Morgunblaðið - 18.01.2010, Side 12

Morgunblaðið - 18.01.2010, Side 12
12 FréttirERLENT MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 18. JANÚAR 2010 Reuters Dómar Ali er nú þegar með þrjá dauðadóma á bakinu. Eftir Bjarna Ólafsson bjarni@mbl.is ALI Hassan al-Majid, betur þekktur sem „Efnavopna-Ali“, var í gær dæmdur til dauða af íröskum dómstól fyrir hlut sinn í fjöldamorðinu í Ha- labja. Ali, sem er frændi einræðisherrans heitna, Saddams Hussein, hefur þeg- ar verið dæmdur þrisvar sinnum til dauða fyrir þátttöku í hroðaverkum, sem framin voru í stjórnartíð Sadd- ams, einkum herferðum stjórnarinn- ar gegn shia-múslimum og Kúrdum á níunda og tíunda áratugunum. Árið 1988 var eiturgas notað í árás íraska hersins á kúrdíska bæinn Ha- labja, sem er nærri landamærunum við Íran. Höfðu kúrdískir skæruliðar náð bænum á sitt vald undir lok stríðsins milli Íraks og Írans. Talið er að að minnsta kosti 5.000 manns hafi látist samstundis þegar eiturgasinu var sleppt og að um 7.000 manns til viðbótar hafi orðið fyrir varanlegum skaða. Bærinn var síðar jafnaður við jörðu af hernum. Í baráttunni við kúrdísku skæru- liðana undir lok níunda áratugarins gaf Saddam fyrirmæli um að efna- vopnum skyldi beitt í árásum á allt að 24 kúrdísk þorp. Dæmdur til dauða „Efnavopna-Ali“ fær sinn þriðja dauðadóm fyrir hlut sinn í herferð írösku stjórnarinnar á hendur Kúrdum í Írak Í HNOTSKURN »Þrátt fyrir að hafa þegarfengið tvo dauðadóma hefur framkvæmd þeirra ver- ið pólitískt þrætuepli. »Er það vegna þess að fyrr-verandi varnarmálaráð- herra Íraks, Hashim al-Taie, var dæmdur í sama máli. »Forseti Íraks hefur neitaðað undirrita aftökuskipun Taies og þar með hefur af- taka Alis frestast. »Telja margir Írakar aðTaie hafi einfaldlega ver- ið neyddur til að taka þátt í grimmdarverkum Saddams og því sé dauðadómur órétt- látur. Reuters Óeirðir Fólk flýr undan óeirðalögreglumönnum í miðborg Port-au-Prince, en lögreglu og óeirðaseggjum hefur nokkrum sinnum lostið saman í borginni. Eftir Bjarna Ólafsson bjarni@mbl.is OFBELDI og gripdeildir gera hjálparstarfsmönnum á Haítí ennþá erfitt fyrir, en lögreglumenn skutu í gær á hóp óeirðaseggja, sem rændu matvælum á markaði í höfuðborginni Port-au-Prince. Löggæsla í Haítí er enn í mol- um, en eins og aðrir samfélagslegir innviðir varð lögreglan þar í landi fyrir miklu tjóni í jarðskjálftanum á þriðjudaginn í síðustu viku. Sameinuðu þjóðirnar eru þess vegna að aðstoða yfirvöld við að viðhalda lögum og reglu í landinu. Framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, Ban Ki-moon, heimsótti Haítí um helgina og sagði hamfar- irnar einar þær mestu í áratugi. Enn reynist erfitt að koma hjálpargögnum til þeirra sem hjálp þurfa, jafnvel í höfuðborginni sjálfri. Gríðarlegt tjón varð á veg- um, brúm og hafnarmannvirkjum í skjálftanum, sem gert hefur flutn- inga erfiðari en ella. Þá óttast menn að upp komi smitsjúkdómar vegna þess hve aðgangur að hreinu vatni er takmarkaður. Fjögur bandarísk flutningaskip með vatnshreinsunarbúnað um borð eru á leið til eyjarinnar, en nokkrir dagar eru þar til þau ná leiðar- enda. Flugvélamóðurskipið banda- ríska Carl Vinson getur hreinsað um 35.000 lítra af vatni á dag, en erfiðlega gengur að koma vatninu til fólksins á Haítí. Heilsufarsvandamál Tugir þúsunda eru taldir hafa látist í jarðskjálftanum og standa Haítíbúar frammi fyrir þeirri spurningu hvað gera eigi við lík hinna látnu. Enn liggja þau eins og hráviði um stræti Port-au-Prince og auka enn á hættuna á því að upp blossi smitsjúkdómar. Samkvæmt frétt breska blaðsins Guardian er Rauði krossinn uppi- skroppa með líkpoka og eru líkin því mörg aðeins hulin með plasti eða pappakössum. Stjórnvöld hafa unnið að því að grafa fjöldagrafir, en íbúar eru í auknum mæli farnir að grípa til eigin ráða og hafa jarðneskar leifar þúsunda fórnarlamba verið brenndar á stórum bálköstum. Vandinn er ekki eingöngu heilsufarslegur heldur hefur ástandið óneitanlega mikil andleg áhrif á þá sem eftir lifa. Í nátt- úruhamförum sem þessum er venjulega mikil áhersla lögð á að bera kennsl á hina látnu meðal annars svo fólk geti vitað með vissu um afdrif ástvina sinna og syrgt þá. Ástandið á Haítí gæti gert slíka vinnu erfiða ef ekki ómögulega. Hafa hjálparstarfs- menn áhyggjur af því að afleið- ingar fyrir eftirlifendur geti því orðið langvarandi og alvarlegar. Geta flutt til Senegal