Ísfirðingur


Ísfirðingur - 15.12.1954, Blaðsíða 11

Ísfirðingur - 15.12.1954, Blaðsíða 11
ISFIRÐINGUR 11 gangast aðra meira en sjálfan sig. — Aðeins þetta eina skipti. — Það skiptir ekki máli. Ég treysti á þagmælsku þína. Það er ekki svo hættulegt. — Það gerir ekkert til. — Það gengur áreiðanlega. Við blekkjum sjálfa okkur. — Við vitum ekki hvernig í ósköp- unum við sjálf höfum sokkið svo djúpt. — Við höfum tapað öllu okkar siðgæði. Viðvíkjandi aðstæðum flestra okkar til lífsins, eins og litið er á mannlífið, þá verður manni á að undrast hvernig flestir lifa lífinu. Jafnvel höfuðspurninguna, sem vissulega krefst einhvern tíma svars af hverjum okkar, göngum við á snið við. — Við bíðum með að taka ákvörðun. — Oft rekst maður á þá sem greini- lega játa kristna siðfræði og við- urkenna trúna á siðalærdóminn, en blekkja sjálfa sig í daglegu lífi. Annað hvort verður maður að kalla siðalærdóminn lélegan, eða mannssálin er glötuð. Þeir eru margir, sem geyma til morguns, það sem þeir hefðu átt að gera í dag, þó það þá sé orðið of seint. — Þeir þora ekki að standa augliti til auglitis við sannleikann. — Þeir blekkja sjálfa sig. Það er spurt hvort við höfum gert það. -— Því miður hef ég ekki haft tíma til þess. — En sannléikurinn er, að þú hefur hreint og beint gleymt því — ekki nennt því. Þessi veröld er léleg. — Það get ég fært sönnur á. — Hversu mundi ekki allt verða fegurra og bjartara ef við aðeins gætum lifað sem heiðarlegir menn. — Þú talar víst aldrei um aðra — það er í rauninni heimskulegt. — Það getur oft verið að mann langi til að segja „þegiðu", þegar þú talar um aðra. En við segjum eitt og gerum annað. Við erum eftirgefanlegir við sjálfa okkur. Móti okkar betri vitund. Við lifum lífinu í lakari mynd þess og förum í kringum okkar raunverulegu lífsskoðun. Mér verður hugsað til Nagels í „Musteryet" eftir Hamsun — Hann var heiðarlegur gagnvart sjálfum sér og öðrum. — En vegna þessa óvenjulega heiðar- leika var hann álitin ónormal. Hugsið ykkur slíka fyrirmynd. Hann var hispurslaus. En það er einmitt það hisp- urslausa, sanna, falslausa, sem er þegar allt kemur til alls, það geðfelldasta. — Það dýrmætasta. — En það eru einnig þeir eigin- leikar, sem við finnum sjaldnast hjá samtíðarmönnum okkar. — Við segjum þetta en meinum allt annað. Við getum viðurkennt að oft megi satt kyrrt liggja. — En þá getur maður þagað. — Reynum að eiga smávegis þagmælsku. — Og þegar við segjum eitthvað, reynum þá í Jesú nafni að tala eins og við meinum. — Það borg- ar sig alltaf. — Og ef ekki ein- mitt gagnvart þeim sem spyr, þá vinnur maður að minnsta kosti sjálfur svo ákaflega mikið. Ég held að það sé orðinn vani hjá okkur að fara í kring um hlutina. — Og vaninn er orðinn að lyndiseinkunn, og af því að það venjulega er að fela sig fyrir raunveruleikanum, göngum við á snið við sannleikann. — Við byggjum líf vort á blekkingum, frá morgni til kvölds, við gerum hvítt að svörtu. — Við heyrum vekjaraklukkuna hringja, en full- yrðum að það sé lýgi. í samtölum: Já, jahá, það er satt. — Hversu ósammála, sem tveir menn kunna annars að vera. — En með getuleysi og hégóma- skap eyðileggjum við mótstöðu- aflið gegn sjálfsblekkingunni. Siðfræðin í Rortary er sá kennilærdómur, sem getur bjarg- að okkur: „Service above self“ og „He profits most who serves best“. — Þannig að við gætum meðhöndlað vora meðbræður sem jafn sjaldgæfar jurtir sem þeir eru. — Og með virðingu fyrir verðleikum hvers einstaklings. Því að sem einstaklingar hafa þeir tvímælalaust gildi, sem skyld- an býður okkur að virða og viður- kenna. Rótarý á að vera félagsskapur, þar sem beztu eiginleikar hvers einstaklings eiga að fá að njóta sín. — Félagsandi og vinátta meðal manna er dýrgripur. Og því betur sem við skiljum raun- veruleika þess, því meira virði verður dagurinn okkur. — Það finnast ekki margir kynninga- klúbbar, sem í þeim mæli hafa ástæðu til að