Morgunblaðið - 11.01.2010, Page 1

Morgunblaðið - 11.01.2010, Page 1
MÁNUDAGUR 11. JANÚAR 2010 íþróttir Körfuboltinn Keflvíkingar knúðu fram sigur á Breiðabliki eftir harða baráttu. Snæfell vann Hamar í Hveragerði. Páll Axel skoraði 54 stig fyrir Grindavík í stórsigri á Tindastóli 8 Íþróttir mbl.is ARNÓR Atlason er rétthent skytta í íslenska lands- liðinu í handknattleik sem leikur í úrslitakeppni EM í Austurríki 19.-31. janúar. Arnór er 25 ára gamall, fæddur 23. júlí 1984. Hann lék fyrst með A-landsliði Íslands árið 2003 og hefur frá þeim tíma spilað 87 A-landsleiki og skor- að í þeim 172 mörk. Arnór lék á EM 2006 í Sviss, spilaði þá alla sex leikina og skoraði 15 mörk, en missti af EM í Noregi 2008. Hann var í landsliðinu sem fékk silfurverðlaunin á ÓL í Peking 2008. Arnór kom 16 ára gamall inní meistaraflokk KA árið 2000 og lék með Akureyrarliðinu til 2004. Þá fór hann til Magdeburg í Þýskalandi og lék þar í tvö ár en hefur frá 2006 verið liðsmaður FCK í Dan- mörku. Félagið verður sameinað AG í vor og ekki liggur fyrir enn hvort Arn- ór verður leikmaður nýja liðsins, AG Köbenhavn. FYRSTI LEIKUR ÍSLANDS Á EM Í AUSTURRÍKI ER EFTIR ÁTTA DAGA Arnór Atlason ALLIR leikmenn íslenska karla- landsliðsins í handknattleik komust heilir frá landsleikjunum tveimur við Þjóðverja um helgina. „Ég er ánægður með að allir virð- ast hafa komist heilir frá þessum tveimur leikjum. Snorri Steinn fékk reyndar nokkurt högg á lærið í fyrri hálfleiknum í dag, en við vitum ekki annað en hann sé fínn og tilbúinn í slaginn áfram,“ sagði Guðmundur Þ. Guðmundsson, landsliðsþjálfari í handknattleik, í gær eftir síðari leik- inn við Þjóðverja. Guðmundur hélt utan til æfinga- leikjanna í Þýskalandi með sextán leikmenn, bætti tveimur leik- mönnum við hópinn með stuttum fyrirvara, þeim Ragnari Óskarssyni og Rúnari Kárasyni. Þeir komu inn í liðið fyrir þá Loga Geirsson og Þóri Ólafsson, sem hafa verið meiddir. Þeir voru skildir eftir heima í hönd- um sjúkraþjálfara og lækna og allt kapp lagt á að ná þeim góðum fyrir Evrópumótið sem hefst í Austurríki 19. janúar. „Það lítur mjög vel út með Þóri og mér skilst að hann sé bara svo gott sem klár í slaginn og svo er ég að vona að Logi verði tilbúinn í næstu viku. Þetta á samt eftir að koma end- anlega í ljós, en við vonum það besta með þá báða, því þeir eru mikilvægir í liði okkar,“ sagði Guðmundur eftir leikinn í gær. „Það fylgir þessum leikjum alltaf einhver áhætta þó svo menn reyni að gera allt til að draga eins mikið úr henni og hægt er. Ég held þetta sé ekkert alvarlegt hjá Snorra Steini og þeir Logi og Þórir eru búnir að vera hjá sjúkraþjálfara síðustu dag- ana og mér er sagt að það gangi vel,“ sagði Guðmundur. skuli@mbl.is Þórir nánast klár á EM  Guðmundur vongóður um að Logi verði líka tilbúinn Eftir Skúla Unnar Sveinsson skuli@mbl.is GUÐMUNDUR Þórður Guðmundsson, landsliðsþjálfari karla í handknattleik, var að vonum sáttur við tvo sigra á móti Þjóðverjum ytra um helgina, 32:28 og 33:29, en var yf- irvegaður og með báða fæturna á jörðinni þrátt fyrir góða sigra. „Nei, nei, við erum ekkert komnir fram úr okkur. Þetta voru bara tveir æfingaleikir en engir undanúrslitaleikir á EM þannig að við erum með báða fætur á jörðinni og gerum okkur alveg fyllilega grein fyrir því að við er- um ekki búnir að gera neitt nema leika sæmi- lega í tveimur æfingaleikjum,“ sgaði Guð- mundur í samtali við Morgunblaðið eftir síðari sigurinn. „Auðvitað er ég mjög sáttur við tvo sigra á móti Þjóðverjum á heimavelli. Það er mjög sterkt og gott fyrir okkur og gefur liðinu sjálfstraust. En þessir leikir gáfu okkur fyrst og fremst upplýsingar um hvað við þurfum að bæta,“ sagði Guðmundur. „Við erum okkur mjög meðvitandi um hvað við þurfum að gera til að bæta leik okkar og það er heilmargt. Næsta vika verður notuð til að laga sóknarleikinn, varnarleikinn og líka hlaupin til baka því við fengum á okkur alltof mörg mörk vegna þess að við vorum of seinir aftur til að fara að verjast af alvöru. Það verða allir að hafa báða fætur á jörðinni og halda ró sinni þrátt fyrir þessa sigra. Við er- um það og gerum okkur grein fyrir að þetta voru bara æfingaleikir. Svona vináttuleiki þarf að nota til að sjá hvar menn standa. Menn prófa þá hluti sem þeir eru að hugsa um að nota og sjá hvernig þeir ganga og síð- an er að nýta reynsluna úr leikjunum til að laga það sem þarf að laga. Nú einbeitum við okkur að því að laga það sem við getum lagað og næsta vika fer í það og það eru heilmörg verkefni sem bíða eftir okkur í næstu viku,“ sagði Guðmundur. | 4-5 Þetta voru bara æfingaleikir  Guðmundur Þ. Guðmundsson segir landsliðið með fæturna á jörðinni þrátt fyrir tvo sigra í Þýska- landi  Ekki undanúrslitaleikir á EM  Ekki komnir fram úr okkur, vitum betur hvað þarf að bæta SVO gæti farið að körfuknatt- leiksmaðurinn Damon S. John- son snúi aftur til Íslands og leiki hér körfuknatt- leik á nýjan leik og hefur KR þá fyrst og fremst verið nefnt til sögunnar. Böðvar Guðjónsson, formaður körfuknattleiksdeildar KR, vildi hvorki játa því né neita, er Morg- unblaðið ræddi við hann í gær- kvöldi, en sagði að þar á bæ væru menn alltaf að skoða hvort hægt væri að styrkja liðið. „Það er ekk- ert fast í hendi í þessu en við misst- um fjóra sterka leikmenn á einu bretti og reynum að laga okkur að aðstæðum hverju sinni,“ sagði Böðvar. Damon, sem er með íslenskan ríkisborgararétt og hefur leikið 5 landsleiki fyrir Ísland, kom hingað til lands 1996 og hefur leikið fjögur tímabil með Keflavík og eitt með Skagamönnum. skuli@mbl.is Damon á heimleið? Damon Johnson Morgunblaðið/Kristinn Einbeittur Magnús K. Magnússon sigraði í meistaraflokki karla á stigamóti Borðtennissambands Íslands, Adidasmótinu, í TBR-húsinu á laugardaginn. Hann lagði félaga sinn og nafna úr Víkingi, Magnús Finn Magnússon í úrslitaleiknum og slær hér kúluna yfir netið, einbeittur á svip. | 4

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.