Ísfirðingur


Ísfirðingur - 15.12.1957, Blaðsíða 7

Ísfirðingur - 15.12.1957, Blaðsíða 7
ISFIRÐINGUR 7 i út fyrir mig stefnu til hæstarétt- ar, á þá, sem hér í landi höfðu dæmt mál mitt. Auk þess móttók ég hjá ofursta Skjönfeld bréf á þýzku, sem ég skildi ekki, og hélt að væri fullkomin lausn frá her- þjónustu. Kom ég svo hingað til lands með allt þetta árið 1686 og hitti þá konurýjuna og veslings bömin í hörmulegri eymd, fátækt og vesaldómi. Þau fátæklegu efni, sem við áttum áður en ég var tek- inn og settur í fangelsi höfðu henni eyðst og tvístrast vegna vangetu hennar til að sjá fyrir sér og börnunum. Frá höfninni í Grundarfirði vestra (þar sem ég kom fyrst til landsins) varð ég að fara fótgang- andi til Akraness, um 16 mílur, heim í mín aumu híbýli. Guð einn veit, hve harmþrunginn ég varð, er ég sá eymd konu minnar og barna, er hún hafði mátt búa við áður greindan tíma. Engu að síð- ur mætti ég á Alþingi í þeim til- gangi að kunngera verndarbréf míns allra-náðugasta konungs og hæstaréttarstefnu. Þegar ég hitti að máli Heidemann (sem var þá hér landfógeti og áður fyrr hafði haldið mér í fangelsi á Bessastöð- um) sýndi ég honum bæði kon- ungsbréfin, stefnuna og þýzka bréfið. Hvað hann talaði við mig þá, get ég ekki sannað, því þeir, sem hlýddu á samtal okkar, eru nú látnir, að Jóni Hannessyni ein- um undanteknum, bróðursyni Sig- urðar Björnssonar, sem nú vill ekkert um þetta bera, og segist ekkert um það muna. En hvernig sem það samtal var, þá er hitt víst, að ég í minni vanþekkingu (sem ég nú fyrst skil), treysti á það, að vald Heidemanns væri svo mikið, og þar sem búið var að birta kon- ungsbréfin í lögréttu og ég hafði þar við hann talað, eins og þing- bókin sýnir, að ég þá mætti búa áfram í landinu frjáls og óáreitt- ur. Ég fór því heim aftur og gladdist yfir því, að mega nú í ró og næði hjálpa konu minni og börnum. Tók nú að fyrnast yfir mínar fyrri raunir, hrakninga og eymd, sem ég varð að þola saklaus, eftir beztu samvizku. Og þó hefi ég, eftir þennan tíma, ekki haft meiri ástæðu til að gleðjast, en svo, að ég hefi í sveita míns and- lits með erfiði mínu orðið að sjá farborða háaldraðri móður minni, heilsulausum syni, sem auk þess var geðbilaður, holdsveikri dóttur, holdsveikri systur, og ennfremur holdsveikum kvenmanni, skyld- menni mínu, eins og góðir menn geta vottað og staðfest. Ég er nú sextugur maður, þegar þetta gamla og hættulega mál, 1 ár aftur kem- ur fyrir dómstólana, undir yður, herra erindreki, sem fyrirskipar mér, að halda áfram aðalmálinu hið allra fyrsta. Vildi ég gjarna geta hlýtt dóminum í öllu, en bæði yður, velborni hérra ritari og öðr- um góðum mönnum er kunnugt, að ég er þess ekki megnugur. Til þess vantar mig hvorttveggja, vit og efni. Þessvegna bið ég yður, velæruverðugu herrar, með tárum og gráti, að þér með bænarskjali skýrið mínum náðuga konungi frá eymd minni, og beiðist þess, að mál mitt megi enn koma fyrir rétt, eins og hans konunglega há- tign, Kristján konungur fimmti, sællar minningar, hefur fyrirskip- að. Verði ég af hans konunglegu hátign, þessarar náðar aðnjótandi, (sem ég vona að guð veiti mér), þá er ég