Ísfirðingur


Ísfirðingur - 29.05.1971, Blaðsíða 2

Ísfirðingur - 29.05.1971, Blaðsíða 2
2 ÍSFIRÐINGUR Markmiðið er: Halldór Mikilvægasta málið Framhald aí 1. síðu Það er sannfæring mín, að slíkur félagssþroski er óvíða eða hvergi nauðsynlegri en gagnvart byggðum Vestf jarða Vestfirðingar hafa orðið mjög útundan að ýmsu leyti í sam bandi við hinar nýju þarfir velferðarþjóðfélagsins. Heilbrigðisþjónustan á Vest fjörðum er að ýmsu leyti þannig, að ekki verður lengur við unað. Á því sviði verður að gera stórt átak, bæði í sambandi við læknamiðstöðv- ar, lækna í einstökum byggð- arlögum a.m.k. háveturinn, bætt sjúkraflug, o.fl. Á sviði menntamála er svipaða sögu að segja. Er hið nýja grunnskólafrumvarp verður að lögum, verður að- staða hinna smærri staða að ýmsu leyti erfiðari en nú er. Menntaskóli á ísafirði er að sjálfsögðu virðingarvert fram tak. 1 kringum hann verður að efla menntamiðstöð, en það þarf þó einnig að gera víðar í kjördæminu. Vestfjarðaáætlunin fræga átti að leysa, að því er virt- ist, alla erfiðleika kjördæmis- ins í samgöngumálum. Meta ber það, sem vel hefur verið gert í lagningu bættra vega yfir heiðar og fjöll. Stað- reyndin er hins vegar sú, að sumar stærstu framkvæmd- irnar voru alls ekki með í þessari áætlun. Afleiðingin er sú, að Vest- firðingar eru nú engu betur tengdir við vegakerfi lands- ins en þeir voru áður. í þessu sambandi ber hæst Djúpvegurinn og vegagerð um eða yfir hálsana í Barða- strandarsýslu. Þessum fram- kvæmdum verður að ljúka án tafar, ef Vestfirðingar eiga að geta kallazt í sambandi við vegakerfi annarra hluta landsins. í símamálum, svo að eitt dæmi enn sé nefnt af mörg- um, hlýtur það að vekja furðu allra, að ekki skuli sama lágmarksgjald greitt fyrir símtöl innan alls þess svæðis, sem hefur sama svæðisnúmer. í sumum þorp- um er aðeins unnt að hringja í 20 til 30 númer á lágmarks- gjaldi. Hins vegar geta Reyk- víkingar hringt í símanúmer, sem skipta tugum þúsunda á lægsta gjaldi. Þannig mætti lengi nefna dæmin, sem sýna hið breikk- andi bil á milli dreifbýlis og þéttbýlis. Þessari öfugþróun verður að snúa við. Það er ekki nóg að segja í orði að við viljum byggja landið allt. • •• Við verðum að sýna það í verki. Jöfnuður með dreifbýli og þéttbýli hefur ávallt verið og er eitt stærsta baráttumál Framsóknarflokksins. Það er það enn í þeim kosningum sem nú fara í hönd, ásamt landhelgismálinu. LANDHELGISMÁLIÐ Um landhelgismálið hefur verið mikið rætt og skal ég ekki fjölyrða um það. Stað- reyndirnar eru augljósar. Við viljum færa landhelgin út fyrir hafréttarráðstefnuna 1973 á meðan engin alþjóða- lög takmarka víðáttu fisk- veiðilögsögunnar. Þetta nefna stjórnarflokkarnir „siðlausa ævintýrapólitík“ og vilja bíða þar til eftir ráðstefnuna, þrátt fyrir þá staðreynd, að mikl- ar líkur eru til þess, að stór- veldin fái þar 12 sjómílna lögsögu samþykkta sem al- þjóðalög. Til þess að þetta megi tak- ast er jafnframt nauðsynlegt að segja upp samningum við Breta, sem heimilar þeim ein hliða að vísa útfærslu okkar til Alþjóðadómstólsins í Haag. Það mega stjórnarsinnar ekki heldur heyra nefnt. Þeir telja það „siðlausa ævintýra- pólitík" að ganga í nokkru gegn vilja Breta. Stjórnarflokkarnir skella skollaeyrum við vitnisburði sjómanna