Morgunblaðið - 15.01.2010, Blaðsíða 1
FÖSTUDAGUR 15. JANÚAR 2010
íþróttir
Körfuboltinn Fjölnismenn gerðu góða ferð til Grindavíkur og fögnuðu tveggja stiga sigri.
Njarðvíkingar einir í toppsætinu eftir sigur á Króknum. Enn eitt tapið hjá FSu 3
Íþróttir
mbl.is
LOGI Geirsson er rétthent skytta í íslenska lands-
liðinu í handknattleik sem leikur í úrslitakeppni
Evrópumótsins í Austurríki 19.-31. janúar.
Logi er 27 ára gamall, fæddur 10. október 1982.
Hann lék fyrst með A-landsliði Íslands árið 2004
og hefur frá þeim tíma spilað 82 A-landsleiki og
skorað í þeim 286 mörk. Logi lék í fyrsta skipti á
EM í Noregi árið 2008 en þá lék hann sex leiki og
skoraði í þeim 15 mörk. Hann var í landsliðinu sem
fékk silfurverðlaunin á ÓL í Peking 2008.
Logi er uppalinn FH-ingur og kom inn í meist-
araflokk félagsins tímabilið 2000-01. Hann lék með liðinu í fjögur ár, til
vorsins 2004. Þá samdi hann við Lemgo í Þýskalandi og hefur leikið með
liðinu allar götur síðan. Fyrir skömmu varð ljóst að þetta yrði hans síð-
asta tímabil þar.
FYRSTI LEIKUR ÍSLANDS Á EM Í AUSTURRÍKI ER EFTIR 4 DAGA
Logi Eldon Geirsson
Eftir Ívar Benediktsson
iben@mbl.is
FORRÁÐAMENN þýska fyrstu-
deildarliðsins hafa boðið handknatt-
leiksmanninum Einari Hólmgeirs-
syni nýjan tveggja ára samning.
Þetta hefur Morgunblaðið sam-
kvæmt traustum heimildum. Núver-
andi samningur rennur út í vor.
Boðið er auðvitað háð því að Einar
nái fullri heilsu en hann hefur ekkert
leikið með liðinu á yfirstandandi
leiktíð og var talsvert fjarverandi á
síðasta keppnistímabili vegna
meiðsla.
Einar fór fyrir nokkrum dögum
aftur til Þýskalands eftir að hafa
verið í stuttu fríi hér með eiginkonu
og barni. Vonir standa til að hann
geti hafið æfingar með Grosswall-
stadt í vikunni, eftir margra mánaða
endurhæfingu vegna meiðsla í hné.
Eftir það sem á undan er gengið á
ferli Einars, sem hefur verið þyrn-
um stráður undanfarin þrjú ár, er
ljóst að stjórnendur Grosswallstadt
hafa ekki misst trúna á honum og að
fallbyssuskot hans skili mikilvægum
mörkum fyrir liðið á næstu árum.
Tilboðið hlýtur einnig að hafa já-
kvæð áhrif á Einar í andlegri upp-
byggingu eftir meiðslin.
Einari boðinn nýr samn-
ingur hjá Grosswallstadt
Hefur ekkert leikið í vetur Vonandi klár í febrúar
Eftir Ívar Benediktsson
iben@mbl.is
„ÞAÐ liggja alltaf mikil heilabrot að baki valinu á
liðinu hverju sinni, þannig á það vera,“ sagði Guð-
mundur Þórður Guðmundsson, landsliðsþjálfari í
handknattleik karla, í gær eftir að hann tilkynnti
hvaða 16 leikmönnum hann ætlar að tefla fram á
Evrópumeistaramótinu sem hefst með viðureign
við Serba í Linz í Austurríki á þriðjudaginn.