þroska og útbreiða þetta dýrmæta uppbyggjandi afl. Við innan Rótarý erum einn hóp- ur. Flestir meðlimir þessa litla samfélags eru fullþroska menn, og í leiðandi stöðum þjóðfélags- ins. Við höfum hver okkar starf, hver sinn ákveðna hóp, sem við umgöngumst daglega. Reynum að vera, eftir boðorð- um Rótarý, fagurt fordæmi þess, að þegar við göngum fram í öruggri vissu um að byggja upp það bezta í manninum, þá orkum við að gera lífið bjartara. — Séð í fjarsýn eilífðarinnar og í hlutfalli við undarlega meiningu lífsins. — Já, ef eilífðin er blekk- ing og lífið tilgangslaust, þá finnst þrátt fyrir allt ein innri rödd í hverjum okkar, sem ef við venjum okkur á að hlusta eftir henni, getur kennt okkur hvað listin að lifa. (Lausl. þýtt) <III!llll|i|l!l!IBIIIIIIiillilIIIIIIII|1lllllilllilllllll!llllllllllltllIlli!llillll!llilli!IIIII!liii;:iliaiIllili:iil|l!lilllllillIlllllllliillllillilllllllIi Hllllllllllllllllllllllilllllllllllllllllllllll||||||||||||||li|||||||||||||||||||||||||i||i||||||||iui|||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||,||:n;i|ii|, Gleðileg jól! ★ • ★ Farsælt nýtt ár! Þökkum viðskiptin á líðandi ári. Lyfjabúð ísafjarðar. Gleðileg jól! ★ # ★ Farsælt nýtt ár! Þökkum viðskiptin á líðandi ári. Sundhöll ísafjarðar. - lllllllllllllllillllllllllllllilllllllllilllinilllllllllllllllllMlillllllllllÍIIIHIÍiliJllinillllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllílllil, “ - l|||||||llllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllilllllllllllll!lllllHimililllllll1lllll1llllllllll|lli:!l!IIIIIIIMI!lllllllllltfi:i! “ i Gleðileg jól! ★ # ★ Farsælt nýtt ár! | Þökkum viðskiptin á líðandi ári. 1 | Netagerð Vestfjarða h.f. | = iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiitiiHiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiúifiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiii{iiiiiiiiiiiniiiiiiitiiii«niiiii!iiiii i Gleðileg jól! ★ # ★ Farsælt nýtt ár! | Framkvæmi allar bifreiða viðgerðir. | | Bifreiðaverkstæði Vilhjálms Sveinssonar I Flatahrauni, Hafnarfirði. = 1 Gleðileg jól! ★ • ★ Farsælt nýtt ár! Þökk fyrir viðskiptin á líðandi ári. | ölafur Jakobsson. | lllllllllllllllllllllllllllllllllIIÉÍIÍIIIIIIlllllllllllllllIlllliVlltllIIIIIIIIIIIIII|I!IIIIIII1IIII|IIIIIIIIIIIIIIIII|IIIIIIIIIIIIIÍ|I1|II|II|IIIII|1I| | SAMVINNUFÉLAG ISFIRÐINGA óskar öllum viðskiptavinum sínum nær og fjær = gleðilegra jóla og góðs nýárs. = iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuiiiiíiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii|= = iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiaiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuii - Gleðileg jól! ★ # ★ Farsælt nýtt ár! | Skipstjórafélagið Bylgjan. | llllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllilllllllllllilllllllllllllllllllllllll llllll llllll IIIIIII1111,1III lllIIIIIIillllllllliBllllllllIIIIIIIllll = Gleðileg jól! ★ # ★ Farsælt nýtt ár! | Þökkum viðskiptin á líðandi ári. |' Happdrætti Dvalarheimilis aldraðra sjómanna, umboðið á Isafirði. i ! Gleðileg jól! ★ # ★ Farsælt nýtt ár! Þökkum viðskiptin á líðandi ári. Flugfélag lslands h.f. \ llllllllllllllllllllllllllllllllllllirillllllllllllllllirillll,,||,1,11,|||||||||||,||,111(1,111,1,III,|,j||||,||,j|,II,lljVlllllllllllllllllllllMIIIII Gleðileg jól! ★ # ★ Farsælt nýtt ár! Þökk fyrir viðskiptin á líðandi ári. Guðmundur Sæmundsson, málari. l■ll■]l■l!■ll■IIIIIIIII1llll■iI■ll■lllllllllll■il■II■ll■ll■ll■ll■IIIIIIIIIIIIII■llllllll■II■ll■l[lll■lllll■lllll■IIIM■ll■ll■ll■ll■ll■ll■IIIIIIIIIIIIII■II■llll ll■ll■ll■lllll■ll■ll■ll■ll■llllllll■ll■ll■llllllll■ll■ll■M■ll■ll■lllll■ll■lllll■II■ll■ll■ll■llllllll■ll■IIIIIIIIIIIIII■ll■ll■ll■ll■ll■ll■ll■IIIIIIII■lllll■lll

x

Ísfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísfirðingur
https://timarit.is/publication/790

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.