Ísfirðingur


Ísfirðingur - 23.11.1957, Blaðsíða 2

Ísfirðingur - 23.11.1957, Blaðsíða 2
Dánarfregnir — 1 1 " ’ > ÍSFIBÐINOUE Ctgeíandi: Framsóknaríélag ísfiröinga. Abyrgðarmaðor: Jón Á. Jóhannsson Afgreiðslumaðnr: GuOmundur Sveinsson Engjaveg 24 — Sími 332 - Veraldarundur Hvergi í veröldinni er til stjórn- málaflokkur sem að nokkru er lík- ur eða hliðstæður Sjálfstæðis- flokknum á íslandi. Þótt leitað væri með logandi ljósi mundi eng- inn stjórnmálaflokkur fyrirfinn- ast nokkursstaðar, sem hefði sitt fyrsta og eina boðorð á þessa leið: „Við fyrst, svo flokkurinn og þar næst þjóðin.“ Hvergi mundi finnast stjórnmálaflokkur sem svo væri gjörsnauður hugkvæmni og baráttuvilja til handa þjóðarheild- inni sem Sjálfstæðisflokkurinn. Hvergi mundi finnast stjórnmála- flokkur sem ástundar jafn háska- lega og óraunsæja yfirboðspólitík sem Sjálfstæðisflokkurinn, og hvergi mundi finnast stjórnmála- flokkur, sem jafnlitlu hefði áork- að til hagsbóta fyrir þjóðfélagið á jafnlöngum tíma, eins og raun ber vitni um veraldarundrið, sem kall- ar sig Sjálfstæðisflokk í þessu landi. Og allt er þetta sök þeirrar fámennu og þröngsýnu afturhalds- klíku, sem hefur tök á flokks- stjórninni og sem miðar allar sín- ar athafnir við eiginhagsmuni ein- vörðungu. Þessi tök á flokksstjórninni eru þeim mun merkilegri þar sem vit- að er að mikill fjöldi af því fólki sem fylgt hafa Sjálfstæðisflokkn- um til þessa er dugmikið og frjáls- lynt fólk, en það mun nú flest hafa skilið eðli og tilgang flokksklík- unnar, og er sjálfsagt búið að fá nóg af. Þrátt fyrir allt þetta hefur for- ingjalið Sjálfstæðisflokksins þá vantrú á dómgreind fólksins, að það muni ennþá fylgja þeim að málum, og þannig vinna gegn auðnu lands og lýðs. Nú standa fyrir dyrum bæjar- stjórnarkosningar í bæjum lands- ins. Aldrei hefur Sjálfstæðisflokk- urinn verið jafn uggandi um sinn hag og einmitt nú, og til þess liggja eðlilegar orsakir. Vanmátt- ur flokksins í þjóðmálunum með- an hann hafði ráð á þeim málum, andstaðan gegn hverskonar félags- legri framþróun, svo sem rafvæð- ing landsins, hin háskalega og fáranlega stjórnarandstáða, óstjórnin á málefnum Reykjavík- ur, þar sem íhaldið er einrátt, — allt þetta hefur að undanfömu spunnið Sjálfstæðisflokknum þá eðlilegu örlagaþræði, að hann mun (íuðjón Sigurðsson varð bráð- kvaddur að heimili sínu, Túngötu 13, 17. október s.l. Hann var fædd- ur að Kjalarlandi á Skagaströnd 18. júlí 1884. Hann flutti með for- eldrum sínum vestur að Hofsstöð- um í Gufudalssveit 1895, en Sig- urður faðir hans var bróðir Krist- jönu móður sr. Guðmundar Guð- mundssonar í Gufudal. Árið 1904, kvæntist hann Guðmundínu Jóns- dóttur, hún lézt í fyrrasumar. Ár- ið 1905 hófu þau búskap að Svarf- hóli í Geiradal og bjuggu þar til 1911, er þau fluttu til Isafjarðar og áttu hér heima upp frá því. — Guðjón stundaði hér oftast verka- mannavinnu, lengi hjá Samvinnu- félagi ísfirðinga og hafði þá stund- um