Morgunblaðið - 11.01.2010, Side 3
Íþróttir 3
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 11. JANÚAR 2010
Eftir Víði Sigurðsson
vs@mbl.is
BÆÐI lið höfðu þegar tryggt sér
keppnisrétt í 2. deild að ári með sigr-
um í undanúrslitum mótsins á laug-
ardaginn. Þar vann íslenska liðið
Ný-Sjálendinga nokkuð örugglega,
4:0. Ástralar mörðu hinsvegar sigur
á Norður-Kóreu, 6:5, eftir framleng-
ingu. Það var því ríkjandi bjartsýni
fyrir úrslitaleikinn í gærkvöld.
Viðar sagði að byrjunin hjá ís-
lenska liðinu gegn Ástralíu hefði
verið slæm og liðið ekki náð sér á
strik í fyrstu tveimur lotunum. Það
hefði hinsvegar stjórnað leiknum í
þriðju lotu.
Meiðsli og veikindi
„Hefðum við spilað okkar venju-
lega leik hefðum við átt góða mögu-
leika en liðið var aðeins laskað og
veikindi höfðu hrjáð það,“ sagði Við-
ar.
Íslensku leikmönnunum gekk erf-
iðlega að koma sér inn í leikinn og
virtist í byrjun sem leikmenn væru
smeykir við stóra Ástrala. Sókn-
arþunginn í fyrstu lotu hjá íslenska
liðinu var lítill og Ástralar skoruðu
eina mark þriðjungsins. Í annarri
lotu héldu Ástralar áfram að sækja
öllu meira en íslenska liðið. Þeir
bættu við tveimur mörkum með
stuttu millibili um miðja lotuna og
staðan því orðin erfið hjá íslenska
liðinu, 0:3. Í síðustu lotunni náði ís-
lenska liðið að snúa leiknum sér í
hag og Snorri Sigurbjörnsson skor-
aði gott mark eftir stoðsendingu frá
Agli Þormóðssyni, 1:3.
Matthías sóknarmaður mótsins
Matthías Máni var í mótslok í gær
valinn besti sóknarmaður mótsins.
Gegn Ný-Sjálendingum á laug-
ardag gerði Matthías Máni tvö mörk
fyrir Ísland og þeir Róbert Pálsson
og Jóhann Leifsson eitt mark hvor.
Pétur Maack, Andri Mikaelsson,
Egill Þormóðsson, Ævar Björnsson
og Snorri Sigurbjörnsson áttu sína
stoðsendinguna hver.
Silfur og sæti í 2. deild
Íshokkístrákarnir unnu Nýja-Sjáland og unnu sig upp úr 3. deild heims-
meistaramótsins Töpuðu 1:3 fyrir Ástralíu í úrslitaleiknum í gærkvöld
„Við erum ánægðir með að hafa unn-
ið okkur upp um deild en auðvitað er-
um við líka svolítið svekktir yfir því
að hafa ekki endað mótið á því að
vinna gullið,“ sagði Viðar Garð-
arsson, fararstjóri U20 ára landsliðs
pilta í íshokkí, sem tapaði, 1:3, fyrir
Ástralíu í úrslitaleik 3. deildar heims-
meistaramótsins í Istanbúl í gær-
kvöld.
Bestur Matthías Máni Sigurðarson,
besti sóknarmaður mótsins.
Eftir Skúla Unnar Sveinsson
skuli@mbl.is
KVENNALIÐ KR í Iceland Ex-
press deildinni í körfuknattleik virð-
ist engu hafa gleymt í jólafríinu því
liðið skaust til Stykkishólms á laug-
ardaginn og eftir nokkuð brösugan
annan leikhluta hrökk liðið í gang
eftir hlé og vann öruggan sigur,
76:47. KR er með örugga forystu í
deildinni og fátt virðist geta komið í
veg fyrir að liðið haldi því sæti enda
hefur það ekki tapað leik í þeim tólf
umferðum sem búnar eru.