um stóraukna sókn erlendra togara á íslandsmið og fiskifræðinga um ofveiði. Skoðanamunurinn á milli okkar Framsóknarmanna og stjórnarflokkanna er því aug- ljós og meiri en orð fá lýst. Framkvæmdir í landhelgis- málinu geta ráðið sköpum um framtíð þjóðarinnar og sjálf- stæði. KOSNINGARNAR 13. JÚNÍ í kosningunum 13. júní næst komandi er ekki sízt kosið um það, hvort landhelgin skuli færð út og hvort jöfn- uði verði komið á milli dreif- býlisins og þéttbýlis, eða hvort viðreisnarstjórnin skuli sitja áfram og dreifbýlið og landhelgin látin bíða. Um þetta er kosið. Hvern- ig næst það? Hvernig verður meirihluta stjórnarflokkanna hnekkt? Annar stjórnarandstöðuflokk urinn, Alþýðubandalagið hef- ur margklofnað, en klofnings- brotin hafa þegar sundrazt svo, að vonlaust er að þau fái mann kjörinn. Að kjósa hina sundruðu hjörð Frjáls- lyndra og vinstrimanna er Framhald af 1. síðu. una. Fyrst árið 1951 þegar hún var færð út í 4 mílur, úr 3 mílum, fyrir Norður- landi, síðan 1952 þegar fært var út í 4 mílur umhverfis landið allt. Þá voru grunn- línur ákveðnar þannig að landhelgin stækkaði verulega. Loks árið 1958 þegar fært var út í 12 mílur. Sú stefna sem felst í til- lögum ríkisstjórnarinnar var fyrst mörkuð 1961, með samningnum við Breta og árið 1962 með samningnum við Vestur-Þjóðverja. í þess- um samningum við Breta og V.-Þjóðverja eru þau ákvæði m.a. að vilji íslendingar síðar færa út fiskveðilögsöguna frekar, þá skuli þeir tilkynna Bretum og V.-Þjóðverjum út- færsluna með 6 mánaða fyrir- vara, og fallast á að láta Al- þjóðadómstólinn í Haag fella úrskurð í málinu ef Bretar eða V.-Þjóðverjar óska þess, og þá um leið að hlýta úr- skurði dómstólsins. Með þessu ákvæði er framkvæmd lag- anna um vísindalega verndun fiskimiða landgrunnsins ekki lengur íslenzkt innanríkismál. Nær allar þjóðir heims búa við landhelgi og fiskveiðilög- sögu, sem þær hafa sjálfar ákveðið einhliða. Þetta á- kvæði um málskot til Haag- dómsins er einstakt í sinni röð. — Þegar samningurinn var gerður lýsti talsmaður Framsóknarflokksins á Al- sannarlega réttnefnt „að kasta atkvæði sínu út um gluggann". Framsóknarflokkurinn er einhuga flokkur í sókn. Hann einn getur hnekkt meirihluta stjórnarflokkanna. Þetta verða stjórnarandstæðingar í hverju kjördæmi að yfirvega af fullri ábyrgð, ekki sízt Vestfirðingar, þar sem óá- byrg ævintýramennska gæti leitt til þess, að Sjálfstæðis- flokkurinn fengi þrjá menn kjörna og viðreisnarstjórnin haldi meirihluta sínum. Svo mun þó ekki fara. Stjórnarandstæðingar eru í meirihluta á Vestfjörðum. Auk þess skortir aðeins herzlumuninn til þess að senda einn þann harðasta stjórnarandstæðing og sann- asta Vestfirðing, sem ég þekki, á þing, Halldór Krist- jánsson, þriðja manninn á lista Framsóknarflokksins. Steingrímur Hermannsson. þingi því yfir að flokkurinn liti á samninginn sem nauð- ungarsamning sem gerður væri frammi fyrir hótun um áframhaldandi valdbeitingu af hálfu Breta. í þessum samnningi við Breta er ekkert uppsagnar- ákvæði, en enginn samningur er óuppsegjanlegur, allra síst þegar um lífsbjargarmál er að ræða. Fjölmargar þjóðir hafa síðan þessi samningur var gerður fært einhliða út landhelgi sína, og sú stefna að strandríkin beri einhliða réttur til að ákveða