Morgunblaðið - 11.01.2010, Page 8

Morgunblaðið - 11.01.2010, Page 8
8 Íþróttir MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 11. JANÚAR 2010 Eftir Guðmund Karl sport@mbl.is „VIÐ vorum gjörsamlega með þetta í höndunum en gáfum þeim svo tæki- færi til að gera þetta að einhverjum leik. Ég er ánægður með að við klár- uðum þetta, sum lið hefðu brotnað við minna. Tuttugu stig eru enginn munur í körfubolta, sérstaklega þeg- ar þú ert að spila við stemmningslið eins og Hamar. Ég er samt ánægður með sigurinn. Við ætlum okkur að vera með í baráttunni þannig að þessi stig skipta okkur gríðarlega miklu máli,“ sagði Ingi Þór Stein- þórsson, þjálfari Snæfells, eftir leik. Snæfell hafði örugg tök á leiknum í fyrri hálfleik leitt áfram af Jóni Ólafi Jónssyni og Sean Burton. Svæðisvörn Hamars bauð upp á opin skot fyrir utan og það nýttu Hólm- arar sér vel með tólf þriggja stiga körfum fyrir leikhlé. Á meðan hittu Hamarsmenn illa og Andre Dabney var sá eini sem eitthvað kvað að. Þegar komið var fram yfir miðjan 3. leikhluta hafði Snæfell 23 stiga forskot og ekkert í spilunum sem benti til annars en öruggs sigurs þeirra. Það sættu heimamenn sig ekki við og á örfáum mínútum í lok þriðja og upphafi fjórða leikhluta náðu þeir 28:7 leikkafla. Steinrunnir Snæfellingar voru nokkra stund að ná áttum en þeir bættu sig á loka- kaflanum og unnu að lokum tólf stiga sigur. Jón Ólafur var maður leiksins hjá Snæfellingum og sterkur undir báð- um körfunum. Hlynur Bæringsson frákastaði vel og Burton ógnaði stöð- ugt fyrir utan. Hjá Hamri var Andre Dabney bestur og Svavar Páll Páls- son lék af krafti í síðari hálfleik. Þá er vert að minnast á framlag hins 17 ára gamla Odds Ólafssonar sem sýndi frábæra takta á köflum. „Það er erfitt að útskýra af hverju við mættum svona daufir til leiks. Við erum búnir að taka vel á því á æfingum undanfarið og menn hafa verið að taka vel á því en við vorum ansi lengi í gang í kvöld,“ sagði Ágúst Björgvinsson, þjálfari Ham- ars, í leikslok. „Við spiluðum fanta- vel fyrstu mínúturnar í fjórða leik- hluta þegar leikurinn var nánast búinn og við höfðum engu að tapa. Það gengur bara ekki að spila vel í tíu mínútur gegn sterku liði eins og Snæfelli,“ sagði Ágúst. Snæfell krækti í stig  Var með undirtökin lengst af en Hamarsmenn gerðu harða hríð í lokin  Þjálfari Hvergerðinga segir ekki nóg að spila vel í nokkrar mínútur Eftir bragðdaufan fyrri hálfleik þar sem Snæfell hafði örugg tök á leikn- um voru Hamarsmenn nærri því að gera stórleik úr viðureign liðanna í gærkvöldi. Gestirnir höfðu 23 stiga forskot í 3. leikhluta, Hamar minnk- aði muninn niður í tvö stig á nokkrum mínútum en komst ekki lengra. Loka- tölur 86:98. Eftir Skúla Unnar Sveinsson skuli@mbl.is PÁLL Axel Vilbergsson, landsliðsmaður úr Grindavík, var gjörsamlega óstöðvandi þegar Grindvíkingar tóku á móti Tindastóli í Iceland Ex- press deild karla í körfuknattleik í gærkvöldi. Heimamenn unnu nokkuð auðveldlega 124:85 og gerði Páll Axel hvorki fleiri né færri en 54 stig, 27 stig í hvorum hálfleik. Páll Axel hitti úr 8 af 11 tveggja stiga skotum sínum, sem er 73% nýting, hann setti niður 10 af 18 þriggja stiga skotum sínum, sem gerir 56% nýtingu og á vítalínuna fór hann 12 sinnum og hitti úr átta skotum eða úr 67%. Hann átti auk þess fjórar stoðsendingar og náði boltanum sex sinnum af mótherjum sínum. Sannarlega glæsi- legur leikur hjá honum. „Við hittum mjög vel og náðum snemma góðri forystu sem þeir náðu aldrei að brúa. Þetta var eiginlega búið í hálfleik,“ sagði Friðrik Rún- arsson, þjálfari Grindavíkur, í samtali við Morg- unblaðið eftir leik. Staðan í leikhléi