Ísfirðingur


Ísfirðingur - 15.12.1954, Síða 4

Ísfirðingur - 15.12.1954, Síða 4
4 ISFIRÐINGUR JÓLABOÐIÐ Satt að segja leiðast mér sam- kvæmisleikir. Og þegar írú Þor- björg fékk okkur öllum blað ag blýant, hugsaði ég: „Þetta verður skemmtilegt eða hitt þó heldur". En fólkið, sem þarna var saman komið, var all sundurleitt og þekktist ekki svo vel að hægt væri að láta tilviljunina ráða, hvort það skemmti sér vel eða ekki Eitthvað varð að gera okkur til skemmtunar. Við vorum öll í góðum stöðum, okkur hafði vegnað vel í lífinu, annars hefð- um við ekki verið þarna í fallegu, perlugráu stofunni hennar frú Þorbjargar, þar sem þykk silki- tjöld héngu fyrir gluggunum og dýr málverk þöktu veggina. En því hærra sem fólk er sett í þjóðféleginu því verra er að skemmta því. — „Leikurinn heit- ir Hræðileg forvitni," útskýrði frú Þorbjörg, „skýtur það ykkur ekki skelk í bringu?“ „Jú, sannarlega," hugsaði ég og leit á þig, en þú varst önnum kafin við að sýna hversu frábær samkvæmiskona þú værir, og það lék um þig bjarmi þeirrar sýnd- armennsku, sem ég hata. Þú varst í svarta kvöldkjólnum þínum með þessu feiknavíða pilsi og næstum því engu þar fyrir ofan. Ég sá greinilega dældina milli brjóst- anna, svo fleginn var kjóllinn. Þú hafðir notað andlitsduft og andlitsfarða, hárið var nýlagt og varimar óeðlilega purpurarauðar. Ég komst í illt skap af að horfa á þig. Það var orðið svo nú orðið, ég veit ekki hvers vegna, að ekki þurfti mikið til þess að mér gremdist við þig. Þú hélst þér svo mikið til, að jafnvel í nátt- kjól leistu út eins og þú værir gijáborin frá hvirfli til ilja. „Ó, mér finnst svo gaman að spurningaleikjum“, sagði Soffía sýslumannsfrú við mig. Hún var lítil og lagleg og minnti mig alltaf á litla, gula, gælna kisu. „Já, þetta hlýtur að vera reglu- lega gaman“, sagði ég kurteis- lega, og brosti niður yfir berar axlir hennar. Þegar ég leit upp aftur, tók ég eftir því að þú horfðir á mig köldu augnaráði. „Við erum slitin úr öllum tengsl- um hvort við annað“, hugsaði ég, „eiginlega er óralangt síðan við höfum talast almennilega við“. — Ég flýtti mér að líta niður á blaðið, sem ég hélt á. „Þið þurfið ekki annað en svara spurningunum“, útskýrði frú Þorbjörg, „svo verður blöðunum safnað saman og svörin lesin upp, en við eigum að geta upp á frá hverjum þau eru. Eruð þið til- búin?“ Allir hrópuðu upp að þeir væru tilbúnir. Ég las fyrstu spuming- una: Ef þér erfðuð hundrað þús- und krónur og þær væru skatt- frjálsar, hvað munduð þér þá kaupa fyrst af öllu? „Ég mundi borga skuldir mín- ar“, flaug mér strax í hug, en svo var eins og þetta snerti ein- hvem viðkvæman streng í brjósti mínu og ég skrifaði: Tólf rósir. — Nú finnst þér sjálfsagt engin blóm nógu góð handa þér nema kamelíur og orkidíur. En einu sinni þótti þér vænt um rósir. Næsta spumingin var ósköp venjuleg: Ef þér ættuð að velja yður eitthvað til að hafa með yður á eyðiey, hvað mynduð þér þá velja? Þegar ég var búinn að strika yfir eldspýtur, byssu, hnífa og öll verk Shakespeares, skrifaði ég: „Stúlku, sem ég þekkti einu