Ísfirðingur


Ísfirðingur - 15.12.1954, Blaðsíða 3

Ísfirðingur - 15.12.1954, Blaðsíða 3
ISFIRÐINGUR 3 I Jólin koma til Isafjarðar. í V Kveðja frá Jörgen BukdahJ. Nú látum við handritamálið kyrrt liggja um stund og höld- um jól — jól á ísafirði. Snöggv- ast gleymum við Þormóði í Arn- ardal og Píslarsögu Jóns Magnús- sonar. Innan stundar hringja kirkjuklukkurnar til jóla á ísa- firði og Guðmundur frá Mosdal skrýðir prestinn fyrir altarinu — ljósin tendrast. En það bar til um þessar mund- ir, að boð kom frá Ágústusi keis- ara um að skrásetja skyldi alla heimsbyggðina — Og Jósef frá Galileu fór ásamt Maríu heit- konu sinni .... Þessi boðskapur barst einnig til hinnar fjarlægu eyjar norður við íshafið, boðskapurinn um son- inn — boðskapurinn um móður hans. Fyrir og eftir siðaskipti hafa jól á Islandi ávallt verið helguð bæði syninum og móðurinni. Á liðnum öldum hefur island verið eyja heilagrar guðsmóður. Stjarna hafsins var hún kölluð, og henni voru ort spakvitrustu kvæðin frá því Lilja var kveðin. Öldum sam- an eftir siðaskiptin var henni ort til heiðurs á islandi. Svo gerði Brynjólfur Sveinsson, biskup í Skálholti. Ekkert land á jafnmörg hjart- næm Maríukvæði og island. Flest þeirra eru nú hulin þoku og myrkri gleymskunnar, þar sem þau geymast í safni Árna Magn- ússonar í Kaupmannahöfn, fjarri þeim hjörtum, sem forðUm kváðu þau. En við skulum á þessum jólum rifja eitthvað af þeim upp fyrir okkur. Við blásum burt rykið af gömlum handritum — og sjá! Rykið breytist í gullagnir. Á islandi voru 150 kirkjur helg- aðar Maríu guðsmóður. Eins og góð móðir stóð hún við hlið ís- lendinga í hversdagsönn þeirra. Og um tíðarfar var spáð eftir því, hvernig veður var á þeim dögum, er henni voru helgaðir. Samanber Kyndilmessu 2. febr- úar — Hreinsunarhátíð Maríu. Ef í heiði sólin sezt á sjálfa Kyndilmessu, vænta snjóa máttu mest maður upp frá þessu. Eða á Þingmaríumessu 2. júlí. Hvelfi af skýjum höfugt regn á helgum Maríudegi, lengi síðan líður. megn loft í votum vegi... Þá er hér eitt morgunvers: Fagur er söngur í himnahöll, þá heilagir englar syngja. Skjálfa mun þá veröldin öll, er dómklukkurnar klingja; jungfrú María rjóðust rós hlífi og skýli oss frá öllu meini [og grandi. Svo stígur heilög María niður í hið íslenzka hversdagslíf. María gekk til kirkju mætti helgum krossi hafði lykil á linda, lauk upp himnaríki. Kirkjan stendur á sandi með hnappagullið á Það er hún júmfrú María, sem þetta húsið á; guð láti sólina skína yfir fagra fjallinu því, sem hún María mjólkaði kúna [sína. María, sem mjólkar kýrnar sín- ar.. . Eins og stjarna lýsir hún yfir hafið — Maríustjarna — Jólastjarna. Salve, sjóar stjarna, sæmdin Adamsbarna jungfrú innilegri engin fæðist fegri... Mörg hundruð Maríukvæði eru í handritum í Kaupmannahöfn. Ein- hvern tíma kemur hún með þau heim til eyjarinnar sinnar. Aðeins nokkur orð til viðbótar. Langt fram á 14. öld var það siður í jólagleði á Islandi að drekka Maríuminni með þessum orðum: — einn með öðrum syngur Andrarímur og stef há þá Maríu minni fá. Nú erum við ekki lengur katólsk, en jafnvel hjá Guðbrandi Þor- lákssyni, Hallgrími og Vídalín bregður fyrir hinum gullna ljóma frá júmfrú Maríu. Og ennþá skýl- ir íslandi horn af bláum kyrtli hennar. En jólin eru hin sömu í göml- um og nýjum sið. Og einnig nú koma þau í skammdeginu til Isa- fjai’ðar. Mér þykir vænt um þenn- an litla bæ norður við heimskauts- bauginn, síðan ég var einn af íbúum hans í tvo daga. Mætti því þessi jólakveðja frá hinu fjarlæga landi, Danmörku, kom- ast til ykkar allra. 