Morgunblaðið - 11.01.2010, Síða 5

Morgunblaðið - 11.01.2010, Síða 5
INGIMUNDUR Ingimundarson er varnarmaður í ís- lenska landsliðinu í handknattleik sem leikur í úr- slitakeppni EM í Austurríki 19.-31. janúar. Ingimundur er 29 ára gamall, fæddur 29. janúar 1980. Hann kom fyrst við sögu með landsliðinu ár- ið 2003 en hefur aðallega leikið með því frá 2008. Hann hefur leikið 71 landsleik og skorað 48 mörk. Þetta verður fyrsta Evrópukeppni Ingimundar sem var í liðinu sem fékk silfurverðlaunin á ÓL í Peking 2008. Ingimundur lék með ÍR frá 16 ára aldri, 1996, til 2005. Hann spilaði með Pfadi Winterthur í Sviss tímabilið 2005-06 og síðan í hálft ár með Ajax í Danmörku. Ingimundur gekk til liðs við Elverum í Noregi í ársbyrjun 2007 og lék þar í hálft annað ár en hefur verið leik- maður Minden í Þýskalandi frá sumrinu 2008. Ingimundur Ingimundarson FYRSTI LEIKUR ÍSLANDS Á EM Í AUSTURRÍKI ER EFTIR 8 DAGA Íþróttir 5 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 11. JANÚAR 2010 Eftir Skúla Unnar Sveinsson skuli@mbl.is ÞEIM 5.600 áhorfendum sem fylltu Donau-íþróttahöllina í Regensburg í gær varð ekki að ósk sinni, að sjá þýska handknattleikslandsliðið leggja það íslenska að velli í síðari vin- áttulandsleik þjóðanna á jafnmörgum dögum. Íslenska liðið lét sér ekki nægja að leggja Þjóðverja á laug- ardaginn með fjórum mörkum heldur endurtók leikinn í gær og sigraði aftur með fjórum mörkum, nú 33:29, eftir að staðan í leikhléi hafði verið 18:17 fyrir Ísland. „Ég er þokkalega sáttur með þetta, en samt ekkert meira,“ sagði Guð- mundur Þ. Guðmundsson, landsliðs- þjálfari Íslands, í samtali við Morg- unblaðið eftir síðari leikinn í gær. „Þetta var ekki ósvipaður leikur og sá fyrri á laugardaginn. Bæði lið keyrðu eins og þau gátu, hröð miðja og mikill hraði, sérstaklega í fyrri hálfleiknum. Við vorum í ákveðnu basli í vörninni fyrir hlé og fengum á okkur sautján mörk, sem er auðvitað allt of mikið. Það lagaðist eftir hlé því þá gerðu þeir bara tólf mörk hjá okkur, en við fórum úr flatri vörn í 5+1 og hún var fín eftir að hún fór í gang eftir tíu mínútur. Í fyrri leiknum fórum við hræðilega illa með mörg góð færi sem okkur tókst að skapa okkur og vorum ákveðnir í að laga það og tókst það. Við fórum betur með færin okkar í dag en í gær og við hefðum aldrei unnið þennan leik í dag ef við hefðum farið jafn illa með færin og við gerðum í fyrri leiknum. Við vor- um miklu agaðri í sókninni í dag og bið- um lengur eftir góðum færum og þá gekk okkur líka betur núna þegar við vorum einum fleiri,“ sagði Guðmundur. Hann sagðist hafa notað flesta þá leikmenn sem voru með í för og hann hefði verið ánægður með margt. „Ætli við höfum ekki notað tólf leikmenn í dag og eins í fyrri leiknum, þá kom til dæmis Sturla sterkur inn og hvíldi Guðjón Val. Það var mjög gott að sjá það og eins kom Vignir sterkur inn í vörnina þegar Ingimundur fékk sína aðra brottvísun snemma í leiknum. Við þurfum að ná meiri stöðugleika í vörnina hjá okkur. Ég var ánægður með að við nýttum færin betur núna en í fyrri leiknum, það var miklu betra í dag. Alexander kom líka talsvert út fyrir og skoraði fjögur af mörkum sín- um með skotum fyrir utan. Marka- skorunin dreifðist vel og það er mjög jákvætt fyrir okkur,“ sagði Guð- mundur. Ljósmynd/Michael Heuberger Skot Aron Pálmarsson reynir að koma boltanum framhjá Oliver Roggisch í leiknum í gær. Vignir Svavarsson er við öllu búinn á línunni. Þurfum stöðugri vörn  Leikur landsliðsins agaðri í sókninni  Færin nýttust betur en í fyrri leiknum Donau-höllin í Regensburg, vin- áttulandsleikur í handknattleik karla, sunnudaginn 10. janúar 2010. Gangur leiksins: 2:1, 3:4, 6:4, 7:5, 7:11, 9:13, 12:13, 14:13, 14:16, 17:18, 19:18, 19:20, 21:23, 25:25, 27:29, 28:30, 29:30, 29:33. Mörk Þýskalands: Kaufmann 7, Müller 4, Haass 4, Sprenger 3, Jan- sen 3/1, Weinhold 2, Kraus 2/1, Schröder 2, Späth 1. Varin skot: Lichtlein 7, Heinevetter 7/1. Utan vallar: 8 mínútur. Mörk Íslands: Ólafur Stefánsson 9, Guðjón Valur Sigurðsson 6, Alex- ander Petersson 5, Snorri