sinni“, og sneri mér svo að næstu spurningu. Hún var svona: Ef þér fengjuð að Iifa aftur mesta hamingjudag lífs yðar, hvaða dag velduð þér þá? Þessi spum- ing kom róti á hugann. Það var orðið alveg hljótt í stofunni. Eina hljóðið, sem heyrð- ist var urgið í blýöntunum, þegar þeir runnu yfir pappírinn. Ég leit á þig. Þú varst niðursokkin í skriftimar og það var eins og eitthvað af þessum harða gler- ungi fullkomleikans, sem virtist umlykja þig, væri horfið. Lítill lokkur hafði losnað frá fallegu, vel lögðu bylgjunum í hári þínu og féll niður á ennið, og þú straukst tungubroddinum fram og aftur um efri vörina, alveg eins og þú gerðir forðum, þegar þú varst að reyna að búa til nýjan rétt eftir matreiðslubókinni. — Minningamar þyrptust að mér, og hjarta mitt fylltist óljósri sárs- aukakennd. Sársauka vegna horf- inna ára, sem höfðu fært okkur svo langt hvort frá öðru, sársauka vegna þess, að mat okkar á hlutunum breytist og ástin föln- ar og verður að vana eða varla það. Þá var það, sem mér varð hugsað til mesta hamingjudags lífs míns. Hvílík fávizka að halda að hamingjan sé bundin við auð, öryggi og velgengni. Ég þarf ekki annað en minnast þess, hvemig þú varst, þegar ég mætti þér fyrst. — Þú hafðir fengið styrk, sem gerði þér kleift að fara að heiman og læra hjúkrun. Þama komstu til sjúkrahússins blíð og brosandi, viðkvæm og sterk, full af áhuga og starfs- löngun. Sannarlega kom það sér vel að þú hafðir krafta í köggl- um, því að oft furðaði ég mig á því, að þú skyldir ekki gefast upp í öllum þeim þrældómi. — Nú verður þú þreytt þó að þú gerir ekkert annað en að snyrta á þér neglumar. í þá daga varstu glöð eins og sólskríkja. Kjarkurinn var óbil- andi. Þú söngst og hlóst allan liðlangan daginn. Samt hafðir þú ekki ráð á að fara með strætis- vagninum niður í bæ, þegar þú áttir frí. Þú gekkst alla leið, og ef þú neitaðir þér um eftirmið- dagskaffið, eftir að þú hafðir skemmt þér við að skoða búðar- glugga, hafðir þú með naumind- um aura fyrir fargjaldinu heim til sjúkrahússins. Þú hafðir minni peningaráð en ég, ef það þá var mögulegt. — Þegar ég sá þig í fyrsta sinn, varstu að leita að einhverju á strætisvagnastæðinu. Þú varst alveg niðursokkin í leit- ina. „Hafið þér misst eitthvað?" spurði ég að lokum. „Já tíeyring“, sagðir þú. Ég hjálpaði þér að leita, en við gátum ekki fundið hann. „Látið yður á sama standa“, sagði ég, „þér hefðuð hvort sem var ekki getað keypt neitt fyrir einn tíeyring". „Ég átti fjóra í viðbót“, sagðir þú, „það var rétt fyrir farmiðanum“. Þú sagðir þetta blátt áfram og feimnislaust, en ég blóðroðnaði. Auðvitað hefði ég átt að segja: „Má ég ekki borga fyrir yður?