Ísfirðingur


Ísfirðingur - 13.05.1964, Blaðsíða 1

Ísfirðingur - 13.05.1964, Blaðsíða 1
m^ BLAÐ ¥RAM$OKNAT?MANNA í VESTrJAZÖAMORDÆMI 14. árgangur. Isafjörður, 13. maí 1964. 7. tölublað. Hlutur Vestfirðinp i vepféim stórlep skertur Síðastliðinn föstudag hófst í siameinuðu þingi síðari um- ræða um vegaáætlunina fyrir 1964. Þá mælti Sigurvin Einarsson alþingismaður fyrir breytingartillögu við vegaá- ætlunina, sem hann flytur á- samt Hermanni Jónassyni og Hannibal Vialdimarssyni, um hækkun á fjárhæð til nýbygg- inga vega á Vestfjörðum um 3,8 milljónir króna. Sigurvin sagði: „Á síðasta ári var hlutur Vestfjarða í nýbyggingafénu 19,5% af Sigurvin Einarsson heildarfjárhæðinni. Skv. til- lögum fjárveitingarnefndar á að lækka hlutfallið niður í 14% af heildarfjárhæðinni. Þrátt fyrir hina gífurlegu þörf Vestfjarða er lagt til að hlutur Vestfjarða í nýbygg- ingarfénu verði lækkaður um 26%. Þetta er gert á sama tíma og kaupstaðir og kaup- tún fá 30 milljóna nýtt fram- lag til vega og gatnamála og stórfé tekið að láni til Reykjanesbrautar, sem út af fyrir sig er hvort tveggja nauðsynlegar og æskilegar á- kvarðanir, sem allir hafa verið sammála um að styðja. En í þessu kemur fram herfi- leg mismunun og óréttlæti gagnvart þeim landshlutum, sem verst eru settir. Við Her- mann Jónasson höfum flutt 5 ár í röð frumvörp um lán- töku til vegagerðar á Vest- fjörðum en þessí frumvörp hafa verið svæfð eða drepin af stjórnarliðinu. 1 vetur fluttum við við afgreiðslu fjárlaga tillögu um 10 milljón króna lánsheimild til vega- gerðar á Vestfjörðum og 10 milljón króna framlag til að koma í veg fyrir eyðingu byggðar og fólksflótta frá Vestfjörðum. Þessar tillögur voru drepnar af stjórnarlið- inu, og þeir menn réðu úr- slitum, sem nú eru að koma hér upp eins og Sigurður Bjarnason og kvarta yfir því, hve hlutur Vestfjarða sé lítill. Breytingartillaga okkar um 3,8 milljón króna hækkun á framlögum til vega á Vest- fjörðum er ekki ýkja stór upphæð t.d. borið saman við Reykjanesbraut, en því er þessi upphæð valin, að með henni til viðbótar myndu Vestfirðir halda hlutfalli sínu í nýbyggingarfénu miðað við það, sem það var í fyrra. Mun nú koma í Ijós, hver sé vilji þeirra manna, sem eru að kvarta undan því að hlutur Vestfjarða sé lítill og þurfi að vaxa." Eins og fram kom í ræðu Sigurvins hefur hann ásamt Hermanni Jónassyni hvað eftir annað á undanförnum þingum flutt frumvörp um lántökur til vegagerðar á Vestfjörðum. En fyrir brýn- um þörfum Vestfirðinga í þessum efnum hafa ríkis- stjórnarflokkarnir jafnan lokað augunum og ekkert á- tak viljað gera til að rétta hlut Vestfjarða í vegamál- unum. Bendir þetta eindregið til þess að ríkisstjóranar- lið:ð hafi lítinn áhuga fyrir Vestfjörðum að öðru leyti, því bætt vegakerfi og auknar Deildaskipting Landsspítalans Á þinginu í vetur fluttu þeir Hannibal Valdimarsson, Ingvar Gíslason og Lúðvík Jósefsson mjög athyglisvert frumvarp um deildaskiptingu Landsspítala Islands. 