Ísfirðingur


Ísfirðingur - 15.12.1957, Qupperneq 12

Ísfirðingur - 15.12.1957, Qupperneq 12
12 ISFIRÐING U R Guðmundur Ingi Kristjánsson: Tvær myndir úr lífi Leónóru Kristínar Amma mín sagði mér í bemsku minni nokkuð frá lífi Leónóru Kristínar, dóttur Kristjáns hins fjórða Danakonungs. Man ég nú að vísu ógjörla þær frásagnir, en æ síðan hafa mér hugstæð verið örlög þessarar konu, glæsileiki hennar og stórlæti í hirðlífi Kaup- mannahafnar og síðar þolgæði hennar og öryggi í langri fanga- vist í Blátumi. Ekki hef ég augum litið endurminningar þær, sem Leónóra Kristín ritaði á efri ár- um, en góð bók er það sögð og allvíða til hennar vitnað. En um konu þessa má margt lesa í sagn- fræðiritum og öðmm fræðibókum, auk þess, er verða kann á vegi manna í blöðum og tímaritum. Henni reyndist sem fleirum völt veraldarhyllin, maður hennar sak- aður um landráð í tveimur löndum, en hún síðan fangelsuð og hart haldin lengi. Segir sagan, að hún hefði litlar nauðsynjar í klefa sín- um aðrar en lýsislampa og elds- neyti það, er til hans þurfti, en færður matur á málum. Tók þá Leónóra það til bragðs að sitja í myrkri, en fékk fangavörðinn til þess að selja lýsisskammt sinn og kaupa fyrir andvirðið nál og band og pjötlu nokkra að sauma í. Rakti hún í fyrsta upp það, er hún saum- aði, en síðar ukust eignirnar, enda voru þá rýmkuð kjör hennar í dýblissunni. Svo fór að lokum, að henni var fengin stúlka til sam- lætis í fangaklefanum; hét sú stúlka Katrín. , Þær rimuðu myndir, sem hér birtast úr Iífi Leónóru Kristínar, sýna andstæðurnar í kjörum henn- ar og þá um leið þá göfgi og sál- arþrek, sem hvorki glatast við alls- nægtir og yfirlæti né við örbirgð og hörmungar. Er fyrri myndin úr brúðkaupi konungsdóttur, en hin síðari sýnir, hvernig hún hug- hreystir Katrínu lagsmey sína í Bláturni. &úðltauj>. Heilsar gestum Tign er í fasi hátíðlega og í framkomu, konungshöll æska í augum Kaupmannahafnar og yndisþokki. Dýrlegt skraut Ung og ástfangin og dýrir hljómar eiginkona kynna brúðkaup brosandi skín konungsdóttur. í brúðarlíni. Situr í öndvegi Vígð er hún til ásta íturvaxinn og til vegsemdar, Kristján fjórði unaðar, skarts konungur Dana. og auðæfa. Stýrir voldugur Hún mun sjálfkjörin veizlumaður í hirðlífi fagnaðarhátíð kvenna fremst fyrirmanna. í Kaupmannahöfn. Hér er brúðgumi, Bíður blikandi sem ber af öðrum, brúðarvegur Korfitz Úlfeldt efst í munaði konunglegur. yfirstéttar. Enginn er danskur Hún mun ekki þurfa aðalsmaður hendi sína gáfaðri til kaít í vatn né glæsilegri. koma láta. Skín af skikkju, Bjart er fyrir augum, skín af enni * blikar vangi. tign og göfgi Fullur er barmur glæsimennis. af fögnuði. Hann er ungur, Titrar hönd en hafinn mjög meðan heitar varir til mannráða bergja brosandi og metorða. brúðarskál. Beinast að brúði Hljómar höll á bamsaldri af háreysti. allra augu Drukkið er fast með aðdáun. að Danakonungs. Enginn hefur séð En Korfitz Úlfeldt fyrir altari konu sína fegurri mey brosandi kyssir fimmtán ára. hjá brúðarsæng. Tlálin í íilátuim. Leiðist þér, Katrín, þá gremst mér það, góða, að geta ekki lofað þér út. En hér á ég nokkuð, sem bæta skal bölið, band mitt og nál og klút. Hvernig verkefnið verður til hjálpar, veit ég til hlítar og skil. Nú skal ég lána þér nálina mína, nú skal ég segja þér til. Hve þungt er að sitja hér saklaus inni svift því, sem dýrðlegast er, blómum og sólskini, auðlegð og ástum, engum er ljósara en mér. En hér hef ég lært, hve það hjálpráð er mikið, sem handiðjan sálinni gaf Nú skal ég sýna þér nálarsporin, nú skaltu sauma staf. Gráttu ekki, Katrín. Ef höndin er heilbrigð og hafir þú verkefni til, þá lætur þú iðjuna bæta þér bölið og bera þér fróun og yl. Alltaf í neyð og í umkomuleysi iðjan er hamingja þín. Hún er það bezta, sem guð hefur gefið. Gráttu ekki, Katrín mín. Marga stund hef ég setið og saumað sorgir úr huga mér. Aleigu mína og alla reynslu, allt skal ég lána þér. Þá saumarðu bráðum sélega stafi, þá saumarðu myndir og nöfn. — Og frá hirðinni skal ég segja þér sögur úr Svíþjóð og Kaupmannahöfn. GaSmundur Infji.

x

Ísfirðingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísfirðingur
https://timarit.is/publication/790

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.