Ísfirðingur


Ísfirðingur - 15.12.1954, Blaðsíða 7

Ísfirðingur - 15.12.1954, Blaðsíða 7
ÍSFIRÐINGUR 7 hafði safnast heim á staðinn og við gengum inn í hina litlu, fá- tæklegu kirkju, sem stendur til hliðar við dómkirkjugrunninn,' lágreist, með aðeins þrem eða fjórum bekkjum og litlu orgeli. 1 hrifningu 'stundarinnár lék ég á það sálumessu yfir Jóni Arasyni. Hann barðist fyrir kirkju sína og fyrir frelsi lands síns, en var kraminn undir valds- ins þunga hæl. Nú lifum við á tímum lýðræðis. „Látið hina dauðu grafa sína dauðu“. Það var kveðjan frá þeirri Danmörku, þar sem almúg- inn varð einnig að heyja sína baráttu gegn hinni sömu harð- stjórn. Einnig við sigruðum einveldið. Múgurinn varð að þjóð. Ég er einn af sonum þeirrar þjóðar, og fundum mínum og Islands bar saman á þeim stað, þar sem blóð Jóns Arasonar roðaði snjó- inn. Það ísland, sem ég kynntist, var ekki aðeins og ekki fyrst og fremst land sögunnar, heldur land framfaranna. Á íslandi er runnin upp ný landnámsöld. Verktækni nútímans er að breyta, já gerbreyta land- inu. Fossarnir eru virkjaðir, há- spennulínur lagðar um landið, vélar notaðar við landbúnað og landsvæði þurrkuð með framræslu. Hverir og laugar verma stór gróðurhús þar sem tómatar eru ræktaðir, og einnig bananar. Ný þorp hafa risið upp á jarðhita- svæðunum. Það er eins og margra alda forði af orku og framtakssemi hafi losnað úr læðingi. Flugsamgöngur tengja saman alla landshluta, áætlunarbílar á öllum vegum, útvarp og sími á hverjum bæ. Það er andleg hressing að heim- sækja þjóð, sem loks hefur hlotið sjálfstæði og sýnir að hana skort- ir ekkert til áð ráða málum sín- um á eigin spýtur. Stór togarafloti dregur gull úr djúpi hafsins. Ég er einmitt nú staddur í bæ, sem er miðstöð fyrir fiskveiðarnar á fshafs- og Grænlandsmiðum — fiskveiðar og fiskiðnaður, lýsisvinnsla og niður- suða. Hér er einnig þróttmikið menn- ingarlíf: íbúðarhús af nýjustu tízku, sundhöll, bókasafn, nýir skólar, og stórt sjúkrahús. Þessi fjörður er einnig nefndur í fomsögunum. Fóstbræðrasaga segir frá því er þeir Þormóður vildu sækja fisk til Bolungar- víkur, en gaf ekki byr, og gengu þeir á land í Arnardal. Þar hitt- ust þau Þormóður og Þorbjörg, sem nefnd var Kolbrún vegna síns dökka yfirbragðs. Þormóður lét menri sína halda áfram ferðinni, en dvaldi sjálfur í Arnardal í tvær vikur og orti kvæði til Kolbrúnar. Því var hann nefndur Kolbrúnarskáld. Síðar barðist hann með Ólafi helga á Stiklastöðum og féll þar ásamt honum En hér hlaut hann nafnið Kol- brúnarskáld, og hér „strandaði“ hann. Upp frá því bar hann nafnið sem merki um komuna til Isa- fjarðar. Ég stóð á grænu túninu þar sem heimili Þorbjargar var. Nú eru bæjarhúsin ný -— en hér var það, sem örlögin biðu Þor- móðs. Heimili hans var á Lauga- bóli í Laugardal, en honum leidd- ist heima og fór því för þessa. Síðan eru liðin 900 ár. En hlíð- amar hafa verið haustbrúnar þá eins og nú, fjörðurinn blár og fjöllin hvít við sjónarrönd, niður árinnar í dalnum hinn sami þá og nú. Aldir hafa horfið í myrkur fortíðarinnar, en vikurnar tvær í Arnardal geymast í sögunni. Yfir Stiklastaðaorustu leiftrar nafnið Kolbrúnarskáld. Hún, sem hann yfirgaf og gleymdi, hafði öðlast eilíft líf við nafngift þessa. Hann fór utan, segir sagan. Hann orti fleira, kvað sig að lokum inn í dauðann á Stikla- stöðum. Þorbjörgu sá hann aldrei framar. En hér verð ég að vera, og enga Kolbrúnu hefi ég fundið ... Stormurinn færist í aukana. Það er eins og allar illvættir fjallsins hafi brugðið á leik. Það kvöldar, og fjörðurinn er allur í brimlöðri. Reykjavík. Ég komst ekki lengra með greinina. Ég sofnaði meðan storm- urinn hvein í fjöllunum og æddi um götur þessa litla bæjar. Þegar ég vaknaði var orðið kyrrt. Þokan lá ennþá á næstu fjöll- um, en henni var að létta og handan við Djúpið sá ég sólskin á snækrýndum fjöllum. Frá Reykjavík komu góðar fréttir. Flugvélin var tilbúin og beið að- eins síðustu veðurfrétta. Tveim stundum síðar heyrði ég til henn- ar ofar skýjum og stuttu síðar var hún sezt á fjörðinn. Það tók stutta stund að afgreiða póst og farþega og síðan var haldið af stað. Sælöðrið þyrlaðist um vélina í flugtakinu. Hún hækkaði flugið. Brátt lá ísafjörður langt fyrir neðan okkur