var 68:43. „Páll Axel var heldur betur í gírnum í kvöld. Þetta var einn af þeim dögum sem allt fór niður hjá honum. Hann kom virkilega sterkur til leiks og axlaði meiri ábyrgð en venjulega enda vantaði bæði Brenton Birmingham og Arnar Frey Jóns- son, en þeir eru meiddir,“ sagði Friðrik ánægður með Pál Axel. Hann hefur þó áhyggjur af meiðslum leik- manna sinna því í leiknum í gær meiddist Þorleif- ur Ólafsson. „Það kom eitthvað fyrir hásinina hjá honum, en við vitum ekki meira um meiðsli hans fyrr en á morgun,“ sagði Friðrik og sagði að ef hann yrði eitthvað frá keppni þá væri ekki ólíklegt að leita þyrfti að liðsstyrk. „Ef hann er meiddur þá eru þrír ansi sterkir bakverðir frá og þá verð- um við líklega að fara að huga að því að fá liðs- styrk,“ sagði Friðrik sem var sérlega ánægður með Darrell Flake, sem hann segir kominn í fína æfingu. Páll Axel var alveg óstöðvandi Eftir Stefán Stefánsson ste@mbl.is BLIKAR fóru heldur illa að ráði sínu í gærkvöldi þegar þeir fengu Keflvíkinga í heimsókn í úrvals- deildinni í körfuknattleik. Með góðri baráttu náðu þeir sjö stiga forystu í byrjun fjórða leikhluta. Þeir glutruðu því síðan úr höndum sér um leið og Keflvíkingar hristu af sér slenið, virtust ekki vita hvernig þeir ættu að haga sér þegar ágætur möguleiki var á að sigra stórveldið úr Keflavík og töpuðu, 75:83. „Við vorum hræddir um að tapa leiknum þegar við komumst yfir en mér finnst að við hefðum átt að taka hann,“ sagði Blikinn Daníel Guðmundsson eftir leikinn. „Við byrjuðum hrikalega en náðum svo að rétta úr kútnum og komast yfir í þriðja leikhluta með hörkuleik en svo vantaði allan kjark í okkur í fjórða leikhluta. Við verðum að læra að gera út um svona leiki ef við ætlum að halda okkur í deildinni og fara í úrslitakeppnina.“ Jeremy Caldwell tók 10 fráköst og hitti úr sjö af 12 skotum inni í teig en Ágúst Angantýsson tók níu fráköst. Þorsteinn Gunnlaugsson hitti vel eins og Rúnar Pálmarsson. Hins vegar er áhyggjuefni að Blikar töpuðu boltanum 27 sinnum. Slöppuðum af Hjá Keflavík var Sigurður Þorsteinsson í góð- um gír og hitti úr átta af 12 skotum inni í teig en bara einu af þremur vítum og tók fjögur fráköst. Hann var ekkert of ánægður með sig og sína menn. „Við höfum spilað betur og þetta var ekki nógu gott en sigur er sigur. Ætli við höfum ekki bara farið að slappa af komnir með örugga forystu og misstum hana niður en við erum Keflvíkingar og verðum hundfúlir ef við erum að tapa í ein- hverju liði, sama hvað það er, og við urðum alveg brjálaðir, hrukkum í gang og það var nóg,“ sagði Sigurður eftir leikinn. Draelou Burns fór á kost- um í fyrsta og fjórða leikhluta en gerði alls 27 stig og tók sjö fráköst. Í raun léku Keflvíkingar bara tvo leikhluta af viti og var líka refsað fyrir það en sýndu hvað í þeim býr þegar á reyndi. Blikarnir brugðust er á reyndi Morgunblaðið/Kristinn Aðþrengdur Guðmundur Auðunn Gunnarsson, leikmaður Keflavíkur, með tvo Blika í bakinu. Hamar – Snæfell 86:98 Hveragerði, úrvalsdeild karla, Iceland Ex- press-deildin, sunnudaginn 10. janúar 2010. Gangur leiksins: 5:0, 9:11, 17:16, 20:26, 24:36, 32:41, 37:55, 41:61, 47:68, 50:73, 59:75, 65:78, 78:80, 81:88, 86:98. Stig Hamars: Andre Dabney 38, Marvin Valdimarsson 15, Svavar Páll Pálsson 15, Oddur Ólafsson 12, Viðar Örn Hafsteinsson 6. Fráköst: 22 í vörn – 10 í sókn. Stig Snæfells: Sean Burton 28, Jón Ólafur Jónsson 23, Sigurður Á. Þorvaldsson 18, Hlynur Bæringsson 13, Emil Þór Jóhanns- son 7, Sveinn Arnar Davíðsson 6, Ðáll Fannar Helgason 3. Fráköst: 31 í vörn – 11 í sókn. Villur: Hamar 20 – Snæfell 20. Dómarar: Sigmundur Már Herbertsson og Eggert Þór