1 safni Árna Magnússonar er lítil bók um brúðkaupssiði á ís- landi. Þegar drukkið var minni heilagrar Maríu í brúðkaupum, var þetta vers sungið: Frú María fegri en sól frúktuð heilögum anda. Græðarinn, sem hún gat fyrir jól, gafst fyrir oss í vanda. Jörgen Bukdahl. Illllllll IIIII lllllil lllllllllllllll IIIII1111111111111111111111111111111111IIIIIIIIIIIIIIIII lllllllllllllllllllllllllllllll II lllllll III lllllllll IIIIIIIIIIIIIIIII | Óskum starfsfólki og viðskiptavinum gleðilegra jóla og farsældar á nýja árinu. með þakklæti fyrir líðandi ár. | Hraðfrystihúsið Norðurtangi h.f. ='lllllllllllllllllllllllllllllllllllltlllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllillllltlltlllllllllltllllllllllllllltll | Gleðileg jól! ★ # ★ Farsælt nýtt ár! | Þökk fyrir viðskiptin á líðandi ári. | Verzlun Jónasar Magnússonar. liiiitiiiiiiiBiiiiiiiiiiiiililtiirliiiiiiiiiliiiiiiiiiiliiiii'iiiiiiniiHiiiiiiiliiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiHiiiiiiiiiiiiiiJiiiiiiiiiiiiiMliiiniiniiiiíii | Gleðileg jól! ★ # ★ Farsælt nýtt ár! Þökkum viðskiptin á líðandi ári. Djúpbáturinn h.f. lsafirði. =.iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiriiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiHiiiiiiiiiiBiiiiiiiiiiiiiHiiiiiiiiiiiiiiiiii ttlf.iiii^MtiniiiiHiiiiiiiiiiuiriiiiiiiiiiiiii! 1 Gleðileg jól! ★ # ★ Farsælt nýtt ár! Þökkum viðskiptin á líðandi ári. 5 mi 1 Bókabúð Matthíasar Bjarnasonar. jjj Hlllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllinillllllllll | Gleðileg jól! ★ • ★ Farsælt nýtt ár! Þökkum viðskiptin á líðandi ári. | Einar & Kristján. = !lllÍllllll!lllllllllllllllllltinilllllllllllllllUIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIMirillllllllllllllltllflllílllllllHllllltllllllllllllllllllllllll|l | Gleðileg jól! ★ • ★ Farsælt nýtt ár! I Þökkum viðskiptin á líðandi ári. Verzlun Karls Olgeirssonar. = lllilll|{illieillllllilillllllllllllillillllIllUlllllllllllllllllllillllllllllllllllllllllllll(lllllliliilirllillillllilli,a,IBI|i|illlllilliliillili'i' | Gleðileg jól! ★ • ★ Farsælt nýtt ár! Þökkum viðskiptin á líðandi ári. Verzlun Jóns Ö. Bárðarsonar, Verzlunin Bræðraborg, | Verzlunin París. = IIIHIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIllllllllllHMIKIIIIIIIIIIlÍlllllllllllllllllllllllllllll'lllliilllMllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllMIIIIIIII' | Gleðileg jól! ★ # ★ Farsælt nýtt ár! | Þökkum viðskiptin á líðandi ári. H.f. Eimskipafélag Islands. Afgreiðslan á ísafirði. = IIIIIIIIMIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIMIMIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIMIMBIIIIIIIIIMIilllllliKIIIIIIMIlllllllilllllllMIMIUÍJiltllÍIIHIIIIIIII | Gleðileg jól! ★ # ★ Farsælt nýtt ár! Þökkum viðskiptin á líðandi ári. ! GAMLA BAKARÍIÐ. = IIIIIII|U|IIIJIIII|IIIIII|IIIII1IIIIIIIIIIIMIIIIIIIMIMI 111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111:111111 | Gleðileg jól! ★ O * Farsælt nýtt ár! Þökkum viðskiptin á líðandi ári. Skóverzlun Leós Eyjólfssonar. — Neisti h.f. IIIMIIIIMIIIDMIMIIIIMIIIIMIIIIMIIIIMIIIIIIIMIMIIIIMIMIMIMIMIIIIMIMIIIIIillllMIIIIMIMIIIIIIIMIIIIIIIIIIIIIIIIMIIIIMIMIIIIMIIIIIIIIIIIIIII i:i:iIA!ll!lll'li!||||IIIMI!IIIIIIIIIIIIIIIIIIIIMIMIIlll!llllll|{llllllll!IIIIIMIIIIIIIlllMIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIMIMIIIIIIIMIIIIIIIIIII'lltlllllllMIIIIIIIMIIIIIIIi:illllllMIIIIIIIIIIMIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIllllllMllllllllltlllltlllllllMltlllllllllllllllllMllllilllllllllllllllllMIMIIIIIIIIIIMIIIIIIIIIII||||||IMIIIIIIItllMIMIIIIIIIIIIIiailllllllllllllllilllllllMIIIIMIIIIMIIIIIIIMIIIIIIIIIIMIIIIIIIIIIIIIIIIIIIMIIIIMI

x

Ísfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísfirðingur
https://timarit.is/publication/790

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.