Keflavík vann einnig nokkuð
öruggan sigur, 86:64, á grönnum sín-
um í Njarðvík og Haukar unnu Val í
Vodafonehöllinni 71:51 þannig að lít-
il breyting varð á stöðunni nema
hvað Grindavík fór í annað sætið
með sigrinum í Hveragerði og
Haukar eru nú tveimur stigum á
undan Njarðvík í fimmta sæti.
KR virtist ætla að eiga nokkuð
náðugan dag miðað við fyrsta leik-
hluta en í þeim næsta náðu heima-
menn forystu er þeir breyttu stöð-
unni úr 8:15 í 20:17 og voru 22:21 yfir
í hálfleik. Eftir það höfðu KR-ingar
yfirburði og unnu 76:47.
Helga Einarsdóttir átti flottan
leik fyrir KR með 13 stig og átta frá-
köst og Signý Hermannsdóttir gerði
11 stig og tók 11 fráköst. Jenny
Pfeiffer-Finora gerði 15 stig. Hjá
Snæfelli var Sherell Hobbs stiga-
hæst með 18 stig og Björg Guðrún
Einarsdóttir gerði 10 stig.
Kristi Smith átti fínan leik fyrir
Keflavík en hún skoraði 37 stig og
Bryndís Guðmundsdóttir var með 11
auk þess sem hún tók 10 fráköst.
Hjá Njarðvík var Shantrell Moss
stigahæst með 30 stig og Helga Jón-
asdóttir tók 13 fráköst.
Heather Ezell var allt í öllu hjá
Haukum er liðið lagði Val 71:51. Hún
gerði 25 stig, stal boltanum 10 sinn-
um, átti 11 stoðsendingar og tók 15
fráköst. Flott ferna hjá henni í sann-
kölluðum stórleik.
Hjá Val átti Hrund Jóhannsdóttir
ágætan leik með 8 stig og 14 fráköst
en stigahæst var Berglind Karen
Ingvarsdóttir með 20 stig.
Sigurganga KR-inga heldur áfram
Eftir Guðmund Karl
sport@mbl.is
„VIÐ höfum brotnað við lítið sem ekkert mótlæti og
lögðum upp með að halda út og spila körfubolta í 40
mínútur. Við áttum alltaf von á því að fá eitthvað í bakið
en við stóðum öll áhlaup Hamars af okkur,“ sagði Jó-
hann Þór Ólafsson, þjálfari Grindavíkur eftir 87:76 sig-
ur á Hamri í úrvalsdeild kvenna í Hveragerði á laug-
ardag. Liðin höfðu sætaskipti í deildinni og er
Grindavík nú í 2. sæti.
„Liðið skaut vel og hafði sjálfstraust. Vörnin var fín
og þær duglegar að hjálpa hver annarri. Við höfum
kannski ekki mikla ógn inni í teig en fengum opin skot
fyrir utan og nýttum þau mjög vel,“ sagði Jóhann.
Jafnt var á mörgum tölum fram í 2. leikhluta þegar
Grindavík náði mest tíu stiga forskoti, 48:38. Grindavík
hóf þriðja leikhluta á fimm þriggja stiga körfum í röð
þar sem Michele DeVault var sjóðheit fyrir utan teig.
Þrátt fyrir að fá á sig sjö þrista í 3. leikhluta hélt Hamar
sínu striki og munurinn hélst í tæpum tíu stigum.
Í upphafi fjórða leikhluta leit út fyrir að leikurinn
myndi snúast við. Grindvíkingar gerðu mistök sem
skrifa má á taugaspennu og Hamar minnkaði muninn í
fimm stig. En Hamarsliðið ætlaði sér um of og gerði
mörg mistök á lokakaflanum. Þegar rúmar tvær mín-
útur voru eftir setti Íris Sverrisdóttir niður mikilvægan
þrist og jók muninn aftur í tíu stig. Eftir það var ekki
spurning hvorum megin sigurinn myndi lenda.
