Ísfirðingur


Ísfirðingur - 29.05.1971, Blaðsíða 3

Ísfirðingur - 29.05.1971, Blaðsíða 3
ÍSFIRÐINGUR 3 ÓLAFURÞ. ÞÓRÐARSON: Valdið er þjóðarinnar 13. júní Ólafur Þ. Þórðarson Það er víst að bera í bakka fullan lækinn að skamma þá stjórn, sem nú situr við völd í landinu, en nú nálgast sá dagur, sem ábyrgðin er þjóð arinnar en ekki stjórnarinnar. Stjórnin stendur ábyrg frammi fyrir þjóðinni 13. júní, en þjóðin stendur ábyrg frammi fyrir þeirri kynslóð, sem nú er að komast á mann dómsaldur. Sú kynslóð mun spyrja hina eldri: „Hvers vegna létuð þið þetta viðgangast? “ Ég er hrædd- ur um, að margir verði seinir til svars og að svörin verði yfirborðskennd. Hvað er það, sem þjóðin hefur lát- ið viðgangast? í tíð þessarar stjórnar þ.e. Viðreisnarstjórn arinnar, hefur verðbólgan vax ið hraðar en nokkru sinni fyrr. Suma hefur hún gert ríka, en alla, sem lítils hafa mátt sín, en unnið sínu landi og lagt peninga sína í banka, hefur hún rænt að stórum hluta, því sem þeir áttu. Gengisfellingar hafa komið jafn kerfisbundið og sumar og vetur aðeins með lengra millibili. Þessi hringrás er augljós hverjum, sem hana vill hugleiða. í dag er verð- stöðvun, en það eru kosning- ar fyrir stafni. Þjóðin hefur látið ljúga því að sér, hvað eftir annað, að verðbólgan væri öllum slæm. Ef hún væri öllum slæm, væri sam- staða um að stöðva hana. Hverjum er hún góð? Hverja hefur hún gert ríka? Þið skuluð gæta að því, hverjir verja Viðreisnarstjórnina af mestum dugnaði, og þannig geta flestir fundið í sínu ná- grenni menn, sem hagnast hafa á verðbólgunni og geng- isfellingunum, en þjóðinni hefur blætt. Annað mál málanna, sem við byggjendur þessa kjálka megum hugleiða í fullri al- vöru, er byggðaþróunin í þessu landi. Það var lesið í útvarpinu, hve marga kjós- endur flokkarnir þyrftu að hafa, þar sem fjölmennast er, til þess að koma manni á þing. Hér þurfti fæsta. Það var eins og þetta væri lesið upp, til þess að undirstrika eitthvert voðalegt ranglæti, en ástæðurnar fyrir þessu fá- menni hér og því fjölmenni, sem er á Reykjanesskaganum voru ekki ræddar. Það hróp- lega ranglæti í fyrirgreiðslu til uppbyggingar og það hróp lega ranglæti í staðsetningu þjónustustofnana, sem er á- stæðan fyrir þessu, þótti ekki rétt að ræða. Jafnvægi í byggð landsins hefur verið að hlátursefni íhaldsins í Reykja vík. Þeir eru að vísu sumir hverjir hættir að hlæja, því þeim er ljóst, að hinar dreifðu byggðir eru undirstaða efna- hagssjálfstæðis íslands. Það var ekki sjaldan, sem það hljómaði í eyrum manns í Reykjavík. „Það er ekkert nema vitleysa að vera með þessi smáþorp fyrir vestan. íbúarnir geta verið í nokkr- um fjölbýlishúsum og þeir geta sótt sjóinn héðan.“ Það vantar alltaf sjómenn. Það verður barizt gegn Framsóknarflokknum í R.vík í kosningunum í vor á þeim forsendum, að hann vilji dreif ingu valdsins og þjónustu- stofnanir út um allt land. Vissulega hefur sá málflutn- ingur þeirra við rök að styðj- ast, en furðulegt er, að t.d. vestfirzk alþýða skuli ekki snúast gegn Viðreisnarflokk- unum, vegna andstöðu þeirra við uppbyggingu landsins alls. Grunnskólafrumvarpið er gott dæmi um afstöðu þeirra til hinna dreifðu byggða, en grunnskólafrumvarpið er stjórnarfrumvarp. í dag sný ég máli mínu tii þjóðarinnar, vegna þess að hennar er ábyrgðin og henn- ar er valdið í þjóðmálum ís- lendinga. Það verða engir valdhafar hér nema þjóðin styðji þá. Það þarf að fella þessa stjórn og skipa þing- meirihluta, sem getur tekið við. Stuðningur við Framsókn arflokkinn er leiðin til þess, og fyrir alla muni þarf Hanni bal að yfirgefa íslenzk stjórn mál. Hann hefur ekki enn komizt í svo lítinn flokk, að um einingu sé að ræða þar sem hann er. íslenzk alþýða þarf ein- ÓLAFUR E. ÓLAFSSON: Til bænda á Vestfjörðum Síðari ár hafa verið bændum óhagstæð og erfið, m.a. sök- um kólnandi tíðarfars. Þeir þurfa því nú miklum mun frekar á aukinni aostoð opin berra aðila að halda og efla félagasamtök sín. Hér á ég ekki einungis eða aðallega við stuðning efnalega, heldur miklum mun frekar aukna ráðunautaþjónustu og leið- beiningastarfsemi. Ráðunaut- ar á vegum búnaðarsamband- anna og Búnaðarfélags ís- lands eru miklum mun of fáir til þess að vænta megi verulegs árangurs af starfi þeirra fyrir bændur. Mestur árangur fæst af starfinu þeg ar þeir geta heimsótt bænd- ur reglulega, kynnt sér bú- stæði, kosti og galla ábýlis, umbótastörf á sviði ræktunar og bygginga