samt þess ómegnugur að reka mál mitt, því ég hefi hvorki fyrr né síðar fengið í mínar hend- ur, bréf eða dóma, sem í því gengu, hvorki héraðsdóm sýslumanns Guðmundar sál. Jónssonar, né dóm þann, er Sigurður Björnsson dæmdi í Kjalardal og heldur ekki lögþingsdóm hans, sem sagt er, að hafi dæmt af mér líf, frið og frelsi. Allir eru þessir dómar í höndum andstæðinga minna, og er ekki að vænta, að ég, aumur og varnarlaus maður, geti fengið hjá þeim dóma þessa, nema guð láti hjarta Konungs hrærast til með- aumkunar með mér, og hans há- tign fyrirskipaði þeim að gefa í mínar hendur endurrit dómanna. Og enn bið ég yður, veleðla herra erindreki, að gleyma ekki þessu atriði í bænarskjali mínu, er þér gjörið mín vegna. Auk alls þess andstreymis, sem ég hefi áður get- ið og þess ótta, sem ég ber vegna þeirra samtaka, sem áttu sér stað í lögréttu 1686, magnast nú enn mín þyngsta raun, þar sem mér er sagt, að bréf þýzka hershöfð- ingjans Skjönfelds, (sem ég ekki skil, eins og áður segir), sé orlof úr herþjónustu um stundar sakir en ekki algjör lausn, eins og ég hafði haldið. Þetta bréf er nú í höndum þess eðla herra Odds Sig- urðssonar vara-lögmanns, og hafði ég ekki vit á að leggja það fyrir yður herra erindrekar, þegar þið í síðastliðnum júní hélduð rétt og hlýdduð á mál mitt. En ef nú reyn- ist svo, að þetta þýzka bréf sé að- eins leyfi um stndarsakir, en ekki (sem ég hélt), fullkomin lausn úr hernum, þá er hættan og ógæfan enn meiri, að ég skyldi ekki skilja það. Vil ég því í herrans nafni, með gleði, þola allt, sem hans kon- unglega hátign fyrirskipar, að fram við mig komi, fyrir að mæta ekki undir fánanum, en ég bið hans allranáðugustu hátign, með konunglegri náð og miskunnsemi, líti á það, að ég skildi ekki bréfið og skil það ekki enn, nema hvað mér hefur sagt verið um efni þess. Herra varalögmaður Oddur sagði mér aldrei eða skýrði fyrir mér efni bréfsins. Ég bíð því í nafni frelsara míns Jesú Krists, úrskurð- ar míns allra-náðugasta konungs, í þessu háskalega máli mínu. En yð- Framhald á 14. síðu. * jj § 1FII )BHI)> IIM ttJ IH! HM IP óskar öllum Isfirðingum, viðskiptavinum og starfsfólki til lands og sjávar, gleðilegra jóla og hamingjuríks komandi árs. GLEÐILEG JÓL! FARSÆLT NÝTT AR! Þökkum viðskipti á líðandi ári. Verzlun Helgu Ebenezersdóttur. GLEÐILEG JÓL! FARSÆLT NÝTT ÁR! Þökkum viðskipti á líðandi ári. Hressingarskálinn. GLEÐILEG JÓL! FARSÆLT NÝTT AR! Þökkum viðskipti á líðandi ári. Verzlun Matth. Sveinssonar. Rakarastofa Árna Matthíassonar. SJÚKRASAMLAG ISAFJARÐAR óskar öllum meðlimum sinum gleðilegra jóla og farsældar og heilbrigði á komandi ári. GLEÐILEG JÓL! FARSÆLT NÝTT AR! Þökkum viðskipti á líðandi ári. Netagerð Vestfjarða h.f. GLEÐILEG JÓL! FARSÆLT NÝTT AR! Þökkum viðskipti á líðandi ári. Verzlun Jónasar Magnússonar. GLEÐILEG JÓL! FARSÆLT NÝTT AR! Þökkum viðskipti á líðandi ári. Gamla bakaríið. GLEÐILEG JÓL! FARSÆLT NÝTT AR! Þökkum viðskipti á líðandi ári. Valbjörk h.f., lsafirði. 1

x

Ísfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísfirðingur
https://timarit.is/publication/790

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.