1 frumvarpinu fólst að Landsspítalinn ræki sem deild frá sér eitt sjúkrahús í hverjum landsfjórðungi. Er mál þetta hvorttveggja í senn nauðsynlegt og aðkallandi. Á fundi bæjarstjórnar Isa- fjarðar 6. þ.m. var einróma samþykkt eftirfarandi tillaga frá bæjarráði: Hermann Jónasson samgöngur er grundvallarat- riði fyrir fjölþættu og þrótt- miklu athafnalífi. —? — Síðustu afrek þinameiri- lilulans S j úkrahúsf rum varpið svæft í nefnd. Frum- varpið um menntaskóla á Vestfjörðum svæft í nefnd. Frumvarpið um Vestfjarðaskip svæft í ne:nd. Hlutur Vestfirð- inga stórlækkaður í vegafénu. —?— Barnskólanum á ísafirði verður slitið 20. þ.m. í IOGT- húsinu kl. 4. Handavinnusýning skólans verður á annan dag Hvíta- sunnu í skólanum kl. 2—10 síðdegis. „Þar sem frumvarp til laga um Landsspítala lslands, sem þeir Hannibal Valdimarsson, Lúðvík Jósefsson og Ingvar Gíslason, flytja í neðri deild Alþingis, felur í sér, að dómi bæjarstjórnar Isafjarðar, mikilvægt spor í þá átt að tryggja landsbúum sem jafnast og fullkomnast öryggi í heilbrigðismálum án tillits til búsetu og léttir jafnframt af ýmsum bæjarfélögum verulegum fjárhagsbyrðum vegna reksturshalla sjúkrahúsa, skorar bæjarstjórnin á Alþingi að samþykkja frumvarpið á yfirstandandi þingi." »Vestanflug« Á sumardaginn fyrsta kom hingað til bæjarins í fyrsta skipti ný flugvél tveggja hreyfla, af gerðinni Piper Apache. Eigandi véliarinnar Guðbjörn Charlesson, flug- maður. Fjöldi manns tók á móti vélinni á flugvellinum og Halldór Ólafsson 2. varafor- seti bæjarstjórnar, ávarpaði Guðbjörn og bauð hann vel- kominn til bæjarins með hina nýju og glæsilegu flugvél. Bæjarstjórn bauð Guðbirni o.fl. til kafidrykkju að Mána- kaffi og tóku þar ýmsir til máls. Guðbjörn þakkaði hlýj- ar móttökur og fyrirgreiðslu bæjarstjórnar. Með því að ráðast í kaup og rekstur þessarar flug- vélar hefur Guðbjörn Char- lesson sýnt merkilegt fram- tak, mikinn dugnað og lofs- verðan áhuga fyrir bættum samgöngum við Vestfirði. Mun Guðbjörn annast far- þegaflug og sjúkraflug á Vestfjörðum, og á ísafirði mun flugvélin verða staðsett eftir að upp hefur verið kom- ið flugskýli. Anars er það athyglisvert, að áhugi fyrir úrbótum í samgöngumálum virðist vera ættgengur, ef svo mætti segja, í ætt Guðbjörns. Afi hans, Bjarni, stuðlaði að bætt- um samgöngum að þeirrar tíðar hætti með hestvögnum. Synir hans, og má þá sér- stakiega nefna Þóri, tóku svo bílana í þjónustu sína. Og nú kemur Guðbjörn Char- lesson með nýtízku flugvél, og eru honum færðar heilla- óskir með fyrirtæki sitt. —? — Nýr bátur Ólafur Friðbertsson heitir nýr fiskibátur, 193 lestir, sem nýlega kom til Súgandafjarð- ar. Eigandi bátsins er hf. Von á Suðureyri. Báturinn er smíðaður í Flekkefjord í Noregi. Hann er með 495 ha. Lister-vél og er búinn full- komnustu siglingatækjum. Skipstjóri er Filip Hösk- uldsson.

x

Ísfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísfirðingur
https://timarit.is/publication/790

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.