ladhelgi sína í samræmi við landfræði- legar, félagslegar og efna- hagslegar aðstæður og þarfir hefur öðlast miklu meiri skilning. Skilningur þjóðanna á því að sömu reglur hljóti að gilda um hafsbotninn, eins og um hafið yfir honum hef- ur einnig aukizt, en það er viðurkennt á alþjóðavettvangi að strandríkjum beri réttur til auðæfa botnsins á öllu landgrunninu. Ágreiningurinn í landhelgis- málinu er ekki um tiltekinn dag, einsog sumir Sjálfstæðis menn halda fram. Ágreining- urinn er um það hvort nú skuli ákveða athafnir í stað orða. Á að ráðast í stækkun landhelginnar eða á að láta sér nægja það eitt að kjósa nýja 5 manna nefnd til að semja frumvarp til laga um rétt íslendinga til landgrunns ins. Tillaga ríkisstjórnarinnar segir ekkert um ákvæðin um stækkun landhelginnar. Hins vegar felur tillaga stjórnar- andstæðinga það í sér að á- kveðið verður að stækka land helgina, og ákveðin tímasetn- ing. Þetta eru meginatriði. Framhald af 1. síðu. þjóðar hvernig það ræðst. Ég hef í ræðu og riti reynt að túlka lífsskoðun mína og vinna gagn þeim viðhorfum sem ég trúi að séu til al- mennra heilla. Ég er Framsóknarmaður vegna þess, að Framsóknar- flokkurinn er félagshyggju- flokkur og dreifbýlisflokkur Jafnframt er því lýst yfir að samningurinn við Breta og V.-Þjóðverja geti ekki talist bindandi vegna mjög breyttra viðhorfa. Við hljótum að verða að færa út landhelgina svo fljótt sem unnt er. Fiskimiðin um- hverfis landið eru sá grund- völlur sem okkar efnahags- kerfi byggist á. Með þyí að bíða köllum við yfir okkur síaukna ásókn erlendra veiði- skipa á fiskimið okkar. Öll fjarlægari fiskimið umhverfis okkur eru nú þegar fullnýtt og mörg lokuð. Vegna tak- markana á öðrum miðum er sókn útlendinga vaxandi. All- ir stofnar gæðafisks við strendur íslands eru þegar fullnýttir, um það er enginn ágreiningur. En eftir hverju á þá að bíða þegar svo er komið? Staðreyndirnar blasa við. Fiskimiðin við strendur lands ins og á landgrunninu verður að vernda. Hvað sem líður samningnum við Breta verð- ur að færa út fiskveiðilög- söguna. Það þolir enga bið. Hér hljóta athafnir að koma í stað orða og engin bið eftir alþjóðaráðstefnu getur rétt- lætt frestun á útfærslu. Þeir alþingismenn sem kosn ir verða í næstu kosningum ráða ferðinni í landhelgis- málinu. Sú krafa verður til þeirra gerð að þeir skilji að landhelgismálið er mesta sjálf stæðismál okkar í dag og gæfa íslenzku þjóðarinnar er undir því komin að þeir skilji að íslenzka þjóðin vill ekki semja við neina þjóð um auð- æfi landsins, landgrunnsins og hafsins yfir því, enda eru þau auðæfi undirstaða að vel- megun þjóðarinnar. á þann veg, að hann vill fram för landsins alls, en það trúi ég að sé þjóðinni í heild fyr- ir beztu. Ég legg málin í dóm kjós- enda í trausti þess, að ég hafi hvergi blekkt þá né svikist að þeim, en þeir viti, hvaðan ég kem og hver ég er. Halldór Kristjánsson. Þökkum kærlega heimsóknir, gjafir, skeyti og alla vinsemd okkur sýnda á gullbrúðkaupsafmæli okkar 15. maí s.l. Petrína Þórðardóttir Sigurbaldur Gíslason. Bjarni Guðbjörnsson. Framfarir landsins alls

x

Ísfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísfirðingur
https://timarit.is/publication/790

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.