Michele DeVault átti fínan leik hjá Grindavík og var
stigahæst á vellinum. Helga Hallgrímsdóttir sýndi
einnig sínar bestu hliðar og Petrúnella Skúladóttir var
sterk í fyrri hálfleik. Hjá Hamri var Koren Schram allt í
öllu en liðssystur hennar virkuðu þreyttar. Sigrún
Ámundadóttir kom þó sterk af bekknum í fyrri hálfleik
þó að hún hafi oft verið sterkari í fráköstum en Ham-
arsliðið hafði sig lítið í frammi undir körfu Grindavíkur
þegar leið á. „Liðið sem var betur undirbúið vann leik-
inn. Við áttum bullandi séns í fjórða leikhluta en höfðum
ekki orku. Við komum ekki undan jólafríinu eins og ég
vildi. Baráttan var fín en liðið virkaði þreytt. Okkur
gekk erfiðlega að stöðva þær í vörninni þó að við höfum
prófað bæði svæðisvörn og maður á mann. Þær fengu
opin skot innan og utan teigs og þökkuðu pent fyrir
það,“ sagði Ágúst Björgvinsson, þjálfari Hamars.
Ljósmynd/Guðmundur Karl
Slagur Koren Schram freistar þess að skora fyrir Hamar en Helga Hallgrímsdóttir úr Grindavík
reynir að stöðva hana. Helga og félagar höfðu betur og standa vel að vígi í öðru sætinu.
„Stóðum öll
áhlaup Ham-
ars af okkur“
Hamar – Grindavík 76:87
Hveragerði, úrvalsdeild kvenna, Iceland
Express-deildin, laugardaginn 9. janúar
2010.
Gangur leiksins: 2:0, 4:7, 11:11, 18:14,
25:25, 31:27, 35:40, 40:48, 45:48, 51:60,
57:65, 66:73, 74:79, 76:87.
Stig Hamars: Koren Schram 28. Sigrún
Sjöfn Ámundadóttir 13, Kristrún Sigur-
jónsdóttir 12, Fanney Lind Guðmundsdótt-
ir 8, Íris Ásgeirsdóttir 8, Guðbjörg Sverr-
isdóttir 4, Sóley Guðgeirsdóttir 3.
Fráköst: 20 í vörn – 10 í sókn.
Stig Grindavíkur: Michele DeVault 29, Íris
Sverrisdóttir 13, Petrúnella Skúladóttir 12,
Helga Hallgrímsdóttir 10, Jovana Lilja
Stefánsdóttir 9, Berglind Anna Magnús-
dóttir 6, Mary Jean Lerry Sicat 6, Sandra
Ýr Grétarsdóttir 2.
Fráköst: 35 í vörn – 11 í sókn.
Villur: Hamar 19 – Grindavík 17.
Dómarar: Sigmundur Már Herbertsson og
Rögnvaldur Hreiðarsson..
Áhorfendur: 91.
Snæfell – KR 47:76
Íþróttahúsið Stykkishólmi, úrvalsdeild
kvenna í körfuknattleik, Iceland Express
deildin, laugardaginn 9. janúar 2010.
Gangur leiksins: 8:15, 20:17, 22:21, 23:46,
47:76.
Stig Snæfells: Sherell Hobbs 18, Björg
Guðrún Einarsdóttir 10, Hrafnhildur Sif
Sævarsdóttir 5, Unnur Lára Ásgeirsdóttir
4, Hildur Björg Kjartansdóttir 2, Sara Sæ-
dal Andrésdóttir 2, Helga Hjördís Björg-
vinsdóttir 2, Gunnhildur Gunnarsdóttir 2,
Sara Mjöll Magnúsdóttir 2.
Fráköst: 28 í vörn – 10 í sókn.
Stig KR: Jenny Pfeiffer-Finora 15, Mar-
grét Kara Sturludóttir 14, Helga Einars-
dóttir 13, Signý Hermannsdóttir 11, Guð-
rún Gróa Þorsteinsdóttir 9, Hildur
Sigurðardóttir 7, Heiðrún Kristmundsdótt-
ir 4, Brynhildur Jónsdóttir 3.