Mesta athygli vakti að Guðmundur valdi Loga
Geirsson og Ólaf Guðmundsson. Logi hefur lengi
glímt við meiðsl í öxl og lítið leikið síðustu 10 mán-
uði. Ólafur er aðeins 19 ára og hefur enga reynslu
af þátttöku á stórmóti með A-landsliðinu. Hann
blómstraði hins vegar með U19 ára landsliðinu á
HM í fyrra þegar það vann til silfurverðlauna.
Guðmundur kaus að skilja Ragnar Óskarsson og
Rúnar Kárason eftir heima af þeim 19 manna hópi
sem æft hefur saman frá áramótum. Þá heltist Þór-
ir Ólafsson úr lestinni vegna meiðsla.
Af fjórtán manna hópi silfurliðsins í Peking eru
þrettán í EM-hópnum að þessu sinni. Aðeins Sigfús
Sigurðsson verður fjarri góðu gamni.
„Logi lék mjög vel gegn Portúgal þótt ekki hafi
hann skotið mikið á markið. Ég hef trú á að það
komi hjá honum. Hann er í fínu formi, er snarpur,
átti góðar sendingar á Guðjón Val í leiknum og var
fínn í vörninni,“ sagði Guðmundur spurður um valið
á Loga en vafi þótti leika á um tíma að hann hlyti
náð fyrir augum landsliðsþjálfarans að þessu sinni.
EM-hópurinn og ítarlegt viðtal við Guðmund er á
blaðsíðu 2.
Morgunblaðið/Kristinn
Stórskytta Logi Geirsson hafði hægt um sig í langskotunum í vináttuleiknum gegn Portúgal. Guðmundur Guðmundsson hefur trú á skyttunni.
Logi slapp með til Linz
Guðmundur kaus að velja Ólaf Guðmundsson en skilja Ragnar eftir
Þrettán af fjórtan úr silfurliðinu fara til Austurríkis Hefur trú á Loga
„ÉG mun horfa á
sjónvarpsútsend-
ingar frá leikjum
liðsins og það
verður vonandi
skemmtilegt. Ég
hlýt að geta van-
ist því að horfa á
leikina frá þessu
sjónarhorni,“
sagði Brynjólfur
Jónsson læknir
en það þykir fréttaefni að Brynj-
ólfur fer ekki með handboltalands-
liðinu á Evrópumeistaramótið í
Austurríki. Brynjólfur hefur fylgt
landsliðinu frá árinu 1990 og á þeim
tíma hefur hann farið á fjölmörg
stórmót.
„Ég er ekki alveg með töluna á
hreinu en ég held að með 21 árs
landsliðsmótunum séu þetta 16 eða
17 stórmót. Eitt þeirra var hér á Ís-
landi árið 1995 en ég var t.d. ekki á
EM í Noregi 2008. Á þessum tíma
hef ég farið á þrenna Ólympíuleika.“
Það eru ýmsar ástæður fyrir því
að Brynjólfur fer ekki með á EM að
þessu sinni.
„Mér finnst vera kominn tími til
að aðrir taki við þessu. Ég hef haft
gríðarlega gaman af því að vinna
með landsliðinu og þetta er allt sam-
an gert í frítíma,“ sagði Brynjólfur
en hann er bæklunarskurðlæknir og
hefur einfaldlega hliðrað til í vinnu
sinni til að komast með á stórmótin.
Með ofnæmi fyrir „klístri“?
Það er ótrúlegt og jafnvel satt að
Brynjólfur þarf að halda sig frá öllu
því sem tengist handbolta þar sem
grunur leikur á að hann sé með of-
næmi fyrir efni eða efnum sem eru í
klístrinu eða harpixefnunum.
„Það er ekki alveg komið á hreint
en það er margt sem bendir til þess.
Það á eftir að rannsaka þetta betur
og ég mun ekki koma nálægt har-
pixefnum eða klístri í nokkra mán-
uði til viðbótar á meðan þetta er
rannsakað,“ sagði Brynjólfur Jóns-
son.
Brynjólfur
læknir situr
eftir heima
Brynjólfur
Jónsson