Morgunblaðið - 18.01.2010, Page 19

Morgunblaðið - 18.01.2010, Page 19
Minningar 19 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 18. JANÚAR 2010 ✝ Kær eiginmaður, faðir okkar, afi, bróðir, mágur og frændi, DAVÍÐ STEFÁNSSON fv. kennari, Myrvangen 10, 3030 Drammen, Noregi, lést á sjúkrahúsi í Noregi sunnudaginn 10. janúar. Útför hans fer fram frá Konnerud Nyekirke í Drammen miðvikudaginn 20. janúar. Inger J. Stefansson, Grethe, Eva og Steinar Stefansson og fjölskyldur, Bjarghildur Stefánsdóttir og Jón Kárason, Einar Páll Stefánsson og Guðfinna Ingólfsdóttir, Sólveig Stefánsdóttir og Snorri Loftsson og fjölskyldur. Ástkær sonur okkar, bróðir og mágur, KRISTINN FREYR ARASON, Stekkjarhvammi 12, Hafnarfirði, sem lést af slysförum fimmtudaginn 7. janúar, verður jarðsunginn frá Hafnarfjarðarkirkju miðviku- daginn 20. janúar kl. 13.00. Þeim sem vilja minnast hans er bent á að láta líknarfélög njóta þess. Ari Óskar Jóhannesson, Ólöf Sigurlín Kristinsdóttir, Steinunn Aradóttir, Inga Nína Sigríður Jóhannsdóttir. ✝ Ástkær móðir mín og tengdamóðir okkar, GUÐRÍÐUR GUÐLAUGSDÓTTIR, sem andaðist föstudaginn 29. desember, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 19. janúar kl. 13.00. Fyrir hönd vandamanna, Sigurður Kárason, Þórunn Halldórsdóttir, Óskar Jónsson. ✝ Elskulegur eiginmaður minn, faðir, stjúpfaðir, tengdafaðir og afi, HAUKUR BJARMI ÓSKARSSON rafvirki, lést á krabbameinsdeild Landspítalans við Hring- braut mánudaginn 11. janúar. Útförin fer fram frá Breiðholtskirkju þriðjudaginn 19. janúar kl. 13.00. Sigríður Sigurðardóttir, Óskar Baldvin Hauksson, Inga Jóna Friðgeirsdóttir, Sigurður Ferdinandsson, Guðrún Matthíasdóttir, Reynir Jóhannsson, Inga Rún Garðarsdóttir, börn og barnabörn. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, ÞÓRDÍS MAGNEA ÞORLEIFSDÓTTIR Torfufelli 27 Reykjavík lést á hjúkrunarheimilinu Skógarbæ þriðjudaginn 12. janúar. Útför hennar fer fram frá Grafarvogskirkju miðvikudaginn 20. janúar kl. 13.00. Sjöfn Skaftadóttir Skaug Björn Arild Skaug Kristín G. Haraldsdóttir Sigurður Ö. Magnússon Jóhanna Þ. Haraldsdóttir Kristinn Benónýsson Benedikt S. Haraldsson Kristjana Jóhannsdóttir Skapti J. Haraldsson Kristbjörg H. Sigtryggsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Maðurinn minn, ÞRÁNDUR THORODDSEN kvikmyndastjóri og þýðandi, lést á líknardeild Landspítala Landakoti miðviku- daginn 13. janúar. Útför hans fer fram frá Bústaðakirkju fimmtudaginn 21. janúar kl. 13.00. Fyrir hönd barna, tengdabarna og barnabarna, Sigrún I. Jónsdóttir. Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi HÖRÐUR ÞÓRÐARSON Hábergi 24, lést á Landspítalanum Fossvogi föstudaginn 15. janúar. Sigríður Sóley Magnúsdóttir, Margrét Harðardóttir, Svavar Magnússon, Helga Magnea Harðardóttir, Hafliði Jóhann Hafliðason, Inga Mjöll Harðardóttir, Guðlaugur Þór Ásgeirsson, Guðný Harðardóttir, Valur Emilsson, Hrönn Harðardóttir, Júlíus Hjörleifsson, Hörður Harðarson, Margrét Dóra Árnadóttir, Svanhildur Ó. Harðardóttir Þorfinnur Hjaltason, barnabörn og barnabarnabörn. Klara Krist- insdóttir ✝ Klara Krist-insdóttir fæddist í Reykja- vík 21. október 1922. Hún lést á hjúkrunarheim- ilinu Skjóli laug- ardaginn 2. jan- úar sl. Foreldrar hennar voru hjónin Kristinn Sófus Pálmason ölgerðarmaður frá Sæbóli á Ingjaldssandi og Einbjörg Ein- arsdóttir, húsfreyja og kennari frá Hítardalsvöllum á Mýrum. Klara var elst sjö alsystkina, en eldri hálfsystir hennar samfeðra er Dóra, sem lifir systur sína. Yngri voru sex bræður: Jón og Pálmi eru báðir látnir, en eftir lifa þeir Einar, Kristján, Kristinn og Sigurður. Hugur Klöru hneigðist snemma til hjúkrunarnáms, og því lauk hún frá Hjúkrunarskóla Íslands árið 1946. Klara starfaði við hjúkrun á Landspítalunum fyrstu árin eftir að námi