Fráköst: 26 í vörn – 24 í sókn.
Villur: Snæfell 25 – KR 14.
Dómarar: Halldór Geir Jensson og Erling-
ur Snær Erlingsson.
Keflavík – Njarðvík 86:64
Toyota-höllin í Keflavík, úrvalsdeild
kvenna í körfuknattleik, Iceland Express
deildin, laugardaginn 9. janúar 2010.
Gangur leiksins: 24:18, 48:32, 65:48, 86:64.
Stig Keflavíkur: Kristi Smith 37, Bryndís
Guðmundsdóttir 11, Marín Rós Karlsdóttir
8, Pálína Gunnlaugsdóttir 8, Birna Ingi-
björg Valgarðsdóttir 7, Hrönn Þorgríms-
dóttir 7, Rannveig Randversdóttir 4, Svava
Ósk Stefánsdóttir 2, Halldóra Andrésdóttir
2.
Fráköst: 32 í vörn – 14 í sókn.
Stig Njarðvíkur: Shantrell Moss 30, Ólöf
Helga Pálsdóttir 16, Sigurlaug Guðmunds-
dóttir 4, Harpa Hallgrímsdóttir 4, Helga
Jónasdóttir 4, Anna María Ævarsdóttir 3,
Auður Jónsdóttir 3.
Fráköst: 21 í vörn – 17 í sókn.
Villur: Keflavík 18 – Njarðvík 20.
Valur – Haukar 51:71
Vodafonehöllin, úrvalsdeild kvenna í körfu-
knattleik, Iceland Express-deildin, laugar-
daginn 9. janúar 2010.
Gangur leiksins: 12:13, 23:37, 35:45, 51:71.
Stig Vals: Berglind Karen Ingvarsdóttir
20, Hrund Jóhannsdóttir 8, Þórunn Bjarna-
dóttir 8, Birna Eiríksdóttir 7, Hanna S.
Hálfdanardóttir 3, Ösp Jóhannsdóttir 3,
Sigríður Viggósdóttir 2.
Fráköst: 28 í vörn – 13 í sókn.
Stig Hauka: Heather Ezell 25, Kiki Jean
Lund 15, Guðrún Ósk Ámundadóttir 11,
Telma B. Fjalarsdóttir 10, Heiðrún Ösp
Hauksdóttir 6, Margrét Rósa Hálfdánar-
dóttir 2, Helena Brynja Hólm 2.
Fráköst: 26 í vörn – 19 í sókn.
Villur: Valur 11 – Haukar 11.
Dómarar: Davíð Hreiðarsson og Jón Þór
Eyþórsson.
Úrvalsdeild kvenna, Iceland-Express:
KR 12 12 0 899:619 24
Grindavík 12 8 4 840:793 16
Hamar 12 8 4 862:833 16
Keflavík 12 6 6 827:770 12
Haukar 12 5 7 856:833 10
Njarðvík 12 4 8 806:872 8
Snæfell 12 3 9 690:864 6
Valur 12 2 10 648:844 4
Næstu leikir á miðvikudag:
KR – Hamar
Grindavík – Valur
Haukar – Njarðvík
Snæfell – Keflavík
Stigahæstar í deildinni, meðaltal:
Heather Ezell, Haukum ........................ 30.9
Shantrell Moss, Njarðvík ...................... 28,4
Kristen Green, Snæfelli ......................... 22,4
Koren Schram, Hamri ........................... 20,8
Kristi Smith, Keflavík............................ 20,4
Michele DeVault, Grindavík.................. 20,1
Margrét Kara Sturludóttir, KR............ 16,7
Sigrún S. Ámundadóttir, Hamri ........... 15,2
Bryndís Guðmundsdóttir, Keflavík ...... 13,6
Birna I. Valgarðsdóttir, Keflavík.......... 13,4
Kristrún Sigurjónsdóttir, Hamri.......... 13,3
Staðan