Ísfirðingur - 23.11.1957, Blaðsíða 1

Ísfirðingur - 23.11.1957, Blaðsíða 1
Áskriftarsími blaosins er 332. KaupiS og lesið ÍSFIRÐING VII. árgangur. isaf jörður, 23. nóv. 1957 13. tölublað. Það borgar sig að auglýsa. Auglýsib' í ÍSFIRÐINGI Frá Flugfélagi íslands Tillöguuppdráttur GuSmundar frú Mösdal nð byggoasafni. Vestfirzkur sveitabær. Byggðasafn Vestfjarða 1 s.l. mánuði bauð Jóh. Gunnar Ólafsson, bæjarfógeti, bæjarstjórn og blaðamönnum hér í bænum að skoða Byggðasafn Vestfjarða, en því er komið fyrir í rishæð Sund- hallarbyggingarinnar. Að vöxtum er safnið nú þegar orðið furðanlega stórt, og mun það nú telja nálega 600 muni, en stöðugt er unnið að söfnun muna til viðbótar. Á vegum byggðasafnsins ferðað- ist Ragnar Ásgeirsson, ráðunaut- ur, um Vestfirði sumarið 1956 til söfnunar muna og varð honum mjög vel ágegnt. I haust var svo Ragnar um tíma hér í bænum og skrásetti þá um 400 muni í safninu og ferðaðist þá um Langadalsströndina til söfnun- ar. Að sjálfsögðu hefur ennþá ekki verið hægt að raða upp munum safnsins svo sem fyrirhugað er, enda þarf áður að lagfæra húsnæð- ið í samræmi við það. Forráða- menn safnsins munu hafa hug á að koma þar fyrir í framtíðinni líkönum af baðstofu, fiskhjalli, fiskiskipum og ef til vill fleiru til minja um forna hætti úr menning- ar- og atvinnulífi Vestfjarða. Eins og fyrr segir eru nú þeg- ar í safninu mjög margir merki- legir munir, sem hver og einn seg- ir sína sögu um horfinn tíma og minna á þær breytingar sem orðið hafa í þjóðfélaginu á tiltölulega stuttum tíma. En Byggðasafn Vestfjarða þarf að halda áfram að eflast. Eru menn hvattir til að láta safninu í té gamla muni og minjar og jafn- framt að fá aðra til að gjöra slíkt hið sama. Með árvekni og góðum vilja er hægt að efla safnið og þá um leið að forða oft dýrmætum munum frá tortímingu. Hljómleikar Kariakórs ísafjarðar Þann 11. og 12. þ. m. efndi Karlakór Isafjarðar til hljómleika í Alþýðuhúsinu hér í bænum í til- efni af 35 ára afmæli sínu. 1 sam- bandi við þessa hljómleika vann Karlakórinn að því, að fá hingað til bæjarins Guðrúnu Á. Símonar, óperusöngkonu, og s öng hún á hljómleikum þessum erlend og inn- lend viðfangsefni við frábærlega góðar undirtektir, og varð Guðrún að syngja aukalög. Undirleik fyr- ir óperusöngkonuna annaðist Ragnar Björnsson, söngstjóri. Söng Karlakórsins var einnig mjög vel tekið, að verðleikum, og varð hann að endurtaka lög og syngja aukalög. Söngstjóri karla- kórsins er Ragnar H. Ragnar, skólastjóri. Einsöngvari kórsins var Sigurður Jónsson, prent- smiðjustjóri, en undirleik annaðist frk. Elísabet Kristjánsdóttir. Fóru þau bæði vel með sin hlutverk, eins og vænta mátti. Hljómleikarnir voru ágætlega sóttir, og er þess að vænta að ís- firðingum gefist, áður en langt um líður, tækifæri til að hlusta aftur á hinn ágæta söng karlakórsins. Ber að þakka Karlakórnum fyr- ir framtak sitt og ánægjulega hljómleika. Síldveiði. Bátar við Faxaflóa hafa að und- anförnu fengið dágóðan síldarafla. Er síldin feit og vel söltunarhæf. Vonandi verður framhald á þess- um veiðum. Sumaráætlun innanlandsflugs lauk 30. sept, en sumaráætlun ut- anlandsflugs lauk 5. október. Sumarstarfið hefir að þessu sinni gengið mjög vel. Veður var hagstætt til flugs mestan hluta sumars, enda tafir fátíðar. Sum- aráætlunin hófst að þessu sinni 1. maí. Flogið var til og frá tuttugu staða innanlands. Farþegafjöldinn á tímabilinu 1. maí til 30. september var í innan- landsfluginu 41,643, en var á sama