lauk. Hún festi ráð sitt á lýð- veldisdaginn, hinn 17. júní árið 1949, er hún gekk að eiga Kjartan Ólafsson frá Krosshóli í Skíðadal. Foreldrar hans voru hjónin Kristjana Jónsdóttir og Ólafur Sigurðsson, er síðast bjuggu í Syðraholti í Svarfaðardal. Kjartan var þá við nám í læknisfræði við Háskóla Íslands, er hann lauk árið 1952, og fimm árum síðar lauk hann einnig námi í tannlækningum. Þau fluttust það ár, 1957, austur á Seyð- isfjörð, þar sem Kjartan tók til starfa sem tannlæknir, en varð síðar einnig héraðslæknir þar í bæ. Börn Klöru og Kjartans eru þrjú: Elstur er Þorsteinn Svörfuður, búsettur á Álftanesi, kona hans er Hafdís Guðmundsdóttir og eiga þau fjögur börn og jafnmörg barnabörn. Í miðið er Ólafur Kristinn, hann á heima á Seyðisfirði, er kvæntur Ólöfu Huldu Sveinsdóttur og eiga þau eina fósturdóttur, tvö börn og tvö barnabörn. Yngst er Þórunn Sólveig, búsett á Akranesi, gift Frið- riki Alfreðssyni. Börn þeirra eru þrjú og barnabörn tvö. Klara Kristinsdóttir var jarðsett í kyrrþey þann 8. janúar 2010, frá Frí- kirkjunni í Reykjavík að eigin ósk. Meira: mbl.is/minningar Svið voru verkuð fyrir maddömuna, hestastallur smíðaður fyrir húsbónd- ann og eitt sumarið var ég sendur í Fagranes til að gera Farmal-kubb gangfæran. Þannig dráttarvél hafði ég aldrei áður augum litið og örugg- lega á heimafólk þar meira í gang- setningunni en ég. Sigurður tengdapabbi naut ætíð glímunnar við verkefni dagsins, hann var skarplega gefinn og hafði sýn til margra átta. Kannski má rekja kjark hans og kraft til uppruna í veraldlegri fátækt en andlegu ríkidæmi. Það veit enginn og má litlu skipta. Lífshlaup hans var samfelld sigurganga manns sem sífellt stóð frammi fyrir nýjum og nýjum viðfangsefnum. Hann tókst ótrauður á við þau, oft mörg í senn. Það er ekki lítið að reka bú, heima- vistarskóla á eigin heimili, kenna heima og heiman, sinna víðlendu prestakalli, prófastsstörfum, taka þátt í félagsmálum og gegna marg- víslegum trúnaðarstörfum fyrir sam- félagið, nær sem fjær. Sigurður sat til dæmis samtímis í skólanefndum ná- lægra barna-, húsmæðra- og héraðs- skóla auk þess að reka eigin skóla. Hann var einn síðasti samnefnari þeirra presta sem um aldir voru einu menntamenn sveitanna, í þeim krist- allaðist hvaðeina, heimili þeirra var glugginn sem vissi mót umheiminum. Elja Sigurðar gat breyst í ástríðu og svo var um bókasöfnun hans. Af hlaust fádæma gott safn sem hans gamli og ástkæri skóli, MA, hefur notið góðs af. Ættfræðigrúsk var honum önnur ástríða og af kappsemi safnaði hann efni til ættfræðirita sem fjölskylda og vinir búa að. Til marks um verkvilja Sigurðar má nefna að á síðasta ári tók hann saman mikla skrá um Grenjaðarstaðarpresta og aðra um Hólabiskupa auk þess að setja saman minningar frá bernskuárun- um. Heimsóknir á Hlíð gátu á þeim stundum truflað því tölvan átti hug hans allan. Árinu fyrr lét hann taka saman og gefa út veglegt minning- arrit um látna eiginkonu sína. Hugur hans var sannarlega óskertur til hinstu stundar. Það er mikil gæfa að eiga góða for- eldra og það verða drjúg viðbrigði að taka við öllum hlutverkum forver- anna, fylla þeirra vandfyllta skarð. Við Ragnheiður og börn okkar lítum til baka með miklu þakklæti til Sig- urðar og Aðalbjargar sem nú hvíla hlið við hlið á Höfðanum er hann gekk oft fram á lítill drengur. Þaðan er dagrenningin björt, fjörðurinn fagur og sólarlagið blítt. Endurfundirnir eru örugglega báðum kærir. Bragi Guðmundsson. Afi minn, Sigurður Guðmundsson vígslubiskup og alhliða snillingur, er farinn að hitta höfuðsmiðinn. Ég held að höfuðsmiðurinn hafi tekið á móti honum með virktum og líklegast faðmlagi. Afi minn gerði nefnilega nokkuð sem er Guði velþóknanlegt, að tengja saman himin og jörð. Sá maður sem getur verið andans maður og