Skúla. Þá er komið að stóra númerinu, Stranda- sýslu. Fyrsta þætti sjónhverf- ingaleiksins þar er nú lokið, og hefir siðan sljákkað mesti há- vaðinn. Allir telja nú að úrslit- in verði þau sömu, og áður, — og j afnvel hávaðamennirnir líka. — Allt biður þetta síns tíma. I Vestur-lsafj arðarsýslu eru úrslitin óviss. Ásgeir Asgeirs- son er sjálfur orðinn þreyttur á hringsóli sínu, og hafði raun- ar gert ráð fyrir að hætta þing- mennsku, en hefir þó fyrir bænastað þeirra Stefáns Jó- lianns og félaga hans afráðið að fara þarna ennþá fram. Fylgismenn hans frá síðustu kosningum eru lika margir dauðleiðir á ráðabruggi hans, og samvinnu við aðal íhalds- -? öfl þjóðarinnar. — Talið er að margir þeirra. nmni týna töl- unni hjá honum við þessar kosningar. Um sýslurnar við Breiðafjörð er það vitað, að framsóknar- menn vinna á i þeim öllum. Sj álfur er Þorsteinn sýslumað- ur mjög uggandi um kosningu sína í Dalasýslu, enda almennt talið að kosningahorfur Ás- geirs bónda i Ásgarði séu hinar beztu. 1 Snæfellsnessýslu eru sjálf- stæðismenn líka smeykir. Lúð- vík Kristjánsson hefir að sögn mikið fylgi í sjávarþorpunum hjá sjómönnum og útgerðar- mönnum, og er það beint að vonum. Þar flykktust lika ung- ir menn unnvörpum í félags- skap framsóknarmanna í sýsl- unni í sumar. I Barðastranarsýslu er ekki tekið að kanna liðið til hlýtar ennþá, en vitað er að ýmsir eru nú gengnir úr liði Gísla, sem voru með honum síðast. Mýrasýsla, Borgarf j arðar- og Gullbr. og Kjósarsýsla svo og Hafnarfjörður munu falla í sama farveg og áður. Fylgi Bjarna Ásgeirssonar mun þó aukast, en fullyrt er hið gagn- stæða um Ólaf Thors. I Vestmannaeyjum vita menn líka að fylgi Jóhanns, ennverandi f j ármálaráðherra gengur mikið saman, af skilj- anlegum ástæðum. Þar hefir og einn af helztu mönnum S j álfstæðisflokksins, Einar Sigui-ðss., þegar fyrir skömmu sagt skilið við flokkinn. Vill ekki láta bendla sig við hann framar. Um Árnes- og Rangárvalla- sýslur þarf ekki að ræða. Þing- menn þaðan verða hinir sömu og áður. Framsóknannenn í Árnessýslu standa nú þéttar saman, því klofningslið Bjarna Framhald á 4. síðu.

x

Ísfirðingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísfirðingur
https://timarit.is/publication/790

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.