Morgunblaðið - 18.01.2010, Side 5

Morgunblaðið - 18.01.2010, Side 5
Fréttir 5INNLENT MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 18. JANÚAR 2010 Viltu kynnast frambjóðendum betur? Prófkjör í Reykjavík 23. janúar 2010 Kaffihúsafundur með frambjóðendum í Valhöll Þriðjudagur 19. janúar kl. 16 - 19 Opinn framboðsfundur í Golfskálanum í Grafarholti Miðvikudagur 20. janúar kl. 20 - 22 Prófkjör Laugardagur 23. janúar, kjörstaðir eru opnir kl. 10 - 18 Utankjörfundaratkvæðagreiðsla er alla virka daga kl. 9 - 17 www.profkjor.is Upplýsingar um frambjóðendur eru á profkjor.is Kjartan Magnússon Áslaug M. Friðriksdóttir Gísli Marteinn Baldursson Kristján Guðmundsson Benedikt Ingi Tómasson Hanna Birna Kristjánsdóttir Marta Guðjónsdóttir Björn Gíslason Hildur Sverrisdóttir Ragnar Sær Ragnarsson Elínbjörg Magnúsdóttir Jóhann Páll Símonarson Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir Emil Örn Kristjánsson Jórunn Frímannsdóttir Þorkell Ragnarsson Geir Sveinsson Júlíus Vífill Ingvarsson Morgunblaðið/Árni Sæberg Eftir Kjartan Kjartansson kjartan@mbl.is Veggjald í Hvalfjarðargöngunum hækkar um tæplega 13% að jafnaði 1. febrúar 2010. Þannig hækkar gjald fyrir staka ferð í 1. gjald- flokki úr 800 í 900 krónur. Hver ferð áskrifanda að 100 ferðum í 1. flokki hækkar úr 230 í 259 krónur. Inneign áskrifenda minnkar sjálfkrafa við gjaldskrárbreyt- inguna. Þetta þýðir að ónotuðum ferðum áskrifenda fækkar sem svarar til hækkunar veggjaldsins. Ákvæði í áskriftarsamningum Að sögn Gylfa Þórðarsonar, framkvæmdastjóra Spalar, er ekk- ert óeðlilegt við að áskrifendur fái færri ferðir eftir gjaldskrárhækk- un. Í áskriftarsamningnum sé ákvæði sem segir að félagið heimili afnot af göngunum á því gjaldi sem sé í gildi. „Hver ferð er gjaldfærð samkvæmt gjaldskrá hverju sinni. Hver viðskiptavinur á raunveru- lega viðskiptareikning. Þegar verð lækkaði sem mest árið 2005 fengu þeir sem voru nýbúnir að borga 100 ferðir um 150-160 ferðir út á það.“ Uppfylla lánasamninga Í tilkynningu Spalar kemur fram að það sé verðlagsþróun og afkoma fyrirtækisins undanfarin tvö ár sem kalli á gjaldskrárhækkunina. Tekjur af veggjaldi hafi rýrnað verulega undanfarin misseri en verðbætur á lán félagsins og flestir rekstrarliðir hafi hækkað á sama tíma. Hækkunin nú sé því til þess að gera félaginu fært að standa við samninga við lánveitendur þess efnis að áhvílandi lán Spalar greið- ist upp árið 2018. Upphaflega átti gjald að fylgja verðlagi en sú hafi ekki orðið raun- in vegna aukinna tekna af mikilli umferð. Ef gjald hefði fylgt vísitöluþróun kostaði stök ferð í 1. flokki 1.950 krónur í stað 900 nú. Dýrara í Hvalfjarðargöngin  Verðlagsþróun og afkoma kalla á hækkun  Inneign minnkar sjálfkrafa HAFÍS hefur verið að færast nær landi yfir helgina. Ískönn- unarflug þyrlu Landhelgisgæsl- unnar á laug- ardag leiddi í ljós hafís við Horn- bjarg sem nánast hafði náð landi við Hornbjargs- vita. Í gær bárust Landhelgisgæsl- unni þær upplýsingar frá skipi á svæðinu að ísröndin lægi nú u.þ.b. tvær sjómílur norður af Óðinsboða að stað um 3,5 sjómílur austsuð- austur frá Horni. Stakir jakar voru á reki vestan við ísröndina og tvær spangir náðu til lands, önnur út af Smiðjuvík. Landhelgisgæslan varar sjófarendur við aðstæðum og mælt er gegn ferðum um svæðið nema í björtu. una@mbl.is Varasamur haf- ís frá Óðins- boða að Horni Hafís hefur færst enn nær landi FANGA- GEYMSLUR fylltust í fyrri- nótt en frá því um miðnætti til klukkan sjö í gærmorgun komu 102 mál inn á borð lög- reglu á höf- uðborgarsvæð- inu. Tveir voru teknir á vettvangi við innbrot og voru færðir í fangageymslur. Þá var tilkynnt um eina líkamsárás í heimahúsi sem reyndist þó minni- háttar. Þá urðu fimm umferðaróhöpp, en í aðeins einu þeirra urðu meiðsl á fólki. Í þremur af þessum fimm um- ferðaróhöppum leikur grunur á því að ekið hafi verið undir áhrifum áfengis. Þess utan voru tíu teknir fyrir akstur undir áhrifum áfengis og þrír stöðvaðir fyrir akstur undir áhrifum fíkniefna. sbs@mbl.is 102 mál hjá lögreglu á einni nóttu Mikið var að gera hjá lögreglu. SKIPUM á ís- lenskri aðal- skipaskrá hefur fækkað um 31 frá árinu 2008. Á árinu 2009 voru frumskráð og endurskráð skip 38 en afskráð skip voru 69. Af afskráðum skipum var 31 skip selt til útlanda. Hinn 1. janúar í ár voru samtals 1.056 þilfarsskip á skrá og brúttó- tonnatala þeirra var 209.085. Opnir bátar voru samtals 1.181 og brúttó- tonnatala þeirra var 7.115. Heildar- brúttótonnatala skipastólsins hefur aukist um 7.436 tonn. Á þurrleiguskrá er eitt skip, Kristina EA-410, 7.682 brúttótonn, sem er flaggað út til Belize, að því er fram kemur á sigling.is Fækkaði um 31 skip á skipaskrá í fyrra

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.