verkstjórn á hendi. Síðari ár- in var hann lengi vélgæzlumaður í frystihúsinu í Neðstakaupstaðn- um. Þau hjón eignuðust alls 9 börn, en 6 synir þeirra eru á lífi. Tókst þeim með mikilli reglusemi og sparsemi að koma þeim vel til manna. Þeir eru Sigurður, múrari hér í bæ, Valgeir, múrari í Reykja- vík, Einar, fisksali í Reykjavík, Óskar Aðalsteinn, rithöfundur, Þorlákur, matsveinn, og Ásgeir hér bænum. Guðjón var prúðmenni í framgöngu, iðjumaður mikill, vin- sæll og vel látinn. Ibsen Guðmundsson, formaður og útgerðarmaður frá Suðureyri, Sjúkrafmgvöllur .... Framhald af 1. síðu. stæðið og umhverfi þess, og at- huguðu gaumgæfilega aðstæður allar. Leizt þeim vel á staðhætti þarna fyrir farþegaflugvöll til frambúðar. Er það von Dýrfirð- inga og nærsveitarmanna, að þarna verði því hið fyrsta hafizt handa um gerð flugvallar, er nægi farþegaflugi til héraðsins.- Verði sá völlur þá liður í framtíðarkerfi flugvalla á Vestfjörðum. Að lokum er þess að geta, þeir, er að flugmálum hafa starf- að hér vestra, telja brýna þörf radíóþjónustu á Þingeyri, núver- andi og vaxandi flugumferð til aukins öryggis og hagræðis. hvarvetna gjalda ábyrgðarleysis síns og bíða afhroð í kosningunum. Hvað viðkemur ísfirzkum kjós- endum munu þeir verða minnugir þess ófremdarástands sem hér var ríkjandi þegar Sjálfstæðisflokkur- inn stjómaði bæjarmálunum útí fjárhagsöngþveiti og aðgerðarleysi á öllum sviðum. Það er vissulega ekki úr vegi fyrir bæjarbúa að fara að rifja upp í huga sínum það ástand sem þá var ríkjandi. lézt í Landspítalanum seint í októ- ber s.l. Hann hafði hátt á fjórða tug ára stýrt 5 lesta vélbát sínum, er nefnist Sigurvon, af mikilli þrautseigju og dugnaði, og hlelckt- ist víst aldrei á í sjóferðum sínum. Merkur sveitungi Ibsens sagði við lát hans, að hann hefði verið af- burðamaður að reglusemi og ráð- deild i hvívetna. Hann var vel met- inn sæmdarmaður. Kvæntur var Ibsen Lovísu Kristjánsdóttur frá Flateyri, og eru 5 böm þeirra á lífi, uppkomin og vel metin. Hermaim Flóventsson frá Suð- ureyri, lézt í Sjúkrahúsi Isafjarð- ar, vel látinn maður á fimmtugs- '.ddri. Hann lætur eftir sig konu og 3 börn. Ólafur Jónsson, skólastjóri í Súðavík, varð bráðkvaddur að heimili sínu 9. október. Hann var sonur Jóns Magnússonar í Eyrar- dal og Guðrúnar Guðmundsdóttur (Bárðarsonar frá Eyri í Seyðis- firði) systur Jóns kaupmanns í Eyrardal. Ólafur stundaði lengst- um sjómennsku og ýms önnur störf, en kennslu ekki að staðaldri fyrr en síðasta áratuginn, og var skólastjóri í Súðavík 2—3 undan- gengin ár. Hann tók jafnan tals- verðan þátt í verkalýðsmálum í Súðavík, og fleiri félagsmálum, var og löngum í hreppsnefnd. Hann var myndarmaður og vel látinn. Kvæntur var hann Margréti Þor- láksdóttur frá Saurum og eignuð- ust þau tvær dætur. Ólafur varð 64 ára að aldri. Herdís Samúelsdóttir í Súðavík lézt í september. Hún var ekkja Kristjáns Albertssonar (járnsmiðs Jónssonar á Isafirði) og