Aðalsteinsson. Áhorfendur: 266. Breiðablik – Keflavík 75:83 Smárinn, úrvalsdeild karla, Iceland Ex- press-deildin, sunnudaginn 10. janúar 2010. Gangur leiksins: 0:4, 2:10, 4:17, 6:21, 8:24, 15:24, 19:28, 23:30, 26:36, 21:36, 31.39, 36:41, 36:44, 40:44, 44:44, 46:52, 56:52, 59:54, 62:58, 65:58, 65:68, 69:71, 74:76, 74:81, 75:83. Stig Breiðabliks: Jonathan Schmidt 17, Je- remy Caldwell 16, Daníel Guðmundsson 10, Ágúst Angantýsson 8, Þorsteinn Gunn- laugsson 8, Rúnar Pálmarsson 7, Gylfi Geirsson 5, Aðalsteinn Pálsson 4. Fráköst: 28 í vörn – 9 í sókn. Stig Keflavíkur: Draelou Burns 27, Sigurð- ur Þorsteinsson 17, Hörður Axel Vilhjálms- son 12, Elentínus Margeirsson 8, Þröstur Lé Jóhannsson 7, Sverrir Sverrisson 5, Jón Nordal Hafsteinsson 4, Almar Guðbrands- son 3. Fráköst: 24 í vörn – 20 í sókn. Villur: Breiðablik 21 – Keflavík 22. Dómarar: Erlingur Snær Erlingsson og Halldór Geir Jensson. Áhorfendur: Um 135. Grindavík – Tindastóll 124:85 Röstin, úrvalsdeild karla, Iceland Express- deildin, sunnudaginn 10. janúar 2010. Gangur leiksins: 0:2, 5:6, 21:8, 29:14, 37:19, 41:26, 62:37, 68:43, 85:53, 99:64, 116:79, 124:85. Stig Grindavíkur: Páll Axel Vilbergsson 54, Darrell Flake 24, Ólafur Ólafsson 14, Ómar Örn Sævarsson 11, Björn Steinn Brynjólfsson 6, Guðlaugur Eyjólfsson 5, Þorleifur Ólafsson 5, Ármann Vilbergsson 3, Nökkvi Már Jónsson 2. Fráköst: 26 í vörn – 5 í sókn. Stig Tindastóls: Svavar Atli Birgisson 20, Kenneth Boyd 15, Michael Giovacchini 12, Sveinbjörn Skúlason 9, Helgi Freyr Mar- geirsson 8, Hreinn Gunnar Birgisson 7, Helgi Rafn Viggósson 7, Axel Kárason 4, Friðrik Hreinsson 2, Sigmar Logi Björns- son 1. Fráköst: 31 í vörn – 9 í sókn. Villur: Grindavík 16 – Tindastóll 19. Dómarar: Jón Guðmundsson og Georg Andersen. Áhorfendur: 283. Stjarnan 11 9 2 951:860 18 Njarðvík 11 9 2 942:793 18 KR 11 9 2 1020:900 18 Keflavík 12 9 3 1056:911 18 Grindavík 12 8 4 1120:950 16 Snæfell 12 8 4 1108:969 16 ÍR 11 5 6 908:945 10 Hamar 12 4 8 988:1046 8 Tindastóll 12 4 8 1000:1068 8 Breiðablik 12 2 10 904:1057 4 Fjölnir 11 2 9 837:976 4 FSu 11 0 11 706:1065 0 Stigahæstu leikmenn, meðaltal: Justin Shouse, Stjörnunni ....................27,36 Andre Dabney, Hamri ..........................25,42 Marvin Valdimarsson, Hamri ..............23,83 Christopher Smith, Fjölni ....................22,90 Jovan Zdravevski, Stjörnunni..............21,91 Sean Burton, Snæfelli ...........................21,29 Páll Axel Vilbergsson, Grindavík.........21,25 Hlynur Bæringsson, Snæfelli ..............20,50 Svavar Atli Birgisson, Tindastóli.........20,42 Nemanija Sovic, ÍR ...............................20,18 Darrell flake, Grindavík........................19,71 Semaj Inge, KR.....................................19,45 Flest tekin fráköst, meðaltal: Hlynur Bæringsson, Snæfelli ..............15,08 Christopher Smith, Fjölni ....................11,90 Fannar Freyr Helgason, Stjörnunni...11,11 Friðrik Stefánsson, Njarðvík.................9,73 Sigurður Þorsteinsson, Snæfelli ............9,50 Amani Daanish, Grindavík .....................9,18 Stoðsendingar, meðaltal: Sean Burton, Snæfelli .............................7,43 Ægir Þór Steinarsson, Fjölni.................6,60 Arnar Freyr Jónsson, Grindavík ...........6,09 Semaj Inge, KR.......................................6,00 Justin Shouse, Stjörnunni ......................5,64 Andre Dabney, Hamri ............................4,92 Michael Giovacchini, Tindastóli .............4,83 Magnús Þór Gunnarsson, Njarðvík.......4,45 Svavar Pálsson, Hamri ...........................4,33 Staðan

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.