Ísfirðingur - 13.05.1964, Blaðsíða 2
ISFIRÐÍNGUR
&Í
rt
BUÐ rKAMSÓKNAWMNHA I yfSTrMBMK/OPMW
Útgefandi.
Samband Framsóknarfélaganna í Vestfjarðakjördæmi.
Ritstjórar:
Halldór Kristjánsson og Jón Á. Jóhannsson, áb.
AfffreiSslumaSur:
Guðmundur Sveinsson, Engjavegi 24, sími 332.
Skutull minnist á stefnu
í Skutli, sem út kom 1.
maí, er látin í ljós furða
yfir því, að á æskulýðssíðu
Tímans viar einhverntíma
minnst á verkamannaflokk-
inn norska svo sem þar væru
skoðanabræður ungra Fram-
sóknarmanna á íslandi. Þetta
þykja Skutli svo mikil tíð-
indi, að hiann mælist til þess
að út verði gefið sérstakt
hátíðablað af ísfirðingi.
Jafnaðarstefna, þjóðnýting
og sóíalismi eru allt saman
orð með nokkuð rúma merk-
ingu. Stjórnmálaflokkur sá í
Noregi, sem hér er um að
ræða, kennir sig ekki við
neitt slíkt, heldur aðeins
verkafólkið, þvi að hann
heitir Arbeider Parti.
í því tilefni, að Alþýðu-
flokksmenn á Islandi hafa
löngum nefnt þennan norska
flokk Alþýðuflokkinn norska
mætti gera nokkurn samian-
burð. Enginn flokkur í Nor-
egi nýtur jafnmikils fylgis
í sveitum og verkamanna-
flokkurinn og hann er ein-
lægur samvinnuflokkur. Þetta
tvennt mætti út af fyrir sig
nægja til hugleiðingar í
tveimur Skutulsblöðum. Ann-
aðhvort er hér munur á
flokkum eða þjóðum.
Fyrirsögn viðtalsins, sem
Skutull prentar upp úr Tím-
anum, er á þessa leið:
Takmark jafnaðarmanna að
þjóðin nái yfirráðum yfir
efnahagslífinu.
Þar gæti Skutull fengið
efni í hugleiðingu um það,
hvort stefna núverandi stjórn-
ar miði fremur að því að
safna eignum á fáar hendur
eða dreifa þeim. Sömuleiðis
hversu vasklega ríkisstjórnin
er á verði gegn því að ís-
lenzka þjóðin ljái öðrum
þjóðum vald eða yfirráð í
efnahagslífi sínu.
Ætli það væri annars ekki
tilhlýðilegt að Skutull gæfi
út hátíðablað til að ræða af-
söðu Alþýðuflokksins til
j af naðarstef nunnar ?
H-
0
SjiiviHivepinn
Á flokksþingi Framsóknarflokksins í marz var í
sambandi við sjávarútvegsmálin samþykkt eftirfarandi
ályktun:
Sjávarútveginn ber að efla m.a. með því:
að gera skipulegt átak í hafnarframkvæmdum og sé
gerð um það sérstök framkvæmdaáætlun til fjögurra
ára í likingu við vegaáætlunina.
að auka vísindalegar rannsóknir á fiskistofnum, m.a.
með útgerð rannsóknarskips, efla fiskleitarstarfsemi,
gera tilraunir með veiðiaðferðir og tækni, og skipu-
leggja notkun veiðisvæðanna.
að vinna að því af einbeitni að tryggja Islendingum
yfirráð alls landsgrunnsins.
að auka stórlega fiskiðnaðinn með hliðsjón af þeim
afla, sem sérfræðingar telja að gera megi ráð fyrir
flest ár og taka upp nýtízku tækni og hagræðingar-
aðferðir.
að styðja heilbrigt einstaklingsframtak, en stemma
stigu fyrir þeirri þróun, að atvinnutæki og fjármagn
safnist á fárra manna hendur. 1 því skyni ber m.a. að
efla camvlnnurekstur í fiskiðnaði.
h-
-h
Haraidur Guðmundsson
Haraldur Guðmundsson,
skipstjóri lézt á sjúkrahúsi
í Reykjavík 7. apríl, rúmlega
66 ára að >aldri, f. 23. sept-
ember 1897.
Haraldur var einn af elztu
og fremstu skipstjórum hér
og þótt víðar væri leitað.
Hafði hann verið skipstjóri
í 35 ár alls, fyrst á Ásbirni
Samvinnufélags Isfirðinga, og
síðar á Ásúlfi eign Skutuls-
félagsins, þar sem Haraldur
var aðleigandinn, en var
nú hættur skipsstjórn. —
Honum hlekktist aldrei á
Haraldur Guðmundsson.