og sjálfan rekst- ur búsins. Ráðunautar, sem ferðast víða, hafa á ferðum sínum öðlast mikla reynslu á sviði landbúnaðarins og auk þess hafa þeir verulega sérmenntun frá skólunum. Ég hygg að bændur almennt séu þakklátir þeim ráðunaut- um, sem heimsækja þá og sýna í verki áhuga fyrir um- bótum. T.d. er eitt af stóru vandamálum bóndans að á- kveða magn tilbúins áburðar og ákveða hvernig hann skuli notaður, Áburðarkaup er einn af stærri liðum í rekstrar kostnaði hvers bús. Þá er sérstök nauðsyn að bændur kynni sér möguleika til að fjölga búgreinum, sem ekki væru svo mjög háðar tíðarfarinu en gætu bætt efna haginn þótt þær væru ekki stórbrotnar í upphafi. Nokk- ur dæmi: 1. Alifuglarækt getur verið arðvænleg, má nefna bæði gæsir, kalkúna, hænsni og endur. 2. í næstum hverjum dal eru vatnsföll, sem eru vel fall- in til fiskiræktar. Þá eru á fjöllum víða stór vötn og jafnvel í byggð, sem auka mætti fiskigengd í og skapa af því miklar tekjur fyrir þá aðila, sem eiga löndin. Nauðsynlegt er nú að rannsókn sérfróðra manna fari fram á mögu- ingu í andstöðunni gegn Við- reisninni. Þá getur risið hér vinstri stjórn. Við skulum vinna í þessum kosningum. Ólafur Þ. Þórðarson. leikum til fiskiræktar í öllum fall- og stöðuvötn- um og sem fyrst liggi fyrir upplýsingar um á- rangur. 3. Kynna þarf bændum svína rækt. Vöntun á svínakjöti er í landinu og notkun þess er vaxandi, vegna aukins fjölda erlendra ferðamanna og fjölgun hótela. Svína- rækt er mjög arðvænleg þótt fóðrað sé einungis á erl. fóðri. Bóndi á suður- landi sagði mér að hann hefði haft í brúttó tekjur eftir 10 gyltur sl. ár rúml. 1.3 millj. króna. Svín þurfa fremur lítið húsrými en hlýtt og hreinlegt. 4. Þegar vor eru köld er ræktun garðávaxta undir þunnu plasti mikils vert atriði. Vegna hins öra vaxtar undir plastinu má komast af með færri plönt ur og minna land til að fá sambærilega, eða meiri uppskeru. Nefna mætti margt fleira, sem gæti skotið styrkum stoð um undir efnahag bænda á Vestfjörðum en sökum þrengsla í blaðinu verður það ekki gert nú. Nauðsynlegt er að byrja ekki of stórt á nýrri búgrein en læra af reynslunni og leita jafnóðum upplýsinga frá sérfróðum aðilum. Með bættum samgöngum auðveld- ast afsetning afurðanna, að- stöðumunarins gætir minna. Starf bóndans er erfitt starf, hann verður oftast að vinna flest störf við bú sitt einn, þó í mörgum tilfellum með aðstoð barna sinna og unglinga, þá helst um sumar- tímann. Það verða því mörg verk útundan, sem hann vildi geta komið í verk að vinna. Verkamenn og smiðir eru fámennir í sveitum, því er rétt að huga að því hvort ekki væri hægt að koma á fót fámennum vinnuflokkum til að sinna t.d. tveimur verk- efnum, sem oft eru útundan, annað er að mála og lagfæra íbúðir og peningshús, hitt að ðlafur E. Ólafsson gera við girðingar og girða nýjar þar sem þess er þörf. Þrír eða jafnvel tveir menn í hvorri grein, sem hefðu til umráða lipra bifreið, t.d. land rover, er gæti bæði flutt verk færi og efni og hefði sæti fyrir þrjá mundu geta unnið mikið starf. Nauðsynlegt er að einn í hverjum hóp, annar ef um tvo væri að ræða, hefði nokkra þekkingu og reynslu varðandi verkefnin. Hann hefði svo með sér unga skóla pilta, sem oft á tíðum er verulegt framboð á að sumr- inu. Umferðarvinna, sem hér um ræðir, mundi vera ungum mönnum geðþekk, byggða- lögin fengju annað og bætt útlit, verðmætum yrði bjarg- að frá hrörnun. Málningar- verksmiðjur legðu til máln- ingu gegn heildsöluverði, bún aðarfélögin önnuðust upp- gjör og innheimtu. Starfsemin, sem væri um- bóta- og brautryðjendastarf ætti að njóta opinbers stuðn- ings. Máluð hús, þokkaleg hlið með máluðum grindum og vel gerðar girðingar mundu auka hamingju heimilanna og hagsæld bóndans. Þó árferði hafi harnað um sinn, mega bændur ekki missa kjarkinn, fremur auka sam- vinnu sín á milli, styðja hvern annan til framtaks og hagsbóta, efla verulega fé- lagssamtök sín og krefjast aukinnar leiðbeiningaþjón- ustu. Króksfjarðarnesi 12. maí 1971 Ólafur E. Ólafsson. Otgefandi: Samband Framsóknarfélaganna í Vestfjarðakjördæmi. Ritstjórar: Halldór Kristjánsson og Jón Á. Jóhannsson, áb. Afgreióslumaóur: Guðmundur Sveinsson, Engjavegi 24, sími 332. Verð árgangsins kr. 100,00. — Gjalddagi 1. október.

x

Ísfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísfirðingur
https://timarit.is/publication/790

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.