tíma í fyrra 37,436, svo að aukn- ing er 9 af hundraði. Sýna þessar tölur greinilega hve geysi þýðing- armikill þáttur innanlandsflugið er. Með vetraráætlun, sem hófst 1. október s.l. fækkar ferðum nokkuð frá því sem var á sumaráætlun- inni. Ferðir til Isaf jarðar og Vest- fjarða verða í vetur sem hér segir: Til Isafjarðar er flogið alla daga Sjúkraflugvollur á Þimjeyri Þann 2. nóvember lenti Björn Pálsson fyrstu flugvélinni á ný- gerðum sjúkraflugvelli á Hóla- holtum við Þingeyri. Flaug Björn vél sinni og Slysavarnafélagsins, TF—HIS. Flugvöllur þessi, sem er 300 x 20 metrar að stærð, var gerður fyrir frumkvæði slysavarnadeildarinnar „Varnar" á Þingeyri, en kostað- ur af fé því, er alþingi veitir ár- lega til þessara þarfa. Nam kostn- aðurinn alls um 16.000,00 kr., þar af kostaði um 10.000,00 að færa til þjóðveg og símalínu, er þarna voru fyrir. Flugvallarstæðið völdu þeir Björn Pálsson flugmaður og Haukur Classen, fulltr. flugmála- stjóra, en umsjón með verkinu höfðu þeir Árni Stefánsson, hrepp- stjóri, og séra Stefán Eggertsson, formaður slysavarnadeildarinnar. Stefán bóndi Guðmundsson í Hól- um lagði fram land undir völlinn ókeypis. Þess má einnig geta, í þessu sambandi, að 23. september s.l. komu til Dýrafjarðar ýmsir af helztu fyrirsvarsmönnum flugmál- anna, á einni af Douglasvélum Flugfélags íslands. Flugu þeir mörgum sinnum yfir flugvallar- Framhald á 2. síðu. nema sunnudaga og þriðjudaga. Til Þingeyrar og Flateyrar er flog- ið á þriðjudögum. Til Pareksfjarð- ar og Bíldudals á fimmtudögum. Rétt er að vekja athygli á því að brottfarartími flugvéla breytist með vetraráætluninni. Sumaráætlun í millilandafluginu hófst einnig 1. maí. Daginn eftir, 2. maí komu hinar nýju Viscount millilandaflugvélar til landsins og hóf önnur þegar áætlunarflug en hin var notuð til þjálfunar flug- manna í mánaðartíma. Frá 1. júní haía þær svo annast millilanda- flugið. Islendingar hafa sýnt það í sumar að þeir, ekki síður en aðrir, kunna að meta kosti Viscount flug- vélanna því farþegafjöldi hefir farið fram úr því sem bjartsýn- ustu menn gerðu sér vonir um í vor. Þess má geta í þessu sam- bandi að í Júlí fluttu Gullfaxi og Hrímfaxi 4171 farþega mílli landa. Á sama tíma í fyrra voru milli- landafarþegar 2187, svo aukning er hér 90,71%. Með vetraráætluninnj milli landa fækkar ferðum nokkuð. Farnar verða fimm ferðir fram og til baka vikulega. Til Kaupmannahafnar eru fjórar ferðir, tvær um Glas- gow og tvær um Osló. Ein ferð vikulega til London og komið við í Glasgow í heimleiðinni. Til Ham- borgar verða tvær ferðir í viku um Osló og Kaupmannahöfn. Nýr fiskibátur S.l. fimmtudag var settur á flot í Skipasmíðastöð M. Bernharðsson- ar, nýr fiskibátur er hlotið hefur nafnið Gunnhildur, 1S 246. Er þessi bátur eign h.f. Magna, Isa- firði. Þetta er í alla staði hið vand- aðasta og fríðasta skip. Stærð bátsins er um 60 smál. Vélin er 280 ha. M. W. M. vél. Báturinn er útbúinn öllum nýtísku tækjum, svo sem dýptarmæli, fisksjá, mið- unarstöð og fyrirhugað er að setja í hann ratsjá. Ennfremur er i bátnum 12 ha. ljósavél. Ráðgert er að báturinn fari á veiðar um næstu mánaðamót. Skipstjóri verð- ur Hörður Guðbjartsson, sem jafn- framt er annar aðaleigandi báts- ins. Fyrsti vélstjóri verður Ólafur Gunnarsson. Framkvæmdastjóri Magna h.f. er Baldur Jónsson.

x

Ísfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísfirðingur
https://timarit.is/publication/790

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.