Forseti Senegals, Abdoulaye Wade, hefur boðið íbúum Haítís að flytjast búferlum til Senegal. Segir hann að Haítíbúar séu synir og dætur Afríku, þar sem forfeður þeirra hafi verið fluttir þangað nauðugir sem þrælar. Segir hann ríkisstjórn Senegals tilbúna að gefa þeim land, jafnvel heilt land- svæði fyrir Haítíbúa, allt eftir því hve margir vilji flytja. Hætta á faraldri á Haítí  Enn gengur erfiðlega að koma hjálpargögnum til þeirra sem þurfa þau á Haítí  Hætta á faraldri smitsjúkdóma eykst meðal annars vegna skorts á hreinu vatni Reuters Vatnsburður Konur bera heim vatn í höfuðborg Haítí, Port-au-Prince, en hreint vatn er mjög af skornum skammti í borginni. Í HNOTSKURN »Jarðskjálftinn reið yfirklukkan 16:53 að stað- artíma þann 12. janúar síðast- liðinn og mældist 7,0 stig á Richter-kvarðanum. »Innanríkisráðuneytið áHaítí telur að allt að 200.000 manns hafi látist í skjálftanum. »Erfitt hefur reynst aðkoma hjálpargögnum til fólks, m.a. vegna tjóns á veg- um og hafnarmannvirkjum. »Þá hefur ofbeldi og grip-deildir gert hjálparstarf erfiðara. Ástandið á Haítí virðist lítið hafa batnað þótt eitthvað af hjálp- argögnum sé farið að berast til íbúa landsins. Varnarmálaráðherra Ísraels, Ehud Barak, er staddur í Tyrklandi til að reyna að brúa það bil sem komið er í samskiptum ríkjanna. Undanfarin misseri hefur hvert atvikið rek- ið annað þar sem slest hefur upp á vinskap þjóðanna frá því að Tyrk- land mótmælti harðlega hern- aðaraðgerðum Ísraela á Gaza veturinn 2007-2008. Var Barak vel tekið við komuna til Tyrklands, meðal annars af sendi- herra Tyrklands til Ísraels. Sendiherrann var þátttakandi í síðasta óheppilega atvikinu í sam- skiptum þjóðanna tveggja. Það kom til vegna tyrkneskrar sjónvarps- þáttaseríu, þar sem ísraelskir leyni- þjónustumenn voru sýndir ræna tyrkneskum börnum. Utanrík- isráðherra Ísraels lét óánægju sína í ljós við sendiherra Tyrklands, en Tyrkir voru hins vegar afar ósáttir við þær myndir sem komu frá fund- inum. Sat sendiherrann á lægri stól en ráðherrann og tyrkneska fánann vantaði. bjarni@mbl.is Barak heimsækir Tyrkland Ráðherrann og sendiherrann. Úkraínubúar börðust í gegnum snjó og mikinn kulda til að greiða atkvæði í fyrstu umferð forseta- kosninga þar í landi í gær. Kannanir benda til þess að leiðtogi stjórnarandstöð- unnar, Viktor Ja- núkóvitsj, og forsætisráðherrann Júlía Tímósjenkó fái flest atkvæði í kosningunum. Sitjandi forseti, Vikt- or Jústsjenkó, mælist undir fimm prósentum og er því útlit fyrir að forsetatíð hans sé senn á enda. Þrátt fyrir mikinn uppgang í Úkraínu frá því að Jústsjenkó tók við völdum kenna margir Úkra- ínumenn honum um hvernig komið er fyrir efnahag landsins nú, en gert er ráð fyrir því að hagkerfið skreppi saman um ein fimmtán prósent í ár. bjarni@mbl.is Jústsjenkó á leiðinni út Kuldi Starfsmaður kjörstjórnar. Eftir Bjarna Ólafsson bjarni@mbl.is REFSIMÁL hefur verið höfðað á hendur sex meintum innbrotsþjófum í Los Angeles í Bandaríkjunum, sem er gefið að sök að hafa brotist inn á heimili fjölda kvikmyndastjarna og annarra frægra einstaklinga og látið greipar sópa. Meðal fórnarlambanna eru Orlando Bloom, Megan Fox, Par- is Hilton og Lindsay Lohan. Málið er sérstakt fyrir aðrar sakir en þá eina að fórnarlömbin eru reglu- lega umfjöllunarefni slúðurblaða. Í fyrsta lagi eru sakborningarnir afar ungir. Fjórir þeirra eru aðeins tán- ingar og tveir eru á þrítugsaldri. Komu að ólæstum húsum Öll eru ungmennin tiltölulega vel stæð fjárhagslega og eru þau hluti af Hollywood-samfélaginu. Hin átján ára Alexis Neiers var handtekin þar sem hún var við upptökur á sjón- varpsþætti og hinn nítján ára Nick Prugo lék í kvikmyndinni Little Lost Souls árið 2003. Hinir meintu inn- brotsþjófar munu hafa notfært sér netið við iðju sína. Fyrst fylgdust þau með slúðursíðum til að sjá hvort eitt- hvert væntanlegra fórnarlamba skartaði nýjum skartgripum. Svo vöktuðu þau samskiptasíður eins og Facebook og Twitter til að komast að því hvenær fórnarlambið væri að heiman. Talið er að hópurinn hafi rænt sumar stjörnurnar, t.d. Paris Hilton og leikkonuna Rachel Bilson, oftar en einu sinni. Í flestum tilvikum komu þjófarnir að ólæstum heimilum, sem gerði verkin óneitanlega auðveldari. Unglingar sem rændu þá ríku og frægu í Hollywood Bloom Hjartaknúsarinn Orlando Bloom var meðal fórnarlambanna.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.