milli himinhárra fjallanna. Svo svifum við yfir Arnardal. Síðast sá ég túnið, þar sem Þorbjörg og Þormóður hittust endur fyrir löngu. Því miður er ekki hægt að birta alla greinina vegna rúm- leysis í blaðinu. En í niðurlaginu, sem skrifað er í Kaupmannahöfn, segir höfundur nokkuð frá Reykj- avík, stærð hennar og hinum öra vexti og fer nokkrum orðum um hitaveituna og helztu byggingar. M. a. farast honum orð á þeSsa leið: Önnur hver búð er bókaverzl- un, og þar er jafnan fjölmennt. Islendingar hafa ekki glatað á- huga sínum fyrir bókmenntum þrátt fyrir hina geysi öru þróun á öðrum sviðum. Stórt hús er nýbyggt yfir Landsbókasafnið og er þar mikill bókakostur. En þar eru nokkrar hillur auð- ar í sprengjuheldri hvelfingu. Þar er góð geymsla fyrir þau rúmlega 2000 handrit, sem enn liggja í Kaupmannahöfn. Þau eru sá grunnmúr, sem þús- und ára saga landsins byggist á. Síðan fer hann nokkrum orðum um Jón Sigurðsson og frelsis- baráttuna og lýsir síðan flugferð- inni frá Reykjavík til Kaup- mannahafnar. Og við komuna til Hafnar, mitt í ys og þys hins erilsama morg- uns í stórborginni, verður honum enn hugsað til ísafjarðar og Arn- ardals, þar sem atburður gerðist — ofur hversdagslegur í sjálfu sér — en þó með þeim hætti, að lifað hefur í minningu þjóðanna í þúsund ár. (S. T. þýddi og endursagði) uiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii(iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiui)ii!iiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii!iiiiiiiin|iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiíiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii! 1 1 " - 1 Gleðileg jól! ★ # ★ Farsælt nýtt ár! 1 Gleðileg jól! ★ # ★ Farsælt nýtt ár! | 1 Þökkum viðskiptin á líðandi ári. 1 Þökkum viðskiptin á líðandi ári. | = Verzlun Ágústar Péturssonar. ; ' Bíó Alþýðuhússins. 1 = HI]|IIIIHI!lllllllll|IHIlllllllllll!lllllllII!llllll|lllllllll!lllllllllllllllll!lllHI!lllllllllli;illllIlllll[lllll!lllllVllilílinillI:ll. l l.:l ! " IIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIHÍIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIMIIIIIIÍIIIIIIIIIIIIIIIIIIIHIIÍIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIHIIII " 1 Gleðileg jól! ★ • ★ Farsælt nýtt ár! ; Gleðileg jól! ★ # ★ Farsælt nýtt ár! 1 Þökkum viðskiptin á líðandi ári. Þökkum viðskiptin á líðandi ári. = 1 Verzlunin Dagsbrún. ; ; Verzlun Matthíasar Sveinssonar. Rakarastola Árna Matthíassonar. | | illllllIIIHIIIIIIIIIIIIIIIII 111111(111 IIIIHIIIIIIIIIIIII1IIIIIIIIHIIIIIIIHIIIIIIIIIII1IIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIII!IIIIIIIIIIIIIIIII|III|I|||I|||I|II|II|1 f ^iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiaiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiijiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii^iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiinniiiiniiiiiiiiiiiis ! Gleðileg jól! ★# ★. Farsælt nýtt ár! | j Gleðileg jól! ★ # ★ Farsælt nýtt ár! 1 " Þökkum viðskiptin á líðandi ári. | = Þökkum viðskiptin á líðandi ári. | 1 " Úrsmíðavinriustofa Árne' Sörensen. = = RAF h.f. Isafirði. r = 'llll 1IIIlillllllllllllllílllllllllíIIIIÍIIIIIII0^(Íl1l 1IIIHIIIIICÍAÍÍBíIIIIIIlllllIIIIIIlllíllIIIIiHÍIIIIIIIII1IIlllllllII■NIIIIII.BillIIIHliÍBfl1 H1!1 = = lllllllllllllllllllil(rillllllllllllllllllllll||||||i^ll'|j||||||||ll|||||||ll||lllllllllllllllllllllll|!llllll|l||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||| ~ 1 Gleðileg jól! ★ # ★ Farsælt nýtt ár! \ Gleðileg jól! ★ # ★ Farsælt nýtt ár! | 1 Þökkum viðskiptin á líðandi ári. í ! Þökkum viðskiptin á líðandi ári. | l Norskabakaríið, Bæring Jónsson. ! ! 1 Rafveita ísafjarðar. i jjj “ l = >IIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIlllIlllllllirilllllllllirilllllllilll!llllllllIlllllilllll!nHI!IIIIIIIIIlllillllllllilillllll!lliBll>lllll>llll!lllllllllllllllll JIIIIIIIIIIÍIIIHIIIIIIIII lllllllllllllll II lllllllilllllllllllllli!llll!llill III llllllllllll II111111111 llllllllll II liHIIIIII III lilllllllllllll III lllllllll IIII

x

Ísfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísfirðingur
https://timarit.is/publication/790

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.