er sonur þeirra Albert oddviti í Súðavík. Frú Jónína Einarsdóttir, kona Haralds Guðmundssonar, skipstj., lézt 8. þ. m., eftir all langa van- heilsu, 63 ára að aldri, fædd 11. nóvember 1894. Hún var dóttir ag Einars Gunnarssonar, siðar fiski- matsmanns og konu hans Ólafar Hinriksdóttur. Þau hjón voru bæði ættuð úr Rangárvallasýslu. Mun Jónína hafa átt heima hér í bæn- um alla æfi. Þau Haraldur eignuð- ust eina dóttur, Sveinbjörgu, sem er gift og búsett í Kanada. Auk þess ólu þau upp fósturbörn. Jón- ína var myndarleg húsmóðir og vel látin. Soffía Jónsdóttir ekkja, lézt að heimili sínu hér í bænum, 25. okt. s.L, rúmra 82 ára að aldri. Elínbjörg Sveinsdóttir, vistkona á Elliheimili bæjarins, varð bráð- kvödd 27. október s.l. Hún var rúmra 92 ára, fædd 12. september 1866. Ekki sama hver i talut ð Vesturlandið telur það hina mestu niðurlægingu að taka þátt í ríkisstjóm með kommúnistum, og að eiga þátt í því að þeir komist í áhrifastöður í þjóðfélaginu. Norska verkamannaflokknum telur sama blað það sérstaklega til gildis að hann fyrirlíti komm- únista. Vesturlandið minnist hinsvegar ekkert á það, að það var Sjálfstæð- isflokkurinn sem fyrstur lyfti kommúnistum í ráðherrastól á ís- landi, og beinlínis dekraði við þá á allan hátt m. a. með því að troða þeim í þýðingarmiklar áhrifastöð- ur í þjóðfélaginu. Blaðið talar heldur ekkert um það að foringjalið Sjálfstæðis- flokksins gekk með grasið í skón- um, grátklökkt, eftir síðustu kosn- ingar og þrábað kommúnista að mynda nú með sér ríkisstjórn á íslandi. Þá fyrirleit Sjálfstæðis- flokkurinn ekki kommúnista, held- ur elskaði þá og virti eins og hann hefur jafnan gert bæði fyrr og síð- ar. Vesturlandið fordæmir heldur ekkert samvinnu Sjálfstæðis- flokksins á Isafirði við kommún- ista, sællar minningar, þá voru þeir efnirsóknarverðir bandamenn Sjálfstæðisflokksins og sérstak- lega þjóðhollir. Ætli hinir rólega íhugandi Sjálf- stæðismenn fái ekki ógleði af svona samræmi í málflutningi blaðómyndar sinnar? Athyglisverður dómur. Þann 8. þ. m. var í Sakadómi Reykjavíkur kveðinn upp dómur yfir 5 stjórnendum Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna fyrir brot á fjárfestingarlögunum og ólögleg afnot húsnæðis í Morgunblaðshöll- inni í Reykjavík, en húsnæði þetta hafði verið byggt sem íbúðarhús- næði. Voru þessir aðilar dæmdir samtals í 300 þús. kr. sekt. Bygging Morgunblaðshallarinn- ar er stórfellt hneykslismál, svo sem öllum landslýð er kunnugt, og er leitt til þess að vita að stjórn- endur Sölumiðstöðvarinnar skuli vera bendlaðir við þau lögbrot sem þar hafa átt sér stað. —oOo— Togari strandar á Skipeyri. Enskur togari strandaði á Skip- eyririni á þriðjudagskvöldið. Brezka eftirlitsskipið náði togar- anum á flot á morgunflæðinu. •—oOo—

x

Ísfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísfirðingur
https://timarit.is/publication/790

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.