Steinn Guðjónsson 4/1, Vignir Svavarsson 2, Aron Pálmarsson 2, Ingimundur Ingimundarson 2, Arnór Atlason 2, Róbert Gunnarsson 1. Varin skot: Björgvin Páll Gúst- avsson 6, Hreiðar Levy Guðmunds- son 6. Utan vallar: 8 mínútur. Dómarar: Lazaar og Reveret frá Frakklandi. Áhorfendur: 5.600 Þýskaland – Ísland 29:33 FORRÁÐAMENN NBA-liðsins Washington Wizards lögðu allt kapp á að hlutir sem tengdust „byssubrand- inum“Gilbert Arenas, leikmanni liðsins, væru hvergi sjá- anlegir þegar liðið mætti New Orleans Hornets í Verizon Center í gær þar sem Hornets vann sigur, 115:110. Það gekk hins vegar ekki eftir því liðsfélagi Arenas, DeShawn Stevenson sýndi félaga sínum stuðning með því að hafa gælunafn hans, „Agent Zero“, límt á fætur sér í upphitun. Arenas sætir eins og áður hefur komið fram rannsókn fyrir að hafa mætt með óhlaðnar byssur í búningsklefa Wizards-liðsins til að geyma í skápnum sínum síðastliðinn miðvikudag. Enn hefur ekki verið ákveðið hver refsing leikstjórn- andans verður en David Stern, framkvæmdastjóri NBA, er ekki ánægður með hve kappinn virðist taka málinu létt. Hann segir Arenas ekki enn í standi til að mæta fyrir dómstóla. Liðsfélagar Arenas hafa líkt og leikmaðurinn sjálfur viljað gera sem minnst úr málinu og fjórir leikmenn hafa reyndar þegar verið sektaðir fyrir að gera of lítið úr því. Eytt af myndbandi Allur söluvarningur tengdur Arenas hefur verið tekinn úr umferð og þá hef- ur myndbandi sem sýnt er fyrir leiki liðsins verið breytt svo að hann sjáist ekki á því. Stór auglýsingaborði í Veri- zon Center með mynd af Arenas var einnig fjarlægður. Fyrrnefndur Stevenson taldi réttast að taka upp hanskann fyrir félaga sinn og tjáði fjölmiðlum það eftir leikinn: „Hann er enn leikmaður liðsins, ekki satt? Það er hann svo sannarlega. Hann er mér sem bróðir og ég ætla að standa með honum í gegnum þessa erfiðu tíma sem hann nú gengur í gegnum. Það er mitt smávægilega framlag,“ sagði Stevenson. sindris@mbl.is Arenas nýtur stuðnings liðsfélaga Gilbert Arenas Zoran DaníelLjubicic tryggði Keflavík í gær Íslands- meistaratitil karla í innanhúss- knattspyrnu, Futsal. Zoran, sem varð 43 ára á föstudag, skoraði sigurmarkið í úrslitaleiknum gegn Víði úr Garði, 6:5, á síðustu mínútu leiksins en leikið var í Laugardals- höllinni. Zoran, sem lagði skóna á hilluna fyrir fjórum árum og þjálfar yngri flokka í Keflavík, lék með syni sínum, hinum 17 ára gamla Bojan Stefáni Ljubicic, unglingalandsliðs- manni Íslands, í liði Keflvíkinga á mótinu.    Keflavík vann sér þar með þátt-tökurétt í Evrópukeppni meistaraliða í Futsal síðar á þessu ári. Íslensk lið hafa tekið þátt í þeirri keppni tvö undanfarin ár. Hvöt frá Blönduósi tók þátt í keppninni í fyrra og Víðir úr Garði fyrir tveimur árum.    ÍBV varð Futsalmeistari í meist-araflokki kvenna. Eyjakonur lögðu Þrótt úr Reykjavík að velli, 5:1, í úrslitaleiknum í Laugardals- höll í gær. Þær fara þó ekki í Evr- ópukeppni, sem er ekki til staðar ennþá í kvennaflokki.    Gilles MbangOndo, knattspyrnumað- ur frá Gabon og liðsmaður Grindavíkur, fær ekki samning við þýska 2. deild- arliðið Hansa Ro- stock. Hann lauk reynsludvöl þar um helgina með því að skora mark í innanfélagsleik. Andreas Zachhuber, þjálfari Hansa, sagði á vef félagsins að Ondo hefði staðið sig vel en ákveðið hefði verið að semja ekki við nýja leikmenn nema ljóst væri að þeir yrðu lyk- ilmenn í liðinu.    Guðni Valentínusson, fyrrumleikmaður Fjölnis, varð í gær danskur bikarmeistari í körfuknatt- leik með Bakken Bears. Lið hans vann Svendborg Rabbits í úrslita- leik, 84:81, að viðstöddum 1.300 áhorfendum í Herlev. Guðni náði ekki að skora í leiknum.    Stoke City hefur bæst í hóp nokk-urra enskra úrvalsdeildarfélaga sem hyggjast freista þess að næla í hollenska sóknarmanninn Ruud Van Nistelrooy nú þegar félaga- skiptaglugginn er opinn í janúar. Nistelrooy er á mála hjá Real Ma- drid en ku vilja komast að hjá liði þar sem hann fær að spila meira fyr- ir úrslitakeppni HM í sumar. Fólk sport@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.