“ En gallinn var sá, að ég átti alls ekki fyrir tveim farmiðum. Því sagði ég aðeins: „Ætlið þér langt? Ég gæti ef til vill fylgt yður heim“. „Ég vinn á Lands- spítalanum“, sagðir þú. „Ég ætla að verða hjúkrunarkona“. „Þar vinn ég Iíka“, flýtti ég mér að segja. „Ég ætla að verða læknir“. „En hvað það var gaman“, sagðir þú glöð“, „Þá skulum við leggja af stað“. Það kom strax í ljós að við áttum mörg sameiginleg áhuga- mál. Já, við áttum meira að segja sama afmælisdag, þann 13. febrúar. Það hefur oft verið sagt að andstæðurnar dragist hvor að annari, um okkur mátti segja að þar mættust skyldar sálir. Oft sátum við á köldum steinbekkn- um fyrir framan bókasafnið og ornuðum okkur við framtíðar- draumana eina. Við ætluðum að gjörbreyta heiminum, Þú ert von- andi ekki búin að gleyma því? Ég ætlaði að finna aðferð til að lækna krabbartiejn, og þú áttir að hjálpa mér. Eitt kvöldið á- kváðum við að fara til Kína, ann- að kvöld ætluðum við til Ind- lands, þriðja kvöldið voru það myrkviðir Afríku, sem heilluðu okkur. Hvílík ferðalög! Meðan við töluðum um allt það, sem við ætluðum að gera, lagði ég hand- legginn yfrum þig og fann að þú skalfst af kulda í þunnri kápunni. Þú hefðir auðvitað átt að fá sjóðheitt, nærandi súkku- laði, en ég reyndi að verma þig eins og ég gat með handleggn- um. Ég held, að ég hafi ekki bein- línis spurt þig, hvort þú vildir verða konan mín. Þess gerðist ekki þörf. Okkur fannst það báð- um sjálfsagt. Við áttum sömu framtíðardrauma, sömu vonir, óskir og þrár. Svo komu fyrstu jólin þín að heiman. Það var frost og storm- ur. Þú hafðir alizt upp á mann- mörgu heimili, þar sem ástúð, sátt og samlyndi ríkti. Þú sagðir fátt, en þú fékkst dökka bauga undir augun, eins og þú grétir á nóttunni. Auðvitað gastu alls ekki farið heim.. Ferðin var of löng og dýr. Ég reyndi að hugga þig, en tókst það Víst miður en skyldi. „Bezt er að láta eins og það séu alls engin jól“, sagðir þú að lokum. „Við hugsum ekki um gjafir eða annað þess háttar, og minnumst ekki framar á jólin“. Við unnum bæði á Jólanóttina, svo að aðrir, sem gjarnan vildu fá frí, gætu fengið það. Þegar ég sótti þig í kaffið kl. hálf ellefu, gætti ég þess að minnast ekki á jólin einu orði. Þú barst höfuðið hátt en augun gljáðu af ~ þreytu. Þegar við gengum fram hjá stóra jólatrénu á sjúkrahús- ganginum þoldir þú ekki að horfa á það, en brast í grát. Þú varst viðkvæm lítil stúlka — þá. Með sjálfum mér sór ég þess dýran eið, að ég skyldi bæta úr þessu á einn eða annan hátt, og þá datt mér í hug að nú skyldi ég halda upp á afmælið þitt. Um leið og ég hafði heitið því að finna upp á einhverju reglulega skemmtilegu þann 13. febrúar, hættir þú skyndilega að gráta og leizt á mig: „Veiztu hvað mig langar til?“ sagðir þú. „Ég vil halda upp á afmælið þitt þann 13. febrúar“. „Hvar eigum við að gera það?“ spurði ég. Við höfðum í engan stað að hverfa. Þú bjóst í sambýli, og dagstofa hjúkrunarkvennanna var alltaf full af fólki. Þar að auki sendi yfirhjúkrunarkonan okkur ófagurt tillit ef hún sá minnstu merki um það að við drægjumst hvort að öðru. Ég hafði aðeins litla herbergiskytru inn af fæð- ingardeildinni. Og steinbekkirnir fyrir framan bókasafnið voru fremur kuldalegir í febrúar. Þú nefndir rannsóknarstofuna. „Hefurðu ekki lykil“, sagðir þú.

x

Ísfirðingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísfirðingur
https://timarit.is/publication/790

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.