á skipstjórnarferli sínum, né
missti mann. — Má slíkt
teljast óvenjulega farsæll
skipstjóraferill. — Hann seldi
Ásúlf síðastliðið haust og
fagnaði því, að vera laus
við erfiðan útgerðarekstur, og
geta greitt áhvílandi skuldir
útgerðarfélagsins, enda var
hann mesti skilamaður í við-
skiptum. — Mun hann hafa
átt nokkurn afgang í ver-
tíðarlokin. Má því segja að
honum hafi tekist að aka
heilum vagni heim af sviði
útgerðarrekstursins.
Haraldur tók jafnan mikinn
þátt í málefnum útgerðar og
sjómennsku, — bæði í skip-
stjórafélagi hér í bænum, og
var þar oft í stjórn. Hann
var og oft fulltrúi á þingum
Farmanna- og fiskimanna-
sambandsins. — Einnig var
hann í mörg ár fulltrúi á
fjórðungsþingum fiskideilda
Vestfjarða, og var gjaldkeri
þess sambands lengi. — Þá
var hann Fiskifélagsfulltrúi
tvö síðustu árin. og sat fiski-
þing aðeins nokkra daga í
vetur, áður en hann lagðist
banaleguna. — Haraldur var
einn af stofnendum Sam-
vinnufélgs Isfirðinga og í
stjórn félagsins í nokkur ár.
1 bæjarsjórn átti hann sæti í
tvö kjörtímabil. Ýmsum fleiri
félagsmálum sinnti hann.
Ég kynntist Haraldi fyrst
á fundum og í stjórn Sam-
vinnufélags Isfirðinga. — Þar
var raunar mikið átak gert,
á þeirra tíma mælikvarða, í
útgerðarmálum bæjarins, og
nýstárlegt skipulag tekið upp,
sem skoðanir voru skiptar
um. Haraldur gerði sér fulla
grein fyrir skipulagi félags-
ins. Hann gerði sér meira
far um en flestir aðrir, sem
ég hefi haft fundasamstarf
við, að kynna sér málefnin
cg var óspar á að láta í
ljós, ef honum fannst óheppi-
lega að framkvæmdum unnið,
en jafnan af hreinskilni og
djörfung. — Ekki vorum við
ávallt sammála um ýmis mál,
og oft á andstæðri skoðun, en
jafnan fór þó vel á með
okkur. Hann var ekki jafn
siéttmáll á fundum, sem ýms-
ir aðrir, en menn hlutu að
veita orðum hann athygli
þótt eigi væru honum sam-
mála. Haraldur var kvæntur
Jónínu Einarsdóttur Gunn-
arssonar héðan úr bænum:
Hún lézt 1957. Einkadóttir
þeirra, Sveinbjörg, er gift
Svavari Tryggvasyni úr
Svarfaðardal. Þau hjón eru
búsett í Blaine á Vesturströnd
Kanada. — Kom Sveinbjörg
heim til að vera við útför
föður síns. Fósturbörn þeirra
eru tvö: Ólöf Hinreksdóttir
gift og búsett á sömu slóðum
og Sveinbjörg, og Leifur Jón-
asson, sjómaður hér í bænum.
Haraldur var jarðsettur hér
í bænum, að viðstöddu fjöl-
menni 15. f.m.
Kr. J.
— ? —
MESSA
í Isafjarðarkirkju á Hvíta-
sunnudag kl. 2 e.h.; í Hnífs-
dal kl. 4 e.h.
Hugrún ÍS 7
Nýlega kom til Bolungar-
víkur nýtt skip, Hugrún 1S-7,
eign Einars Guðfinnssonar hf.
Er þetta hið glæsilegast skip
206 lestir, og er smíðað í
Marstrand í Svíþjóð. 1 skip-
inu er 675 ha. Nohab-Polar
vél og það er búið öllum ný-
tízku tækjum.
Skipstjóri verður Hávarður
Olgeirsson.
— ?—
Sænskt olíusoðið
masonit væntanlegt.
Pantanir teknar.
Raupf élag ísfirðinoa
sími 206.
Karlmannaskór.
Strigaskór.
Gúmmískór.
Slíóverzlun Leós hf.
Isafirði.
Reiðhjól
og
varahlutir.
@c
H-
Á flokksþingi Framsóknarflokksins í vetur var í
sambandi við húsnæðismálin gerð eftirfarandi sam-
þykkt:
Endurskoða skal húsnæðismálalöggjöfina með það
fyrir augum:
að tryggja hagkvæm lán, sem svarar tveim þriðju
hlutum byggingarkostnaðar út á allar íbúðir af hóf-
legri stærð.
að efla stórlega þá starfsemi, sem miðar að því að
Iækka byggingarkostnað með aukinni tækni og hag-
Iivæmni.
Komið verði á fót lífeyriskerfi fyrir alla landsmenn
og það fjármagn, sem safnast, notað til að stuðla að
lausn húsnæðismálanna.
H-
-H