jarðarinnar er heilagur. Sá sem kemur af sömu virðingu fram þegar hann predikar innan við gráturnar og þegar hann gefur á garðann höndlar tilveruna. Afi minn sefur í stólnum sínum í stofunni á Grenjaðarstað yfir frétt- unum en fylgist samt með. Ég fer, smávægilegt barn og læðist upp að honum og kyssi hann á skallann. Afi minn fer með mig í bókaleiðangur í Reykjavík að ná í kassa af bókum sem ég má alls ekki segja ömmu frá. Við förum í gegnum dýrmætin, frum- útgáfur af ljóðabókum, sumar áritað- ar og erum báðir eins og krakkar með nýtt dót. Afi minn segir mér að það þurfi að snúa lambi þar sem við stöndum ofan í kró og segir mér svo að ég sé best til þess fallinn, ég hafi svo litlar hendur og handleggi. Enda ég bara barn. Mér er treyst fyrir lífi lambs sem er enn í einhverjum vandræðum innan í kind sem ég man skammarlega ekki hvað heitir. Bróðir minn þekkti allar kindurnar með nafni en ég, bóka- béusinn, mundi ekki nema nafnið á Móhöttu, kindinni minni. Ég fór með megnið af handleggnum á kaf í him- ininn og sneri við lambinu, dró það út og hef sjaldan verið jafn stoltur. Afi minn í stígvélum, grágrænum buxum, snjáðri úlpu og með derhúfu, hrósaði mér og mér fannst ég vera hetja. Það ilmaði allt af veröldinni, töðulyktin úr hlöðunni læddist fram í hús og ókarað lambið spriklaði þarna þar til móðir þess byrjaði að hnusa og kara. Afi minn tónar. Og röddin hans fyllir kirkjuna eins og hún sé að syng- jast á við Guð. Og í samskiptum hans við guðshúsið öðlast hver hlutur líf og merkingu, alveg eins og í fjárhúsun- um. Þannig er heilagleikinn. Afi minn og amma. Amma með þennan sérkennilega húmor sem gat látið hana gráta af gleði og þessari fegurð sem þeim er gefin sem elska það sem er allt um kring. Amma mín og afi, fólkið sem ég hélt sem krakki að væri ódauðlegt en er svo gengið lengra án manns. Maður vissi reynd- ar að það það tæki enda þetta himna- ríki barnæskunnar en það er samt jafn sárt. En maður hangir samt í trúnni um að þarna einhvers staðar sé afi að messa eða snúa heyi eða líkna sorgmæddum á meðan amma sinnir okkur bróður mínum og frænd- um (þó svo við séum nýbúnir að stökkva ofan af gamla bænum) og að höfuðsmiðurinn sé frekar sáttur við þetta fólk. Ég kveð afa minn með þökk og virðingu og er þess fullviss að amma mín tekur á móti honum með glimt í augum sem ekkert okkar má vita hvað þýðir. Afi minn. Síðustu stundir, þar sem líkaminn fékk ekki að spranga um engi og tún eða sinna messustörfum: Andrá og kannski eilítið bros um stund. Örlítil hreyfing, súgur um huga minn. Sál þín trítlar á eilífan endurfund við ástina og jörðina og himininn. Maður þakkar aldrei nóg. Sigurður Ingólfsson. Elsku afi. Það er skrítið að hugsa til þess að þú og amma séuð horfin úr okkar heimi. Þið tvö voruð fastur punktur í tilverunni, aðeins rúmlega fimm mínútna gangur var á milli heimila okkar og samgangurinn mik- ill. Ég (Aðalbjörg) man fyrst eftir ykkur á Hólum í Hjaltadal. Þangað fórum við fjölskyldan oft og áttum ævintýralega daga. Þið voruð nefni- lega alltaf tilbúin til að sýsla eitthvað með manni. Ófáar stundir sátum við afi yfir krossgátu og þú varst þolin- móður meðan ég giskaði á rétta orðið, og þegar gátunni lauk var oftar en ekki tekið í spil. Þið amma voruð ótrúlega skemmtilegt spilafólk og mörg kvöld var haldinn reikningur í gosa. Þegar leið að háttatíma var far- in ferð í barnabókahilluna og valin góð bók. Bækur eru reyndar eitt það fyrsta sem kemur í huga okkar þegar við hugsum til þín, afi. Ást þín á bókum var mikil og djúp og þú kenndir okk- ur að skilja og meta fegurðina sem liggur í tungumálinu okkar. Í íbúðinni ykkar í Akurgerðinu voru bókahillur í öllum herbergjum, líka baðherberg- inu. Svona varstu, elsku afi, alvöru

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.